Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Vikublað 3.–5. mars 2015
Mynd ársins 2014 var í DV
Mynd
ársins 2014
Mynd ársins 2014 var jafnframt
valin fréttamynd ársins. Í
umsögn dómnefndar segir að
þessi mynd geti ekki annað en
hreyft við áhorfandanum.
Viðfangsefnið beri traust til
ljósmyndarans svo úr verði
persónuleg túlkun á aðstæðum.
„Maðurinn er veikbyggður og
viðkvæmur en augnaráð hans er
grípandi og sterkt. Tómleikinn í
kringum hann sýnir þann
fábrotna raunveruleika og mikla
óöryggi sem hælisleitendur á
Íslandi búa við. Myndin minnir
okkur á þær áskoranir sem
hælisleitendur mæta í þeim
löndum sem þeir leita til og
hefur myndefnið því einnig
skírskotun til alþjóðlegs
vandamáls.“
Mynd Sigtryggur Ari
Stórbruni í Skeifunni Allt tiltækt slökkvilið barðist við
mikinn eld í húsnæði Fannar og Griffils í Skeifunni í júlí. Húsin brunnu til kaldra
kola og talsverðar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum.
Lærði
þrisvar að
ganga
Jóhann Sigmarsson
kvikmyndagerðar-
maður hefur glímt
við lömun vegna
heilahimnubólgu og
orðið fyrir hættulegri
líkamsárás. Hann
hefur snúið sér að
húsgagnasmíði og
hlotið viðurkenningu
fyrir á hönnunar-
keppni í Mílanó.
Það tekur tíma að fyrirgefa
„Gefið mér svolítinn tíma,“ sagði Yoko Ono þegar hún
var spurð hvers vegna hún legðist gegn því að Mark
Chapman, morðingi Johns Lennon, fengi reynslulausn.
„Sýran krumpar mig ekki“ Bjarni Bernharður
Bjarnason, ljóðskáld og myndlistarmaður, segir frá þyrnum stráðu
lífshlaupi sínu.
Ástfanginn
uppi á fjalli
„Einu sinni var ég ástfanginn uppi á fjalli í
Noregi, en það var enginn með mér – ekkert
viðfang til að taka á móti ástinni. Ég hafði
verið ástfanginn áður og þekkti tilfinninguna
vel. Ég var sko með fiðrildi í maganum.“
Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður.
Hætt kominn Bjartmar Guðlaugsson greindist með
flogaveiki. Eiginkonan, María Helena Haraldsdóttir, kom að honum í
alvarlegu flogakasti og kallaði eftir aðstoð sjúkrabíls. „Þetta gerðist
klukkan sex um morguninn og það var ekki fyrr en þrjú um daginn á
spítalanum á Norðfirði sem hann vaknar. Það fyrsta sem ég spurði hann
var: „Bjartmar, hver er kennitalan þín?“ Ég var svo hrædd um að hann væri
orðinn grænmeti,“ segir hún.
Sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands stendur nú yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru 116 myndir. Ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jó-
hannsson, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins 2014, og einnig verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins 2014 fyrir sömu mynd. DV á sjö myndir á sýningunni.