Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 3.–5. mars 201528 Lífsstíll Greind með mS 22 ára H ilmu kynntist ég fyrir nokkrum árum því hún er vinkona systur minnar. Í mars í fyrra greindist hún með MS, einungis 22 ára gömul. Ég hef fylgst mikið með Hilmu í gegnum hennar ferli þar sem ég dáist að því hversu jákvæð og sterk hún er. Þrátt fyrir þetta mikla áfall hefur hún staðið sig eins og hetja og heldur áfram að takast á við lífið. Enda er það eitt það besta sem hægt er að gera í aðstæðum sem þessum. Hilma er nú á öðru ári í hjúkr- unarfræði og hefur sinnt því og náð öllum prófum með glæsibrag. Eitt af áhugamálum Hilmu er líkams- rækt og kom hún í þjálfun til okk- ar í nokkra mánuði til að halda sér við efnið og vinna sig upp eftir slæm köst. Vegna veikindanna hefur hún þurft að hagræða ýmsu eins og t.d. mataræðinu, hreyfingu og öðru. Hilma stóð sig hins vegar virkilega vel á því sviði og fannst mér alveg ótrúlegt hvað hún var samviskusöm og dugleg hvað það varðar. Ég átti nokkur orð við Hilmu sem geta vonandi hvatt aðra til að horfa fram á veginn með jákvæðu hugar- fari. Grínaðist með MS Hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú greindist? „Þegar ég greindist þá kom það mér einhvern veginn ekki á óvart. Það var langur aðdragandi að grein- ingunni. Ég byrjaði að finna fyrir einkennum fyrsta kastsins í byrjun febrúar 2014. Ég vissi alltaf að eitt- hvað var að, en heimilislæknirinn minn sagði að þetta væri líklegast bara veirusýking. Fyrsta einkennið var jafnvægisleysi. Ég man þegar ég var í skólanum að sækja mér vatns- glas og gat ekki gengið beint og sull- aði alltaf úr glasinu. Ég sagði í gríni við skólasystur mínar að ég væri örugglega bara með MS, því við vorum nýbúnar að læra um sjúkdóminn. Þannig að þegar ég svo greindist að lokum var undirmeðvitundin búin að búa sig undir þessar fréttir.“ Hvernig ferðu að því að vera svona sterk og jákvæð í gegnum sjúkdóm- inn? „Það er mjög einstaklingsbund- ið hvernig fólk tekur svona frétt- um. Það fyrsta sem ég vildi gera við greiningu var að fræðast betur um MS. Ég las að fólk færi í gegnum sorgarferli eftir greiningu sem gæti varað í marga mánuði. Mér brá svo- lítið og fór að hugsa hvernig fram- tíðin yrði. Ég reyndi að sjá allt það jákvæða, og það gaf mér mikla von hversu mikið þessi sjúkdómur er rannsakaður og hve miklar framfar- ir eru í lyfjamálum. Ég hugsaði að á endanum hlyti að finnast lækn- ing við MS. Einnig var ég mjög fegin að hafa ekki greinst með alvaralegri sjúkdóm. Annað kastið fékk ég svo í byrj- un apríl. Þá hafði ég misst mikið úr skólanum og lítið lært frá miðj- um febrúar. Það olli mér miklum kvíða gagnvart lokaprófunum sem byrjuðu í lok apríl og ég átti erfitt með að einbeita mér. Það hvarflaði að mér að sleppa því að taka próf- in og taka mér hlé frá skólanum. Ég ákvað hins vegar að gefast ekki upp, í versta falli næði ég ekki í prófun- um. Einkunnirnar fóru fram úr mín- um björtustu vonum og það hvatti mig til horfa bjartari augum á fram- tíðina.“ Heppin að eiga góða að Hefur þig eitthvern tímann langað til að gefast upp? „Mér líður stundum illa og ég er ekki alltaf jákvæð og sterk enda tekur þetta mjög á andlegu hliðina. Það er t.d. mjög erfitt þegar maður finnur fyrir taugaverkjum eða mik- illi þreytu. En ég er heppin að eiga góða að sem ég get talað við. Til að mynda er kærastinn minn, Aron, alltaf til staðar og hvetur mig áfram. Þess vegna staldrar þessi vanlíðan aldrei lengi við. Ég held að það sé afar slæmt að loka sig af með hugs- unum sínum, enda líður mér alltaf betur eftir að hafa talað um hlutina. Ég finn oftast fyrir kvíða út af skól- anum en þá minnir Aron mig á að skólinn sé ekki það mikilvægasta í lífinu, heldur heilsan.“ Hvað gerir þú til að hvetja þig áfram? „Sjúkdómurinn hvetur mig áfram. Ég fór að lesa hvað ég gæti sjálf gert til að sporna við sjúkdóm- inum og lifa betra lífi. Ég tók til í mataræðinu samkvæmt þeim ráð- leggingum sem ég fann og hætti að borða mjólkurvörur og dró úr hveiti- og sykurnotkun. Í staðinn fór ég að borða mikið af hreinum, fersk- um og óunnum mat. Ég hef alltaf verið dugleg að stunda líkamsrækt og hélt því áfram. Ég skráði mig svo í þjálfun hjá Betri árangri í fyrra sem kenndi mér mikið. Í framhaldinu sá ég líka hvað bætt mataræði gerði mér gott.“ Bjartsýn á framtíðina Er eitthvað sem þig langar til að segja við aðra í svipuðum aðstæðum? „Það sem hefur reynst mér mjög vel er að tala við fólk í sömu aðstæð- um. Það skilja fáir í kringum mig hvað ég er að ganga í gegnum og þá er gott að geta talað við fólk sem gengur í gegnum það sama. Ég er í hóp á Facebook með fólki sem er með MS. Þar talar fólk um allt sem tengist sjúkdóminum. Fyrir mig var svo mikilvægast að læra að setja sjálfa mig í fyrsta sæti og að geta sagt nei. Slíkar aðstæður bjuggu til óþarfa stress og vanlíðan sem ég þarf að forðast. Ég er enn- þá að læra að segja nei, en ég fann fyrir miklum létti þegar ég fór að setja sjálfa mig í fyrsta sæti. Það er líka mikilvægt að draga úr álagi og streitu. Einkennin aukast í kringum prófin en ég tek á því með því að taka sjúkrapróf og gera þetta á mín- um hraða. Mér líður best þegar ég fer í ræktina og borða hollt. Ég mæli með að fólk finn sér hreyfingu við hæfi og gefi sér tíma úr deginum fyrir hana. Göngutúr hreinsar hug- ann og gerir sálinni gott.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég er mjög bjartsýn á framtíð- ina því mér gengur vel í skólanum og svo byrjaði ég á nýju lyfi í janú- ar sem er það besta á markaðnum. Það fyrirbyggir köst allt að 70%. Ég fékk fimm köst í fyrra og ætla að leyfa mér að halda í þá von með já- kvæðu hugarfari að árið 2015 verði kastalaust.“ n Þangað til næst Ale ræktardurgur. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Jákvætt hugarfar „You can't have a postitive life, with a negative mind“. Þessi tilvitnun er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem hún kenndi mér nákvæmlega það sem hún stendur fyrir. Hana lét ég prenta út til þess að líma á vegginn í herberginu mínu við rúmið. Hún er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana og það síðasta sem ég sé þegar ég fer að sofa. Virki- lega góð áminning inn í daginn. Það er einmitt sagt að ein jákvæð hugsun um morguninn leggi grunninn að deginum. Hér áður fyrr var ég frekar nei- kvæð manneskja og lífið sam- kvæmt því. Eftir að ég tamdi mér jákvætt hugarfar og að sjá það jákvæða í öllu, hefur lífið svo sannarlega breyst til hins betra. Þess vegna finnst mér einstaklega gaman að kenna öðrum að bæta hugarfarið, því ég veit hversu gott það er fyrir sálina. Það geri ég í gegnum þá samskiptamiðla sem ég held utan um og þjálfunina. Ef ég tengi svo jákvætt hugarfar við árangur og þær sem eru í þjálfun hjá okkur, þá ná einmitt þær sem senda jákvæðasta póstinn hvað mestum árangri. Lífið hefur upp á svo ótrúlega margt að bjóða að það er synd að eyða því í neikvæðar hugsanir sem koma manni lítið áleiðis í lífinu. Að sjálfsögðu er einung- is mannlegt að fara aðeins út af af sporinu endrum og eins, enda stöðug vinna. Það er mikil- vægt að dvelja ekki lengi í slíkum hugsunum heldur standa aftur upp og horfa fram á við með já- kvætt hugarfar að vopni. Hilma Ýr Davíðsdóttir tekst á við sjúkdóminn með jákvæðu hugarfari Pollýanna Þegar ég var yngri var ég mikill lestrar- hestur og las hverja barna- og unglingabókina á fætur annarri. Mér þótti einstaklega vænt um bókina sem ég átti um hana Pollýönnu. Hana gaf amma mín sál- ug móður minni þegar hún var lítil og fékk ég hana því frá mömmu. Pollýanna var ein af þessum bók- um sem ég las oftar en einu sinni, þar sem persónan sem hún fjallaði um heillaði mig svo mikið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég var búin að gleyma hvernig sagan um Pollýönnu er. Katrín sem ég vinn með kallar mig svo oft Pollýönnu að það vakti áhuga minn á að lesa hana aftur. Þegar ég sótti hana til mömmu var textinn á bókarkáp- unni, „Sagan af stelpunni sem kom öllum í gott skap“, það fyrsta sem ég rak augun í og það gladdi hjartað mitt. Eftir lesturinn hef ég komist að því að þrátt fyrir að þetta sé barna- bók þá er boðskapurinn virkilega góður og á vel við enn þann dag í dag. Pollýanna er því góð áminn- ing og hvatning fyrir aðra. Það er alveg magnað hvað þessi litla stelpa sér það jákvæða í öllum að- stæðum og því margir sem gætu lært af henni. Mæli með henni til lestrar, sama hvort þú hefur lesið hana áður eða átt það eftir. „Mér líður stundum illa og ég er ekki alltaf jákvæð og sterk enda tekur þetta mjög á andlegu hliðina. Lyfjagjöf Hilma fær lyf sem dregur úr köstunum. Í fyrra fékk hún fimm köst en vonar að árið 2015 verði kastalaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.