Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 3.–5. mars 2015 Neytendur 25 tölur Símans sýna er meðalnotkun heimila fjarri því að vera mörg hund- ruð gígabæt. Fyrir þessa breytingu gat einstakur viðskiptavinur hjá Sím- anum notað netið jafn mikið og þús- undir heimila en greitt sama verð. Það er ekki sanngjarnt.“ 90% nota minna en 170 GB Undir þetta tekur Sævar Freyr Þráins son, forstjóri 365, spurður líkt og Gunnhildur út í grein Játvarðar. Hann segir verðlagningu 365 ein- faldari og sveigjanlegri fyrir við- skiptavini með þessu móti, auk þess sem neytendum sé ekki mismun- að eftir uppruna umferðar. Þá leggi fyrir tækið áherslu á að bjóða hag- stæð kjör á internetþjónustu sem geri viðskiptavinum kleift að lækka fjarskiptareikning sinn um allt að 3–5 þúsund á mánuði. Eins og sjá má hér á opnunni býð- ur 365 upp á svokallaða Ljóshraða- tengingu þar sem 20 GB notkun á mánuði er ókeypis. Þegar það magn klárast er boðið upp á auka 150 GB á 1.990 krónur, alls 170 GB og svo koll af kolli. Sævar Freyr segir að 38 prósent viðskiptavina 365 noti ekki meira en þessi 20 GB og greiði því ekkert fyrir netnotkun sína. 52 pró- sent viðskiptavina eru í þrepinu fyr- ir ofan og því samtals 90 prósent viðskiptavina sem nota 170 GB eða minna á mánuði. Aðeins séu 7 prósent viðskipta- vina í þrepinu þar sem greitt er fyrir 320 GB notkun eða minna. 97 prósent notenda eru því að nota minna en 320 GB á mánuði. Nánari upplýsingar um áskriftarpakka 365 og Símans má sjá í aukaefni þessarar greinar. Greiðir fyrir loft Sævar Freyr segir að stór hluti hagn- aðar internetveitna verði til vegna notkunar sem viðskiptavinir greiði fyrir en noti aldrei. „Áskriftarleiðir 365 eru hannaðar með það í huga að viðskiptavinur fari ávallt í hagstæðustu leið í hverjum mánuði. Þannig þurfa viðskiptavinir 365 ekki að skuldbinda sig fyrirfram fyrir ákveðnu gagnamagni, heldur færast þeir milli flokka eftir notkun í hverjum mánuði fyrir sig. Þetta gefur viðskiptavinum okkar mikinn sveigj- anleika þar sem notkun þeirra get- ur verið breytileg eftir mánuðum og tryggir þeim ávallt bestu kjör. Flest fyrirtæki á internetmarkaði haga verðlagningu sinni þannig að við- skiptavinir verða að velja tiltekna leið og eru fyrir vikið í óvissu í hverj- um mánuði hvort þeir hafi valið þá leið sem hentugust er út frá notkun þeirra.“ Í því samhengi nefnir Sævar að þegar viðskiptavinir velji sér að kaupa ótakmarkað gagnamagn sé mikilvægt að þeir þekki notkunar- mynstur sitt því ef notkun þeirra er lítil einn mánuðinn „… þá er verið að greiða mikið fyrir lítið. Má segja að verið sé að greiða fyrir loft.“ Eins og fram hefur komið ítreka fjarskiptafyrirtækin að ástæður fyrir þessum breyttu mælingum á netnotkun felist einungis í auknu gagnsæi, einföldun og sanngirni. En Játvarður hjá Hringdu velti því fyr- ir sér hvort í raun hafi aðrir líklegri þættir verið drifkraftur breyting- anna. Sævar vísar þessu á bug og segir hægt að benda á að fjöldi áskrifenda í sjónvarpi 365 hafi vaxið umtalsvert á liðnum mánuði miðað við sama tíma fyrir rúmu ári. „365 mun ekki taka ákvarðanir sem takmarka möguleika innlendra né erlendra efnisveitna til að ná ár- angri. Ljóst er að hagsmunir 365, sem innlend efnisveita, eru fólgnir í að greiða aðgang fólks að afþreyingu okkar og fer saman með hagsmun- um annarra innlendra efnisveitna.“ Taktu út eigin nettnotkun Ljóst er að netnotkun heimila er jafn mismunandi og þau eru mörg og erfitt að alhæfa um eitthvað eitt sem hentar þeim öllum betur en annað. Áskriftarleiðir og pakkar fjarskipta- fyrirtækja eru oft og tíðum afar ólík- ir hvað varðar hraða, gagnamagn og innifalin fríðindi sem þeim jafnvel fylgja. Það gerir marktækan saman- burð flókinn og jafnvel ómögulegan. Ljóst er að neytendur þurfa að vera meðvitaðir um netnotkun á heimili sínu, skoða tilboð fyrirtækjanna og finna það sem hentar út frá mánað- arlegri notkun. Vera má að reglulegum stórnot- endum henti að greiða fyrir ótak- markað gagnamagn en eins og tölur hinna áðurnefndu fjarskipta- fyrirtækjanna sýna þá virðast þeir í miklum minnihluta. Óvíst er hvort þessum meirihluta henti ótakmark- að magn, nema þá helst af prinsipp- ástæðum. n Hvað ef gagna- magnið klárast? Svona lítur dæmið út hjá fyrirtækjum sem rukka fyrir alla notkun Þegar öll netnotkun, innlend jafnt sem erlend, er mæld þá er ljóst að notendur þurfa meira gagnamagn en áður. Innifalið gagnamagn get- ur því verið fljótt að klárast ef fólk er að sækja sér umfangsmikið efni, sjónvarpsþætti eða heilar bíómyndir í gegnum netið. Skoðum strípuð dæmi, þar sem undanskilin eru öll línu-, stofn- og aukagjöld sem þó telja drjúgt. Mánuðurinn af ljósneti Símans, með allt að 50 mb/s hraða og 150 GB gagnamagni kostar 6.313 krónur. Ef innifalið gagnamagn klárast, bætast 100 GB við samkvæmt verðskrá sem gildir til næstu mánaða- móta. Þetta viðbótarmagn kostar 1.990 krónur. Notandi sem fer með allt að 250 GB á mánuði hjá Símanum getur því vænst þess að greiða 8.303 krónur að lágmarki. Hjá 365 kostar mánuðurinn af Ljóshraða, með allt að 100 mb/s hraða og 20 GB gagnamagni ekki neitt. Þegar og ef það magn klárast er boðið upp á 150 GB til viðbótar á 1.990 krónur. Til að nota sambærilegt magn og í dæminu hjá Símanum þarf viðskiptavinur 365 sem fer með 250 GB á mánuði að greiða fyrir tvo viðbótar gagnamagnspakka, sem gerir notkun upp að 320 GB. Alls 3.980 krónur. Til samanburðar þá býður Hringdu upp á ljósleiðaratengingu með ótakmörkuðu gagnamagni og þremur hraðamöguleikum. 50 mb/s á 5.999 kr., 75 mb/s á 6.999 kr. og 100 mb/s á 7.990 kr. „Síðasta athugun leiddi í ljós að ríflega 75% viðskiptavina Símans nota undir 75 GB á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.