Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Qupperneq 36
Vikublað 24.–26. febrúar 201536 Fólk  Sködduð vinstri hönd Leikarinn Shia LaBeouf slasaðist á hönd þegar hann velti bíl sínum árið 2008. Leikar- inn fór í aðgerð en hefur látið hafa eftir sér að vinstri höndin verði aldrei söm. Seinheppnar Stjörnur n Þrátt fyrir allt eru stjörnurnar mannlegar eins og við hin Þ ótt margar stjörnur minni helst á gríska guði og gyðj- ur er sannleikurinn sá að um ósköp venjulegt og dauðlegt fólk er að ræða. Og þegar þú djammar alla daga eða leikur í eigin áhættuatriðum aukast líkur á óhöppum eins og þessar stjörnur kannast við. n  Villtur dans Söngkonan Katy Perry sletti ærlega úr klaufunum eftir tónleika í Toronto en ekki vildi betur til en svo að hún skarst illa á fæti á dansgólfinu. Katy þurfti hvorki meira né minna en 17 spor í fót- inn en lét sig engu að síður ekki vanta á sviðið næsta dag.  Mannlegur Wolverine Þótt Wolverine hafi krafta til að lækna sig sjálfan er Hugh Jackman aðeins dauðlegur. Eftir sjö ár af X-Men þar sem Hugh þurfti að burðast með beitta hnífa hafði hann meitt sig meira en góðu hófi gegnir. Jackman hafði skorið sig í eyrað, fótinn, augað og hálsinn – svo fátt eitt sé nefnt.  Hættulegur bransi Meira að segja James Bond er ekki ósigrandi. Daniel Craig reif vöðva þegar hann var að æfa sig fyrir hasarinn í kvikmyndinni Skyfall. Leikarinn hafði áður slasað sig á höndum og öxlum í fyrri Bond- myndum.  Harkaði af sér Leikarinn Zac Efron slasaðist við tökur á kvikmyndinni Townies. Zac hrasaði og skaddaði úlnlið en harkaði af sér svo vinnan gæti haldið áfram.  Á hækjum Leikkonan Brooke Shields mætti á hækjum á Met Gala árið 2012. Leikkonan hafði slasast á hné við sýningar á The Addams Family á Broadway.  Reif vöðva Árið 2009 slasaðist tónlistarmaðurinn Drake þegar hann var að skemmta á sviði ásamt Lil'Wa- yne. Drake rann til á sviðinu og reif svo illa vöðva að bera þurfti hann út í sjúkrabíl. Tónlist- armaðurinn gat ekki tekið meiri þátt í hljóm- leikatúrnum og gekkst undir hnífinn sama ár.  Slasaðist á skíðum Líkt og Shields þurfti Brad Pitt einu sinni einnig að treysta á hækjur á rauða dreglinum. Pitt slasaðist á hné þegar hann rann til í skíðabrekku þar sem hann hélt á Vivienne dóttur sinni.  Blindaðist í Portúgal Fréttamaðurinn Anderson Cooper blindaðist á öðru auga í þrjá daga þegar hann var staddur í Portúgal. Cooper vissi að ekki væri ráðlegt ekki stara á sólina en gerði sér ekki grein fyrir hættunni sem fylgir því að glápa á vatn. Endurspeglun sólarinnar í vatninu skemmdi tímabundið sjón hans.  Varð fyrir bíl Leikkonan Reese Witherspoon hlaut ýmsa áverka árið 2011 þegar ekið var á hana þar sem hún var úti að skokka. Níræða konan sem olli slysinu hafði ekki hugmynd um að hún hefði keyrt niður fræga Óskarsverð- launaleikkonu. Reese slapp með glóðarauga, mar og skeinur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.