Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 37
Vikublað 3.–5. mars 2015 Fólk 37 B laðamannaverðlaunin 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í Kópa- vogi síðastliðinn laugardag. Á sama tíma voru afhent verð- laun Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir myndir ársins 2014. Þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jó- hannsson fengu blaðamannaverð- launin að þessu sinni fyrir umfjöllun sína um lekamálið svokallaða, sem birtist í DV. Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari á DV, fékk verðlaun fyr- ir mynd ársins og fréttamynd ársins. Myndin sem hlaut bæði verðlaunin var tekin í apríl í fyrra, en á henni sést hinn tvítugi Ghasem Mohammadi, hælisleitandi frá Afganistan. Hann var þá í hungurverkfalli til að mót- mæla seinagangi Útlendingastofn- unar og innanríkisráðuneytisins á af- greiðslu hælisumsóknar hans. Þá var á laugardaginn einnig opnuð sýning Blaðaljósmyndarafélagsins á frétta- myndum ársins 2014. n Blaðamanna- verðlaunin afhent Blaðamenn og ljósmyndarar verðlaunaðir í Gerðarsafni Blaðamenn Blaðamannaverðlaunin voru veitt í fjórum flokkum. Blaðamann- verðlaun ársins fengu þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, fyrir lekamálið, sem birtist í DV. Ritstjórn mbl.is fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins um brunann í Skeifunni, Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fékk verðlaun fyrir viðtal ársins við bræðurna Halldór og Kára Auðar Svanssyni og Helgi Seljan fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku. Spenna í loftinu Kastljósmennirnir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan biðu spenntir eftir að tilkynnt væri um Blaðamannaverðlaunin. Sá síðarnefndi hlaut verðlaun fyrir rann- sóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun um Mjólkursamsöluna og uppruna vöru. Með þeim á myndinni er Katrín Rut Bessadóttir, blaðamaður hjá Birtíngi og unnusta Helga. Ljósmyndarar Veitt voru verðlaun fyrir ljósmyndir ársins í sjö flokkum. Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari á DV, fékk verðlaun bæði fyrir mynd ársins og fréttamynd. Létt spjall Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og líftílsbloggari, og Þórhildur Þorklesdóttir, fréttamaður á Stöð 2, spjölluðu um lífið og tilveruna. Ráðherra og aðstoðarmaður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mætti með aðstoðarkonu sína, Sirrý Hall- grímsdóttur, upp á arminn. Kíktu á myndir Hæstaréttarlögmaður- inn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sig- ríður Jóhannsdóttir, kíktu við í Gerðarsafni og skoðuðu sýningu Blaðaljósmyndarafé- lags Íslands. Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Sefac stólpalyftur è Fáanlegar 5,5 7,5 og 8,2 tonn è 7,5 er með þráðlausum samskiptum milli pósta è Íslenskur texti í skjá è Dekkjastærð: 962 til 1154 mm è Mesta hæð: 1820 mm è Hraði upp óhlaðinn 1090 mm/mín è Hraði upp hlaðinn 7,5 T. 790 mm/mín è Ryk og vatnsvarinn samkv. IP54 è Þyngd á stólpa 430 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.