Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 31
Menning 31Vikublað 3.–5. mars 2015 Í iðnaðarhúsnæði í nágrenni við Hlemm er starfrækt líkamsræktar stöðin Steve Gym. Þetta er engin venjuleg lík- amstræktarstöð því að í þessari spartísku og subbulegu litlu holu hefur mótast einstakt samfélag „furðufugla og lyftingamanna“, (til að vitna í eina sögupersónuna), sem æfa undir dyggri stjórn þjálfarans og eilífðarafreksmannsins Stefáns Hall- grímssonar. Í heimildarmyndinni Hrikalegir fylgjumst við með kraflyft- ingakempum og karakterum af jaðri samfélagsins – hjá Steve hanga tón- listarmenn og eldri borgarar, fyrrver- andi fangar og geðdeildarsjúklingar – í leik og starfi, og síðast en ekki síst keppni ( við sjálfa sig og aðra). Skrautlegt persónugallerí Hrikalegir er frumraun Hauks Valdi- mars Pálssonar í leikstjórastólnum en hann hefur áður meðal annars starfað sem klippari og tökumaður við gerð heimildarmynda. Tökur á myndinni hófust árið 2009 og stóðu yfir í fimm ár. Við þetta skeytir Hauk- ur eldra myndefni frá 35 ára sögu stöðvarinnar og heimildum úr sjón- varpi og blaðaljósmyndum undir testósterónfylltri tónlist hljómsveit- anna Retrön og Legend. Þó að kvikmyndagerðarmaðurinn sé ávarpaður nokkrum sinnum og augljóst að nærvera hans hefur áhrif á viðföngin – sem hnykla vöðva fyrir myndavélina og spjalla við hana um hvað sé þess virði að mynda – fá áhorfendur að mestu leyti að vera fluga á vegg í stöðinni. Við kynnumst stemningunni í Steve Gym og á stór- mótum heima og erlendis. Karakter- arnir eru hver öðrum skemmtilegri. Helsta aðalpersóna myndarinnar er Kári „köttur“ Elísson, um það bil sex- tugur afreksmaður og (að eigin sögn) heimsmetaperri. Hann hefur æft hjá Steve, hlédrægu þjálfaratýpunni, nánast allan sinn rúmlega 40 ára fer- il. Meðal annarra sem sækja stöðina og leika stórt hlutverk í myndinni eru Bjarki hriki, Hörður ölli vinur, spritt- lampinn Nonni, Sigurjón sjálfur og Benni tarfur – jötunninn með barns- andlitið, sem hefur lyft 460 kílóum í réttstöðulyftu – meira en nokkur annar í heiminum. Hrikalega fyndin Húmorinn er gegnumgangandi – kómískar aðstæður, drepfyndnir karakterar og skemmtileg tilsvör – og fer manni mjög fljótt að þykja vænt um þessa elskulegu karla. Að einhverju leyti er maður hvattur til að hlæja að einföldu vöðvabúntun- um (til dæmis þegar þeir reyna að reikna út hvaða þyngd eigi að bæta á stöngina), en fyrst og fremst hlær maður með þeim. Þetta er menn sem maður myndi líklega sveigja vel framhjá ef maður mætti þeim í myrku húsasundi, oft á tíðum týnd- ir karlmenn sem hafa þó fundið sinn stað í lífinu hjá Steve. Þarna komast þeir frá skilningsleysi almennings- álitsins og fordómum samfélags- ins, þarna fá þeir að einbeita sér og verða góðir í einu: að verða hrikalega stórir og hrikalega sterkir. Stemn- ingin í gym-inu er létt og hvetj- andi en einstaka sinnum sér maður bregða fyrir viðkvæmni í gegnum karlmennskufrontinn. Það er nóg til að ýta undir þann grun manns, að á bak við hrikalega vöðvana liggi oft sorglegar sögur; félagsleg útskúfun, slys, fíkn og veikindi. Siðferðisleg óvissa Stundum læðist að manni sá grun- ur að Haukur fegri viðfangsefnið um of því hann ögrar ekki heimsmynd kraftakarlanna með spurningum. Hins vegar er örlitlum efasemda- fræjum sáð í örstuttum senum sem kveikja áleitnar spurningar. Tveimur spurningum er fleygt upp í loftið en þær aldrei gripnar eða farið lengra með þær: steranotkun og heilsufars- legar afleiðingar íþróttarinnar eru aldrei ræddar. Aðeins í gamalli upp- töku af viðtali Eiríks Jónssonar við Kára kött eru sterar nefndir. Þar kem- ur Eiríkur hins vegar út eins og yfir- lætisfullur hrokagikkur á meðan kisi víkur sér fimlega undan spurningum um lyfjanotkun. Hitt atriðið er sýnu alvarlegra. Snemma í myndinni eru tveir með- limir í kraftlyftingastöðinni fengnir til að ógna og henda út sýrlenskum hælisleitanda sem hefur hreiðrað um sig á heimili vinkonu þeirra. Það að atriðið sé gert fyndið gerir það eig- inlega enn þá óþægilegra. Eru þetta þá fordómafullir ofbeldismenn og fantar? Er Haukur Valdimar virkilega að sýna okkur allt? Slíkum spurn- ingum er ekki svarað heldur hanga í loftinu og skapa þannig annað og dýpra lag fyrir neðan myndirnar á skjánum. Með þessu opnast ný og ótrúlega áhugaverð vídd, siðferðis- leg óvissa sem liggur undir og mótar upplifun manns í kjölfarið. Hrikalegir er hrikalega fyndin mynd og gefur manni áhugaverða innsýn inn í einstakt persónugallerí og jaðarmenningarkima sem er flestum fjarlægur. Hún kynnir mann fyrir kostulegum karakterum og mögnuðum lífsháttum hrikalegra kraftajötna. n Hrikalega hrika- leg heljarmenni Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Kvikmynd Hrikalegir Leikstjórn, myndataka og klipping: Haukur Valdimar Pálsson Aðalhlutverk: Kári „Köttur“ Elísson, Benedikt Magnússon, Stefán Hallgrímsson Tónlist: Legend og Retrön Hljóðvinnsla: Guðmundur Ingi Þorvaldsson „Hrikalegir er hrikalega fyndin mynd og gefur manni áhugaverða innsýn inn í einstakt persónugallerí og jaðarmenningarkima sem er flestum fjarlægur. Hrikalegir Freddi fighter, Kári köttur og Baldvin bekkur eru meðal þeirra sem venja komur sínar í lyftingastöðina og félags- miðstöðina Steve Gym. U m síðustu helgi veitti Blaða- ljósmyndarafélag Íslands verðlaun fyrir ljósmynd- ir ársins og eru myndirnar nú til sýnis í Gerðubergi. Í ádrepu sem birtist í sýningarbæklingnum gagnrýnir formaður dómnefndar- innar, Søren Pagter, yfirkennari ljósmyndadeildar danska blaða- mannaskólans, íslenska blaðaljós- myndun harðlega. „Of margar myndanna vant- ar sjónræn áhrif, eitthvað óvænt og hugrekki frá ljósmyndaran- um – hugrekki til að taka stjórn á sögunni,“ skrifar Pagter með- al annars. „Flestar myndirnar sýna bara nákvæmlega það sem var að gerast fyrir framan myndavélina en mjög fáir ljósmyndaranna nota tungumál ljósmyndarinnar til að segja einstaka persónulega sögu – sögu sem gæti aðeins verið sögð af nákvæmlega þessum ljósmyndara.“ Í fyrsta lagi segir hann að við dómnefndarvinnuna hafi hann fengið á tilfinninguna að íslensk- ir fréttaljósmyndarar mættu ein- faldlega á staðinn, lyftu vélinni og smelltu af án þess að reyna að skapa eða sjá einstaka mynd í aðstæðun- um. Þannig segir hann ljósmyndar- ana oft nota myndir af hreyfingu eða athöfnum til að fanga augna- blik, en leggi of lítið upp úr mynd- byggingunni – oft sé bakgrunnurinn óreiðukenndur og vinni ekki með restinni af myndinni. Þetta segir hann að hluta til byggjast á röngu vali á linsum, en að hans mati voru of margar myndanna í keppninni teknar með tele- eða wide-angle- linsum. Í öðru lagi gagnrýnir Pagter að í flokknum „daglegt líf“ séu að mestu leyti myndir af hátíðum og opin- berum viðburðum en ekki raun- verulega daglegu lífi: „Það voru mjög fáar myndir innan af heimil- um fólks – þrátt fyrir að það sé þar sem við lifum okkar daglega lífi.“ Að lokum segir Pagter að í flokki por- trettmynda líti fólk oft út eins og fyr- irsætur og persónuleiki þess komi ekki fram. Hann segir að til að skapa góða portrettmynd þurfi einfald- lega eina eða tvær góðar hugmynd- ir og að gefa viðfanginu tíma til að slaka á. Pagter segist vita að aðstæður séu erfiðar á fjölmiðlum en það búi blaðaljósmyndarar við alls staðar í heiminum. Hann hvetur íslenska blaðaljósmyndara til að taka málin í eigin hendur, taka þær myndir og segja þær sögur sem þeir vilja miðla og birta annars staðar en í hefð- bundnum dagblöðum. Hann hvet- ur íslenska ljósmyndara til að halda áfram að æfa sig, greina og umfram allt tala um eigin verk og annarra – einungis þannig eignist þeir virki- lega góða ljósmyndara. n kristjan@dv.is Segir íslenska blaðaljósmyndara skorta hugrekki Formaður dómnefndar blaðaljósmyndaverðlaunanna gagnrýnir íslenska blaðaljósmyndun Ný plata frá Muck Your Joyous Future, nýjasta plata þungarokkshljómsveit- arinnar Muck, kom út á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Friðrik Helgason er upptökustjóri og Alan Douches, sem hefur meðal annars unnið Coverge, Baroness og The Dismemberment Plan, sá um hljóðblöndun. Platan verð- ur gefin út af Prosthetic records í Bandaríkjunum og Smekkleysa sér um dreifingu á Íslandi. Muck, sem var stofnuð árið 2007, hefur gefið út nokkrar þröngskífur og breiðskífuna Slaves árið 2012. Fagna 85 ára afmæli Í ár fagnar Tónlistarskólinn í Reykjavík, elsti starfandi tónlistar- skóli á landinu, 85 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu heldur hljómsveit skólans hátíðartón- leika í Norðurljósum í Hörpu. Frítt er inn á tónleikana sem fara fram þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20.00. Sveitin mun leika Sinfóníu nr. 5 eftir Beethoven, Píanó konsert nr. 2 op 102 eftir Shostakovich og Rómansa op 85 eftir Bruch. Einleikarar eru Lilja Cardew á píanó og Ásta Kristín Pjeturdóttir á víólu og stjórnandi Joseph Ognibene. Fagna frumrauninni Hinn 5. mars kemur út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Halleluwah sem er skipuð söng- konunni Rakel Mjöll Leifsdóttur og Sölva Blöndal. Platan sem kemur út á vegum Senu er sam- nefnd sveitinni, en fyrsta smá- skífan af plötunni, Dior, hefur hljómað í útvarpinu að undan- förnu. Sveitin fagnar útgáfunni með útgáfupartíi og myndlistar- sýningu í Mengi að kvöldi útgáfu- dagsins kl. 19.00. Uppbyggileg gagnrýni Søren Pagter var veðurtepptur á Íslandi og tók sér tíma til að skrifa ádrepu um stöðu íslenskrar blaðaljósmyndunar.Mynd Søren PAGTer Heimildarmyndin Hrikalegir eftir Hauk Valdimar Pálsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.