Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 30
30 Lífsstíll Vikublað 3.–5. mars 2015 Mjög einfalt að breyta útliti með smáforritum Það getur verið gaman að leika sér með einföld myndvinnsluforrit Þ að virðist vera að færast í aukana að fólk breyti útliti sínu með aðstoð tækninnar áður en það birtir mynd- ir af sér á samfélagsmiðlum, líkt og Facebook og Instagram, sem er auðvitað hálfgert myndvinnslu- forrit í sjálfu sér. Hægt er að sækja nokkur myndvinnsluforrit, án endur- gjalds í snjallsíma, sem sérstaklega eru hönnuð til að fegra eða breyta út- liti. Breyta andliti og háralit, grenna og minnka líkamsparta og ýmislegt fleira. Þá eru líka til forrit sem gera fólk feitara og eldra, en þau eru lík- lega meira notuð til gamans en fegr- unar. DV vill alls ekki hvetja fólk til að breyta útliti sínu áður en það birtir myndir á samfélagsmiðlum og gott er að hafa í huga að fegurð er afstæð. En það getur verið gaman að leika sér með svona forrit. Það er til dæm- is hægt að prófa nýja hárgreiðslu og háralit áður en gengið er alla leið með umbreytinguna á hárgreiðslustofu. Þá er hægt að sjá hvernig ákveðin förðun hentar og margt fleira. Hér eru nokkur sniðug myndvinnsluforrit sem lesendur geta prófað að leika sér með, en blaðamaður ákvað að renna sjálfum sér í gegnum nokkur þeirra og sjá útkomuna. YouCam Perfect Hér er um að ræða alhliða mynd- vinnsluforrit til útlitsbreytinga. Með þessu for- riti er í raun hægt að umbreyta útlitinu algjörlega. Grenna and- lit, breyta nefi, áferð húðar, stækka augu, breyta lögun augabrúna og í raun öllu sem við kemur útlitinu á einhvern hátt. Meira að segja þátt- um sem þér hefði aldrei dottið í hug að breyta eða bæta. Þú getur meira að segja gert þig hærri, með lengingar- valmöguleikanum. Perfect 365 Þetta forrit er mjög svipað YouCam Perfect og ætlað til alhliða útlits- breytinga en að mörgu leyti ein- faldara í notkun. Hægt að gera bæði tennurnar og hvítuna í aug- unum hvítari með einu handtaki. Hver vill það ekki? Þá er hægt að dýpka bros, þannig þú virðist glaðari en í raun og veru á myndinni. Það getur komið sér vel ef þú gleymdir að brosa á mynd sem að öllu öðru leyti er mjög fín. Beauty Plus Magical Camera Hér er líka um að ræða frekar þróað mynd- vinnsluforrit til útlits- breytinga því hægt er að gera breytingarnar á nákvæmari hátt en í hinum forritunum. Þú getur til að mynda ráðið nákvæmlega hvaða hluta andlitsins þú vilt grenna eða breyta, en ekki bara neðri hlutanum. Að öðru leyti eru svipaðir valmöguleikar og í hinum forritunum. YouCam Makeup Þetta forrit er sérstaklega að slá í gegn um þessar mundir. Það er í grunninn svipað bæði YouCam Perfect og Perfect 365, en ekki eins þróað. Í þessu forriti er í raun meira gaman að leika sér að því að ýkja útlitið á skemmtilegan hátt. Til að mynda með nýrri hár- greiðslu eða gulum kattar- augum. Eldrauðum stórum vörum og skjannahvítum tönnum. Þeir eru ófáir sem hafa rennt sér í gegnum þetta forrit á síðustu dögum og birt á samfélagsmiðlunum. Þá hafa foreldr- ar jafnvel verið að prófa að skreyta myndir af börnunum sínum og hlæja sig máttlausa að útkomunni. Ágætis afþreying fyrir fjölskylduna á síð- kvöldum. Spring Þetta forrit er þvíþætt. Í því er bæði hægt að grenna sig og lengja. Hægt er að velja um þrjú mismunandi svæði á líkamanum til að lengja og grenna. Fótleggi, mitti og axl- ir, háls og höfuð. Blaðamaður getur staðfest að slíkar útlitsbreytingar eru klárlega ekki alltaf til bóta. Hair Color Studio Ef þig langar að breyta um háralit þá er þetta forrit alveg málið. Oft get- ur verið erfitt að sjá fyrir sér hvern- ig útkoman verður þegar farið er í róttækar breytingar hvað háralit- inn varðar. Með þessu forriti eru óþarfa vangaveltur og andvökunæt- ur úr sögunni. Þú getur einfaldlega séð hvernig útkoman verður áður en þú ferð á hárgreiðslustofuna og séð hvort breytingin klæðir þig eða ekki. Forritið er einfalt í notkun, þú einfaldlega hleður inn mynd, dregur línu eftir útlínum hársins og velur hvaða lit þú vilt. Svo get- urðu dekkt og lýst litinn að vild. Makeup Modiface Með þessu forriti get- urðu próf- að nýja förðun og séð hvern- ig hún klæðir þig. Hvort sem það er augnskuggi, varalitur eða maskari. Þú getur athugað hvaða litir klæða þig áður en þú ferð út búð og kaupir nýjar snyrtivörur. Það eru ekki allir sem vilja prófa prufurnar af snyrtivörunum í búðinni og það er fátt leiðinlegra en að kaupa rándýrar snyrtivörur sem henta ekki. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is YouCam og Perfect 365 Blaðamaður ákvað að prófa að laga sjálfan sig aðeins til í myndvinnslufor- ritunum YouCam Perfect og Perfect 365 og þetta er útkoman. Neðri hluti andlitsins var grenntur, kinnbeinin hækkuð, augun stækkuð, tennurnar hvíttaðar, augnhvítan hvíttuð, augun gerð bjartari, húðin möttuð og kinna- og varalit bætt við. YouCam Makeup Þetta er eitt vinsælasta myndvinnslufor- ritið í dag. Hér hafa töluverðar breytingar verið gerðar á blaðamanni. Venjulegum blágrænum augum hefur verið skipt út fyrir heiðblá kattardýraaugu, augabrúnir ýktar og gerðar loðnari, mikill kinna- litur settur á kinnar, rauður varalitur á varir, tennur hvíttaðar, augu stækkuð og breytt um bæði háralit og hárgreiðslu. Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Við höfum um áraraðir boðið konum á öllum aldri fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt og leggjum metnað í að veita vandaða og örugga þjálfun sem byggir upp og viðheldur líkamshreysti. Æfingakerfi okkar miðast við að skapa vellíðan og leggja þannig grunn að auknum lífsgæðum. E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Staðurinn - Ræktin 1-2-3. NÝTT ÞJÁLFUNARKERFI JSB: Mikið úrval af opnum tímum frá morgni til kvölds. Blönduð æfingatækni þar sem rík áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu. Bjóðum sérsniðin kort fyrir þínar þarfir • Hvað má bjóða þér marga mánuði? • Staðgreiðslu eða áskrift? • Kynntu þér málið á jsb.is. LOKAÐIR TÍMAR: Námskeið. Einstaklingsmiðaðri tímar og meira aðhald. Frjáls mæting í opna tíma og tækjasal. TT- Frá toppi til táar • TT3-Taktu þér tak (16 - 25 ára) FIT FORM (50 - 60+) • MÓTUN • YOGA STUTT OG STRANGT • FJÖLÞJÁLFUN Sjá nánari upplýsingar á jsb.is Innritun stendur yfir á öll námskeið Þú getur strax byrjað að æfa Finndu þinn tíma:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.