Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 3.–5. mars 201526 Sport LAGERSALA 80% „Heilsteyptur og sterkur“ Kristján Guðmundsson segir að Alfreð þurfi að hlusta á sjálfan sig „Ég tel að þjálfaraskiptin hafi haft mest að segja um hans stöðu hjá félaginu. Ég þekki Alfreð ekki öðru- vísi en sem mjög heilsteyptan og sterkan karakter og ég treysti hon- um best til að vinna úr sinni stöðu. Hann þarf að hlusta á sjálfan sig en ekki ráðgjafana,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík- ur, um stöðu Alfreðs hjá Real Sociedad. Kristján segir að vissulega hafi verið pressa á Alfreð eftir gott gengi hjá Heerenveen í Hollandi og spænska deildin sé mikið sterk- ari en sú hollenska. Kristján segist hafa trú á því að forsvarsmenn Real Sociedad kaupi aðra týpu af fram- herja en Alfreð næsta sumar. „Ef hann spilar lítið og ef stjórinn seg- ir að hann muni spila lítið á næsta tímabili þá held ég að hann færi sig. Hann er góður knattspyrnumaður sem á að spila. Hann er örugglega að horfa á landsliðssæti og þá veit hann að hann þarf að spila meira en hann hefur gert. Þetta fyrsta ár hans á Spáni er örugglega mjög lærdómsríkt fyrir hann og spurn- ingin er hvort hann þurfi þetta ár til að aðlagast boltanum.“ Alfreð er í erfiðri stöðu hjá Sociedad n 483 mínútur á milli marka n Ekki byrjað leik síðan 7. janúar Í hnotskurn Alfreð hefur spilað 977 mínútur á tímabilinu Í heildina hefur hann skorað tvö mörk 488 mínútur líða á milli marka hjá landsliðsmanninum Hjá Heerenveen liðu að meðaltali 97 mínútur milli marka Alfreð var síðast í byrjunarliði Sociedad þann 7. janúar E ftir að hafa verið markahæsti leikmaður hollensku úr- valsdeildarinnar í fyrra hef- ur gengið ekki verið jafn gott hjá landsliðsmanninum Al- freð Finnbogasyni á yfirstandandi tímabili. Alfreð skoraði 31 mark í 35 leikjum með Heerenveen á síð- ustu leiktíð og svo fór að spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad festi kaup á honum síðastliðið sum- ar. Alfreð hefur enn ekki skorað í spænsku úrvalsdeildinni og komu einu tvö mörk hans á tímabilinu í bikarleik þann 17. desember síð- astliðinn gegn C-deildarliðinu Real Oviedo. 483 mínútur milli marka Þegar á heildina er litið hefur Al- freð leikið 581 mínútu í spænsku deildinni. Fjórum sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu en fjórt- án sinnum komið inn á sem vara- maður. Í heildina hefur hann því komið við sögu í átján deildar- leikjum af tuttugu og fimm. Í bik- arkeppninni spilaði Alfreð sam- anlagt 248 mínútur, hann byrjaði þrjá leiki og kom einu sinni inn á sem varamaður. Þátttaka Sociedad í Evrópudeildinni var stutt en liðið tapaði í umspili fyrir riðlakeppnina gegn Krasnodar frá Rússlandi. Allt í allt spilaði Alfreð 148 mínútur í Evrópudeildinni. Samanlagt hefur Alfreð því spilað 977 mínútur með Sociedad á tímabilinu sem jafngild- ir tæplega ellefu heilum leikjum. Á þessum 977 mínútum hefur Alfreð skorað tvö mörk og líða því að með- altali 488 mínútur milli marka hjá honum. Í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð liðu að meðaltali 97 mínútur milli marka hjá Alfreð. Meiddur til að byrja með Alfreð lenti í slæmum meiðslum á undirbúningstímabilinu með Sociedad þegar hann fór úr axlar- lið, en þá var hann tiltölulega ný- búinn að jafna sig á hnémeiðslum. Axlarmeiðslin hjálpuðu Alfreð ekki í baráttu um sæti í liði Sociedad því hann spilaði ekki sinn fyrsta mótsleik fyrir félagið fyrr en 24. september. Tæpur mánuður leið áður en Alfreð lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í spænsku deildinni, en það var í leik þann 20. október gegn Getafe. Stjórinn rekinn Á þessum tímapunkti virtist Alfreð vera farinn að vinna sér inn traust þjálfarans, Jagoba Arrasate, því hann var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik þar á eftir. Í byrjun nóvember fékk Arrasate hins vegar sparkið frá forsvarsmönnum Sociedad enda liðið aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Við starfi hans tók David Moyes, fyrr- verandi stjóri Manchester United og Everton, en tilkynnt var um ráðn- ingu hans þann 11. nóvember. Til að byrja með fékk Alfreð tækifæri í byrjunarliði Sociedad undir stjórn Moyes, eða fimm sinnum í fyrstu níu leikjunum. Í síðustu níu leikjum hef- ur Alfreð þó ávallt komið inn á sem varamaður, yfirleitt undir lok leikja, og var hann síðast í byrjunarliðinu gegn Villareal í deildinni þann 7. janúar. Hvort Alfreð sé kominn á endastöð hjá félaginu skal ósagt látið en fá tækifæri að undanförnu hljóta að vera áhyggjuefni fyrir ís- lenska landsliðið og Alfreð sjálfan. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Hann þarf að hlusta á sjálfan sig en ekki ráðgjafana. Fá tækifæri Eftir að hafa spilað nokkuð mikið eftir að Moyes tók við Sociedad hefur tækifærunum farið fækkandi hjá Alfreð. Spilar lítið Alfreð var síðast í byrjunarliði Real Sociedad þann 9. janúar síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.