Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 3.–5. mars 201524 Neytendur Að mæla eða mæla ekki gagnamagn Í fljótu bragði verður að teljast lík­ legra að minnkandi tekjur af áskriftarsjónvarpi, verulega aukin samkeppni við erlendar efnis­ veitur, hlutfallslega minnkandi notkun á erlendu gagnamagni og tækifæri til að fá inn tekjur af upp­ hali séu helsti drifkraftur þessara breytinga. Frekar en að neytendur skilji ekki netnotkun sína,“ segir Ját­ varður J. Ingvarsson, forstjóri fjar­ skiptafyrirtækisins Hringdu. Hann skrifaði grein sem birtist á vef Kjarn­ ans á dögunum þar sem hann velti fyrir sér þeirri ákvörðun tiltekinna fjarskiptafyrirtækja að mæla alla net­ umferð viðskiptavina sinna. Hann gefur lítið fyrir þær skýringar sem fyrirtækin hafa gefið fyrir þessum ákvörðunum sínum. En hvað hentar neytendum og hversu mikið gagna­ magn þarf hinn hefðbundni not­ andi? DV rýndi í frumskóginn sem er íslenski fjarskiptamarkaðurinn og leitaði svara hjá fyrirtækjunum sem á er deilt. Síminn vildi auka gagnsæi Í júní í fyrra reið Síminn á vaðið og hóf að mæla alla netnotkun við­ skiptavina sinna en í því felst að rukka fyrir innlenda netnotkun sem og allt upp­ og niðurhal. Áður hafði aðeins verið talið og rukkað fyrir er­ lent gagnamagn. Síminn bar því við að með þessu væri verið að auka gagnsæi og koma í veg fyrir netnot­ endum væri mismunað eftir því hvar þeir eru og hvert þeir sæki efnið sitt. Samhliða þessu stækkaði Síminn gagnamagnspakka sína til að koma til móts við þessa breytingu. 365 vildi einfalda fyrir notendur Þann 1. febrúar síðastliðinn hóf 365 að gera slíkt hið sama. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði í sam­ tali við DV af því tilefni að þetta væri gert til að auðvelda viðskiptavin­ um að skilja netnotkun sína og til að bregðast við samkeppni á markaði. Þá hafði hann á orði að viðskipta­ vinir 365 hafi kallað eftir þessum breytingum. Fyrir þessa stefnubreytingu á ís­ lenskum fjarskiptamarkaði þá voru helstu rökin fyrir því að rukka aðeins niðurhal frá útlöndum sú að gagna­ samband um sæstreng við útlönd væri aðkeypt og kostnaðarsamt. Ját­ varður segir að þegar fyrirtæki á borð við Símann og 365 fóru að rukka fyrir alla notkun, virðist sem þau rök hafi skyndilega ekki átt við. Hringdu, sem Játvarður er í forsvari fyrir og er í samkeppni við áðurnefnd fyrirtæki, býður upp á t.d. ljósleiðaratengingu með ótak­ markað upphal og innlent niðurhal í 10, 50 og 100 GB gagnapökkum en þar að auki þrjár leiðir sem fela í sér ótakmarkað gagnamagn, óháð upp­ runa en þar sem takmarkanir eru á hraða. Nettengt Ísland Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands teljast 97 prósent Íslendinga nú til reglulegra netnotenda. Þetta er hæsta hlutfall netnotenda í Evrópu þar sem meðaltal reglulegra notenda í löndum ESB er 75 prósent. Leiðir Játvarður að því líkur að á næstu árum muni netnotkun aukast enn frekar enda mikið af þjónustu og af­ þreyingu að færast á netið. Þetta gæti leitt til aukins kostnaðar fyrir not­ endur í gegnum gagnanotkun. Sjónvarpsvenjur Íslendinga eru að breytast. Áhorf á sjónvarpsstöðv­ ar hefur dregist saman um 38 pró­ sent frá 2008 samkvæmt mælingum Capacent og hátt í 20 þúsund heim­ ili eru með aðgang að efnisveitunni Netflix. Játvarður segir línulega dag­ skrá vera á undanhaldi og að fólk vilji stjórna sinni eigin dagskrá. Bendir hann á að Skjárinn, systurfélag Sím­ ans, hafi meðal annarra í takt við þessar breytingar rekið efnisveituna SkjárBíó sem býður fólki að leigja sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Ákveðin afturför Hann telur að aukin samkeppni frá efnisveitum á borð við Netflix og Google Play Movies geti komið niður á tekjum innlendra aðila. „Þá er einnig líklegt að töluverður hluti af því efni sem þessar erlendu efnisveitur bjóða upp á verði spegl­ að (vistað innanlands) á innlenda þjóna til að minnka álag á samband við útlönd og auka gæði til notenda. Þegar sótt eru gögn sem búið er að spegla telst það innlend notkun. Þegar notkunin er innlend er hún ekki mæld, þ.e. hún dregst ekki af inniföldu gagnamagni áskriftarleið­ ar, þar til núna.“ Þá sé einnig farið að telja upphal, þ.e. gögn sem notend­ ur senda frá sér. Stöðuuppfærslur á Facebook, Instagram­myndir og Snapchat­skilaboð eru allt dæmi um gögn sem notendur senda frá sér og eru nú talin. Játvarður viðurkennir að vissu­ lega séu dæmi um það erlendis að fjarskiptafyrirtæki mæli alla netum­ ferð. Algengara sé þó að erlend fyrir­ tæki selji hraða, ekki gagnamagn. Slíkt tíðkist til að mynda á öllum hinum Norðurlöndunum og helstu ríkjum Vestur­Evrópu. Með mæl­ ingu á gagnamagni sé því ekki verið að fylgja fordæmi grannríkja okkar heldur í raun um ákveðna afturför að ræða. Og hann spyr sig: „Eru neytendur færir um að að­ greina efnið sem þeir sækja eða þarf að hafa vit fyrir þeim á þann hátt að rukka þá sérstaklega fyrir allt efni svo þeir ruglist ekki? Önnur fær leið er sú að bjóða neytendum að rukka þá ein­ faldlega alls ekki háð uppruna efnis eða gagnamagni, heldur aðeins um flatt gjald fyrir ótakmarkað aðgengi.“ En þarf meðalnotandinn virki­ lega ótakmarkað gagnamagn, eða er þetta spurning um prinsipp? DV leitaði svara hjá Símanum og 365 þar sem virðist sem meirihluti við­ skiptavina noti umtalsvert minna en margan gæti grunað, þrátt fyrir að nú sé öll umferð mæld. 75% nota minna en 75 GB Gunnhildur Arna Gunnarsdótt­ ir, upplýsingafulltrúi Símans, seg­ ir reynsluna af breyttri netmælingu góða. Áskriftarpakkar hafi verið stækkaðir margfalt til að mæta nýrri mælingu og ítrekar hún að mælingin sé gagnsærri og sanngjarnari fyrir neytendur. „Ástæðan er sú að fæstir geta séð hvar vefsíður eru vistaðar og þá hvort þær teljast til innlends eða erlends gagnamagns. Engar reglur eru um hvað skuli flokka til erlends gagna­ magns og fyrirtækin hafa svigrúm til að skilgreina það með ólíkum hætti. Þannig getur Youtube­umferð verið spegluð á innlenda netþjóna hjá ein­ um en ekki öðrum og jafnvel talist er­ lent niðurhal hjá einum en öðrum ekki. Neytandinn hefur enga yfirsýn yfir hvort hann er á erlendu niðurhali eða ekki. Þetta eru meginástæður þess að Síminn tók upp nýja mælingu.“ Gunnhildur segir að Síminn telji að besta leiðin fyrir viðskiptavini sé að í boði séu misstórar leiðir sem henta mismunandi notkun. Með því móti greiði hver fyrir sína notkun en ekki hið venjulega heimili fyrir of­ urnotendur sem nota jafnvel terabæt (TB) eða meira. „Síðasta athugun leiddi í ljós að ríflega 75% viðskiptavina Símans nota undir 75 GB á mánuði. Eins og n Er flatt gjald og ótakmarkað gagnamagn hagstæðara? n Skilur þú netnotkun þína? n 75% nota minna en 75 GB hjá Símanum n 90% nota 170 GB eða minna hjá 365 Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Þá er verið að greiða mikið fyrir lítið. Má segja að verið sé að greiða fyrir loft. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Upplýsingafulltrúi Símans segir 75% viðskiptavina fyrirtækisins nota 75 GB eða minna af gagnamagni á mánuði. Sævar Freyr Þráinsson Forstjóri 365 segir 90% viðskiptavina þeirra nota 170 GB eða minna af gagnamagni á mánuði. Selur hraða ekki gagnamagn Játvarður J. Ingvarsson, forstjóri Hringdu, opnaði á umræðuna um hvort væri hagstæðara fyrir neytendur, að kaupa hraða eða gagnamagn þegar kemur að netþjónustu. Hann gefur lítið fyrir skýringar Símans og 365 á því hvers vegna fyrirtækin hófu að mæla allt gagnamagn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.