Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 3.–5. mars 2015 Fréttir 3 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Sala á tónlist og kvikmyndum stendur ekki undir rekstrinum E igandi Skífunnar hefur ákveðið að loka verslunum fyrirtækisins í Kringlunni og Smáralind og hætta þar með rekstri elstu afþreyingar- verslunar landsins. Mikill sam- dráttur í sölu á tónlist og kvikmynd- um hefur leitt til þess að Skífan getur ekki lengur haldið úti „sóma- samlegu“ vöruúrvali. „Ef þú ert áhugamaður um tón- list eða kvikmyndir viltu geta valið úr þúsundum titla en ekki nokkrum hundruðum í litlum verslunum. Þannig er komið að endastöð versl- unarreksturs af þessu tagi á Íslandi,“ segir Guðmundur Magnason, fram- kvæmdastjóri og eigandi Magna verslana ehf. sem á og rekur Skífuna og verslanir Gamestöðvarinnar og Heimkaup.is. Vissi í hvað stefndi Skífan var stofnuð árið 1975 og fyrirtækið hefur rekið verslun í Kringlunni í 28 ár og í Smára- lindinni með hléum frá árinu 2001. Verslanirnar voru fjórar þegar mest lét; ein í Kringlunni, ein á Lauga- vegi, önnur í flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli og sú fjórða í Smáralindinni. Guðmundur keypti Skífuna, Gamestöðina og Heimkaup.is í október í fyrra af Móbergi ehf. Skíf- an og Gamestöðin höfðu þá verið til sölu í um hálft ár. „Við vissum svo sem alveg að hverju við gengum og því er ekk- ert í rekstri Skífunnar sem kemur á óvart. Þessar verslanir hafa verið að minnka á nokkurra ára fresti þannig að það hlaut að koma að þessu,“ segir Guðmundur. Gamestöðin rekin áfram Tölvuleikjaverslunin Gamestöðin var sameinuð Skífunni árið 2011. Guðmundur segir að Gamestöðin verði áfram rekin í Smáralindinni þar sem sala á tölvuleikjum hafi gengið mun betur en á tónlist og kvikmyndum. „Við munum styrkja Gamestöðina í Smáralindinni eftir að Skífan hverfur á braut. Þar er ætl- unin að búa til alvöru tölvuleikja- verslun með miklu úrvali og það er mikið af vélbúnaði og öðru í kring- um tölvuleikina þar sem við sjáum sóknarfæri,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „En Skífan er gríðarlega sterkt vörumerki og yfir 96 prósent lands- manna þekkir fyrirtækið vel eða mjög vel. Við erum því að skoða það þessa dagana hvort við getum nýtt vörumerkið á öðrum vettvangi þó að þessum tveimur verslunum verði lokað. En það er ekkert ákveðið í þeim efnum.“ n „Við vissum svo sem alveg að hverju við gengum og því er ekkert í rekstri Skífunn- ar sem kemur á óvart. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Endalokin Verslun Skífunnar í Kringlunni var opnuð í ágúst 1987. Lengst af var verslunin rek- in á 2. hæð verslunarmiðstöðv- arinnar en síðasta sumar var hún flutt í minna rými á 1. hæð. Skífunni lokað eftir fjörutíu ára rekstur verið stigin árin 2010 og 2011, en síð- an hafi gjaldskrár OR hækkað í takt við þróun verðlags og settar reglur. „Þegar tekjur urðu meiri en áætlun gerði ráð fyrir var það einkum vegna verðbólgu. Árið 2014 snerist þetta við og um síðustu áramót beinlínis lækkaði gjaldskrá á heitu vatni enda verðbólga nánast engin. Á móti kom hækkun virðisaukaskatts sem skrif- ast ekki á OR. Það má nefna að stöðug lækkun gjaldskrár fram eftir síðasta áratug til ársins 2010 nam alls um 11 milljarða króna tekjutapi miðað við að gjaldskrár hefðu fylgt verðlagi.“ Eiríkur segir að nú sé verið að ræða framhaldið og móta stefnuna. „Engri lækkun hefur verið lofað enda ekki búið að ákveða hvað við tek- ur eftir 2016 þegar aðgerðaáætlun- inni sleppir. Þetta veltur til dæmis á kostnaði OR við fráveituframkvæmd- ir, áform um stækkun varmastöðvar við Hellisheiðarvirkjun og fleira. Menn huga einnig að arðsemi og arðgreiðslum til eigendanna, meðal annars borgarbúa, en OR hefur ekki greitt arð undanfarin ár. Þetta er í vinnslu núna þannig að menn verði klárir 2016.“ n Aðgerð 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Alls Frestun fjárfestinga vegna fráveitu 2.000 900 -2.000 -900 0 Frestun fjárfestinga í veitukerfum 1.205 3.518 2.690 2.518 2.410 2.659 15.000 Lækkun annarra fjárfestinga 250 200 200 200 200 200 1.250 Hækkun gjaldskrár 1.122 1.552 1.215 1.295 1.330 1.499 8.013 Lækkun rekstr- arkostnaðar 300 900 900 900 1.000 1.000 5.000 Eignasala 1.000 2.000 5.100 1.900 10.000 Víkjandi lán frá eigendum 8.000 4.000 12.000 Samtals 11.877 10.170 15.005 6.813 2.940 4.458 51.263 Eignasala skv. samþ. áætlun -375 -400 -775 Samtals að- gerðaáætlun 11.502 9.770 15.005 6.813 2.940 4.458 50.488 Neyðaráætlunin Árin 2012 og 2013 skiluðu gjaldskrárhækkanir OR miklu meiri tekjum en áætlað var. Allar tölur í töflunni eru í milljónum króna. Hækkunin Eigendur og stjórnendur OR hafa engar ákvarðanir tekið um gjaldskrár þegar neyðaráætlun um björgun fyrirtækisins lýkur 2016. Orku- og veitureikningar borgar- búa hækkuðu um tugi prósenta 2010 og 2011. K onur sem mættu í líkams- ræktarstöðina Curves í Mjódd á mánudagsmorgun komu að lokuðum dyrunum. Stöð- inni hefur verið lokað fyrir fullt og allt samkvæmt upplýsingum sem einn viðskiptavinur stöðvarinn- ar fékk frá eigendum hennar. Þar segjast eigendur hafa misst hana úr höndunum og að rekstrargrundvöll- ur fyrirtækisins sé farinn. Mikið hafi hallað undan fæti á liðnum mánuð- um en að eigendurnir séu að vinna í því að þær konur sem eigi inni kort geti fengið að nota þau hjá öðrum heilsuræktarstöðvum. Eiginfjárstaða fyrirtækisins fyr- ir árið 2013 var neikvæð um átján milljónir og hagnaður þess aðeins 328 þúsund krónur. Athygli vekur að aðeins nokkr- ar vikur eru síðan fyrirtækið auglýsti fjögurra mánaða kort til sölu á vefn- um aha.is. Gildistími kortsins átti að vera frá 11. febrúar og fram í júní. Viðskiptavinur sem DV ræddi við segir að nokkrar konur sem keyptu sér kort á þessu tilboði hafi verið mjög hissa, líkt og aðrir viðskipta- vinir sem ætluðu að mæta í rækt- ina. „Þær voru mjög reiðar,“ segir kona sem DV ræddi við sem hefur verið reglulegur gestur hjá Curves. „Við komum bara skyndilega að lok- uðum dyrunum,“ segir hún og segist telja að einhverjar af konunum sem þar voru í morgun hafi keypt sér kort í liðinni viku. Ekki náðist í eigendur Curves eða stjórnarmenn. n „Komum að lokuðum dyrum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.