Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 23
Vikublað 3.–5. mars 2015 Umræða Stjórnmál 23 U ndirliggjandi kann að vera vaxandi togstreita um afnám gjaldeyrishafta og hvaða stefnu beri að fylgja í þeim efnum. Ágreiningurinn nær jafnvel til þess hvort vinna beri að lausn málsins í kyrrþey eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra gaf fyllilega til kynna á Alþingi í gær að hluti kröf- uhafa hefði lagt mikið í sölurnar til að tryggja hagsmuni sína og léti sig hags- muni almennings á Íslandi litlu varða. Hann taldi þess vegna réttlætanlegt að vinna að lausn málsins í kyrrþey og sýna kröfuhöfum ekki á spilin sem nú þegar hafi ráðið her lögfræðinga og al- mannatengla til þess að fylgjast með áformum íslenskra stjórnvalda. Herská afstaða Hópur, sem stendur nálægt Sigmundi Davíð, telur réttlætanlegt að torvelda kröfuhöfum sem mest að taka út eign- ir sínar úr slitabúum föllnu bankanna hvort sem það yrði gert með háum útgönguskatti, sektum eða verulegri hækkun bankaskatta. Hópurinn lítur jafnvel svo á að kröfuhafarnir, sem töpuðu megninu af eignum sínum við fall bankanna, geti sjálfir sér um kennt að hafa gáleysislega lánað ís- lenskum bönkum hundruð og þús- undir milljarða króna á árunum fyrir fall þeirra. Þeir geti ekki komið nú og ógnað íslenskum hagsmunum með því að krefjast þess að fá að leysa til sín í gjaldeyri það sem upp í kröfurn- ar fæst. Réttlætingarnar að baki þessari afstöðu sýnast vera þær að flutning- ur á lögmætum eignum erlendra kröfuhafa úr landi megi aldrei bitna á íslenska þjóðarbúinu og almenn- ingi. Réttast sé að fara gjaldþrotaleið, greiða kröfur út í íslenskum krónum og leyfa hverjum og einum að fást við framhaldið. Unnið á laun Katrín Jakobsdóttir, VG, vísaði á þing- fundi í gær í framsögur um afnám gjaldeyrishafta á fundi í síðustu viku. Athygli hefði vakið hve sammála frummælendur hefðu verið um að almenn sátt yrði að vera um leiðir auk þess sem umræðan yrði að vera gagnsæ. Hún spurði því forsætis- ráðherra hvort launung ætti áfram að ríkja um vinnu stjórnvalda við að afnema höftin. Sigmundur Davíð svaraði af- dráttarlaust að vinna stjórnvalda að afnámi hafta yrði ekki gerð opinber. „Mikilvægt sé að þessi vinna verði ekki gerð opinber fyrr en að hún hef- ur verið kláruð eða komin á það stig að ekki sé hætta á að hún verði á ein- hvern hátt skemmd eða unnið á henni eitthvert það tjón sem myndi gera ís- lenska ríkinu erfiðara fyrir við að leysa úr höftunum á farsælan hátt fyrir allan almenning í landinu.“ Nú er tíminn! Á umræddum fundi stjórnarandstöð- unnar um höftin sagði Sigríður Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri fjár- málastöðugleika hjá Seðlabankanum, aðstæður til afnáms hafta ákjósan- legar. Vextir erlendis væru í lágmarki og vaxtamunur við Ísland verulega jákvæður. Verðbólga væri lítil og hag- vöxtur nokkur. Viðskiptakjör og af- gangur í milliríkjaviðskiptum færi vaxandi, ríkisfjármálin væru í jafnvægi og munur á skráðu gengi krónunnar og aflandsgengi hennar færi minnk- andi. Sigríður og aðrir frummælendur veltu því fyrir sér hvort þeir 300 millj- arðar sem eftir væru í landinu af svo- kallaðri snjóhengju væru ekki „þolin- móðir peningar“ en líkur væru á að um slíkt væri að ræða þar eð „óþol- inmóði hlutinn“ hefði þegar verið leystur út og væri því úr sögunni. „Nú er tíminn,“ sagði Ásgeir Jóns- son hagfræðingur og benti á að ferða- þjónustan hefði snúið viðskiptajöfn- uðinum Íslendingum í hag. Þá væru aðstæður á erlendum fjármálamörk- uðum þjóðinni í hag; vextir væru við núllið og evrópski seðlabankinn væri í þann veginn að hefja seðlaprentun. Seðlabankanum hefði heppnast að ná efnahagslegum stöðugleika og verðbólgumarkmiði sínu. „ Ytri að- stæður verða líklega aldrei betri fyrir afnám hafta en einmitt nú!“ sagði Ás- geir en bætti við að árangurinn ylti á trúverðug leika Íslands á alþjóðavett- vangi. Lánshæfi landsins væri óút- kljáð. Ísland hefði lækkað um níu lánshæfisflokka árið 2008 og hækkun lánshæfis væri forsenda fyrir vaxandi trúverðugleika. Óskýr stefna stjórnvalda Ásgeir gagnrýndi stjórnvöld og sagði fyrirætlanirnar ekki nægjanlega skýr- ar. „Þau nálgast verkefnið um afnám hafta sem einhvers konar leyniáætl- un.“ Hann bætti við að höftin yrðu aldrei afnumin nema með þverpóli- tískri sátt. Ásgeir velti því einnig upp hvort þjóðin vildi raunverulega afnema höft- in því með „lítinn frjálsan gjaldmiðil er ekki hæft að lofa stöðugleika … ör- uggum kaupmætti, lágri verðbólgu og stöðugri greiðslubyrði.“ Hann benti á að höftin gæddu krónuna öryggi sem einkenndi stórgjaldmiðla og fólk væri undir höftunum síður ofurselt gengis- áhættu. Honum þótti umræðan snú- ast um of um fortíðina en „umræðan um framtíðina er ekki enn hafin, hvað þá um lífið án hafta!“ n Sýnir ekki á spilin n Tekist á um gagnsæi eða leynd við afnám hafta n Aðstæður til afnáms verða ekki betri „Ytri aðstæður verða líklega aldrei betri fyrir afnám hafta en einmitt nú! Jóhann Hauksson johannh@dv.is Varúð Sigríður Benediktsdóttir telur aðstæður ákjósanlegar til að aflétta gjald- eyrishöftum. Nú er tíminn Ásgeir Jónsson: „Ytri að- stæður verða líklega aldrei betri fyrir afnám hafta en einmitt nú!“ Leynd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir viðbúnað erlendra kröfuhafa mikinn og þeir hugsi fyrst um sína hagsmuni. Því leynd? Katrín Jakobsdóttir bendir á rök um að þverpólitíska samstöðu þurfi um afnám hafta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.