Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 3.–5. mars 201536 Fólk Stjörnur sem eiga mörg börn Sumir myndu ef til vill halda því fram að Hollywood væri enginn staður fyrir börn. Þessar stjörnur hafa hins vegar ekki látið stjörnulífernið aftra sér frá að eignast fjölskyldu. Sumir stærri fjölskyldu en aðrir.  Duglega Kris Raunveruleikastjarnan Kris Jenner eignaðist Kim, Kloe, Kourtney og Rob með Robert Kardashian. Síðar eignaðist hún dæturnar Kendall og Kylie með Bruce Jenner. Samtals á Kris sex börn.  Sex börn Jolie og Pitt Angelina ættleiddi Maddox, Pax og Zahara áður en þau Brad Pitt fóru að vera saman. Hann ættleiddi þau líka og svo eignuðust þau saman Shiloh og tvíburana Knox og Vivienne.  Falleg ofurmamma Ofurfyrirsætan Heidi Klum átti Lenu áður en hún kynntist Seal. Söngvarinn ættleiddi Lenu og hjónakorn- in eignuðust þrjú börn í viðbót, Lou, Henry og Johan. Hjónin skildu 2012.  Fimm börn Leikarinn Chris O'Donnell og eiginkona hans, Caroline, eiga saman fimm börn: Lily, Christopher Jr., Charles, Maeve og Finley.  Madonna á fjögur Madonna eignaðist Lourdes með fyrrverandi kærasta sínum, Carlos Leon, og soninn Rocco með Guy Ritchie. Síðar ættleiddi söngkonan David og Mercy.  Átta börn Grínistinn Eddie Murphy á átta börn. Sem hann veit af.  Sjö börn Leikarinn Kevin Costner á sjö börn í heildina, þau Grace, Lily, Joe, Annie, Hayes, Cayen og Liam.  Uppeldi í beinni Raunveruleikastjarnan Tori Spelling og eiginmaður hennar Dean McDremott leyfðu heiminum að fylgjast með uppeldi fjögurra barna þeirra, Finn, Stellu, Hattie og Liam.  Sjö í heildina Kvikmyndaleiktjórinn Steven Spielberg og Kate Capshaw eiga sam- tals sjö börn. Kate átti tvö áður en þau fóru að vera saman og Steven eitt. Saman eignuðust þau svo þrjú.  Öðruvísi nöfn Sjón- arpskokkurinn Jamie Oliver á fjögur börn sem bera ansi skemmtileg nöfn; Daisy Boo, Poppy Honey, Buddy Bear og Petal Blossom.  Flott mamma Tón- listarkonan Lauryn Hill á sex börn! Hópurinn ber nöfnin Micah, Joshua, Zion, John, Selah og Sarah.  Villtur pabbi Vand- ræðagemsinn Charlie Sheen á fimm börn með fyrrverandi eiginkonum sínum Denise Richards og Brooke Mueller.  Þrjár mæður Stór- stjarnan Robert De Niro á hvorki meira né minna en sex börn með þremur konum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.