Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 38
Vikublað 3.–5. mars 201538 Fólk Fetar í fótspor föður síns Dóttir söngvarans og einkaþjálf- arans Alexanders Arons fet- aði í fótspor föður síns þegar hún tók þátt í Ísland got talent um helgina. Elísabet Birta Alexanders dóttir, 15 ára, tók lagið A-Team eftir Ed Sheeran og fékk fullt hús stiga frá dómurunum. Í salnum sást stoltur faðir sem þekkir líklega best þá rússí- banareið sem bíður Elísabetu en Alexander Aron söng sjálfur frumsamið lag í fyrra þegar hann tók þátt í keppninni. Hann vakti einnig athygli þegar hann tók þátt í Idol-stjörnuleit á sínum tíma. Á nagla- dekkjum með skíðahjálm Athafnamaðurinn og forstöðu- maður Höfuðborgarstofu, Einar Bárðarson, er hjólagarpur mikill. Þrátt fyrir erfiðan vetur hefur Ein- ar tekið fram hjólið enda líkam- inn fljótur að hitna í átökunum. Á Facebook-síðu sinni tekur Einar fram að nauðsynlegur bún- aður við svona skilyrði sé skíða- hjálmur og nagladekk enda sé þetta í fyrsta skiptið sem hann hafi hjólað á „vatni“. Á myndinni sést svo ísilögð Tjörnin í baksýn. É g var, sem krakki, á skíðum mér til gamans. Svo færði ég mig yfir á bretti um tíma en þegar „free ski“ fór að blómstra fór ég aftur yfir og hef verið að fikra mig áfram í þeirri íþrótt síðan,“ segir Jónas Stefáns- son, einn þeirra sem keppa fyr- ir Íslands hönd á Iceland Wint- er Games sem fram fer á Akureyri þann 6.–14. mars næstkomandi. Æfir lítið Í ár er Iceland Winter Games flokk- að sem gullmót sem þýðir meðal annars að mótið mun laða að sér fleiri erlenda keppendur auk þess sem verðlaunaféð hefur hækkað umtalsvert en Jónas mun keppa um þrjár milljónir. Þrátt fyrir það tekur hann komandi keppni með stóískri ró. „Maður mætir ekkert á æfingar í þessu sporti heldur gerir þetta bara sjálfur. Í fyrra áttum við ekki séns í útlendingana en maður er meira með í þessu fyrir upplifun- ina. Það er ákveðin reynsla að fá að skíða með þessum köppum. Hins vegar er maður frekar smár í sam- anburði við þá.“ Hugrekki nauðsynlegt Keppendur í free ski eru á öllum aldri og margir í yngri kantinum, en Jónas er 26 ára. „Ætli ég sé ekki bara gamli maðurinn í hópnum. Annars voru nokkrir útlendingar eldri en ég í fyrra. Það eru margir ungir strákar í þessu. Samt vantar fleiri krakka í þetta sport, bæði stráka og stelpur.“ Aðspurður hvað þurfi til að ná árangri í free ski nefnir hann liðleika. „Það þarf að hafa ýmis- legt. Það er gott að vera liðugur og með gott jafnvægi og svo þarf líka að hafa ákveðið þor til að prófa nýja hluti. Ætli þetta sé ekki blanda af mörgu, eins og í öðrum íþróttum.“ Á Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum en að sögn Jónasar er oft ákveðinn ríg- ur á milli brettakrakka og skíða- krakka. „Ég held samt að þessi ríg- ur fari alltaf minnkandi. Sjálfur stunda ég líka snjóbrettasport svo ég er í báðum heimum. Ég verð bara að lifa einhvers staðar í miðj- um rígnum.“ n „Gamli maður- inn í sportinu“ Jónas Stefánsson keppir á Iceland Winter Games Vetraríþróttagarpur Jónas keppir á skíðum og snjósleðum og stundar einnig snjóbrettasport. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Maður mætir ekkert á æfingar í þessu sporti heldur gerir þetta bara sjálfur. Free ski Íþróttin snýst um að stökkva af pöllum og renna sér á handriðum. „Selfie“ í anda Kim Kardashian Kíktu á heimasíðu ísdrottningarinnar Í sdrottningin okkar Ásdís Rán Gunnarsdóttir kynnir nýju heimasíð- una sína með „selfie“ í anda Kim Kardashian, en Kim birti fyrir helgi sjálfsmynd þar sem hún þakkaði aðdáendum sínum á Instagram, en fylgjend- ur hennar þar eru orðnir 27 milljónir. Ásdís Rán gerir hið sama og þakkar aðdáendum sín- um kærlega fyrir heimsóknina á heimasíðu hennar með sjálfsmynd. Í samtali við DV sagði Ásdís Rán að á heima- síðunni yrði boðið upp á fegrunarráð, frétt- ir, heilsupistla, víd- eó og síðast en ekki síst myndir úr daglegu lífi ásamt eldheitum „sel- fie“-myndum í anda Hollywood. Ásdís Rán er líka á Facebook ef fólk vill fylgjast með. n ragna@dv.is Ásdís Rán Þakkar aðdáendum sínum fyrir heimsókn á heimasíðu sína. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir Mynd ERIk MEIJER Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.