Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 3.–5. mars 201518 Fréttir Erlent Fundu fjöldagröf undir frönskum stórmarkaði F ornleifafræðingar í París hafa fundið hátt í tvö hund- ruð beinagrindur undir verslun franska stór- markaðarins Monoprix í hjarta miðborgarinnar. Forsvars- menn verslunarinnar vildu rýma kjallara byggingarinnar vegna endurbóta og kölluðu til fornleifa- fræðinga vegna þess að vitað var að byggingin stendur grafreit gam- als sjúkrahúss. Fyrirfram hafði ver- ið búist við að þar væri að finna einhverjar jarðneskar leifar í ljósi sögunnar en umfang og magn kom öllum í opna skjöldu. Aldagamall grafreitur „Við bjuggumst við að þarna yrðu nokkur bein í ljósi þess að þarna var grafreitur en ekki að þarna væri fjöldagröf,“ segir framkvæmdastjóri verslunarinnar á Sébastopol-breið- götunni, Pascal Roy. Sjúkrahúsið var starfrækt á tímabilinu frá 12. til 17. aldar en talið var að leifar þeirra sem grafnir voru í grafreit þess hefðu verið færð- ar yfir í grafhvelfinguna í París á 18. öld. Í katakombum Parísarborgar er að finna jarðneskar leifar rúmlega sex milljóna einstaklinga sem fluttar voru þangað frá kirkjugörðum borg- arinnar fyrir rúmum 200 árum að því er segir í grein breska blaðsins Tele- graph. Snyrtilegur frágangur Uppgötvunin kom fornleifafræðing- um Institut national de recherches archéologiques préventives (INRAP) verulega á óvart. Þeir hyggjast fram- kvæma DNA-próf á beinunum til að fá úr því skorið hvort fólkið sem jarð- sungið var í grafreit sjúkrahússins, Hopital del Trinité, hafi dáið úr plágunni eða hungri eins og grunur leikur á. Enn sem komið er hafa fund- ist átta grafir, en þar af hafa sjö inni- haldið jarðneskar leifar allt að tuttugu einstaklinga. Sú áttunda inniheldur hins vegar líkamsleifar rúmlega 150 manns sem grafnir eru í nokkrum lögum. „Það sem kemur á óvart er að lík- unum virðist ekki hafa verið kastað í grafirnar heldur fremur komið þar fyrir snyrtilega og af kostgæfni. Þess- um einstaklingum – körlum, kon- um og börnum – var komið fyrir á víxl, með höfuð eins til fóta hjá öðr- um, koll af kolli. Vafalaust til að spara pláss,“ segir fornleifafræðingur IN- RAP, Isabelle Abadie. Hugsanlega fórnarlömb plágunnar Talið er að líkin hafi öll verið grafin á svipuðum tíma, jafnvel á sama tíma sem gefur til kynna að þarna kunni að vera um að ræða fórnarlömb plágunnar sem herjaði á París á 14., 15. og 16. öld. Aldursákvörðun með geislakolum mun kveða úr um ná- kvæmari tímasetningu. Á svæðinu hafa einnig fundist brot úr leirmunum frá miðöldum auk muna sem eru nær okkur í söguleg- um skilningi. INRAP mun flytja leifarnar til frekari rannsókna að uppgreftri loknum en franska ríkið mun síð- an sjá um að koma beinunum til hinstu hvílu, enn á ný. n n Hátt í tvö hundruð beinagrindur í átta gröfum n Aldagamall grafreitur sjúkrahúss í París Hátt í 200 beinagrindur Fornleifafræðingar INRAP munu framkvæma DNA-próf og aldursákvörðun með geislakolum til að komast að meiru um þá sem þarna hvíldu. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Óhugnanleg uppgötvun Forsvarsmenn Monoprix höfðu búist við að bein væri að finna í grunni verslunarinnar en þá óraði ekki fyrir að þar væri að finna aldagamlar fjöldagrafir. Myndir deniS GlikSMAn, inrAp „Líkunum virðist ekki hafa verið kastað í grafirnar heldur fremur komið þar fyrir snyrtilega og af kostgæfni. Ferming · Brúðkaup · Skírn Alhliða veisluþjónusta Kökulist ehf. | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Gerðu daginn eftirminnilegan Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.