Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 3.–5. mars 2015 Rússland og lögleysa R ússland er ónýtt ríki. Póli- tískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdavaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Fjöl- miðlum er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Hagkerfi landsins stend- ur á brauðfótum; kerfislægar efna- hagsumbætur hafa um árabil setið á hakanum, fjárfesting er hverfandi og fjármagnsútflæði er viðvarandi. Að tala um réttarríki og Rússland í sömu andrá er hlægilegt. Þótt of snemmt sé að fullyrða nokkuð um hverjir hafi staðið að baki morðinu á Boris Nemtsov, einum fremsta leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, síðastliðinn föstudag er ljóst að ódæðisverkið er til marks um þá lögleysu sem hefur fest rætur í Rúss- landi. Fjöldi fjölmiðlamanna og póli- tískra andstæðinga Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa á undan- förnum árum hlotið sömu örlög og Nemtsov. Rússneskum yfirvöldum hefur aldrei tekist að upplýsa þau morð. Engar líkur verða að teljast á því að niðurstaðan verði önnur í þetta skiptið. Þær raddir heyrast að morðið á Nemtsov geti markað straumhvörf; almenningur muni í vaxandi mæli setja sig upp á móti þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð af ráðamönnum í Moskvu og kalla eftir lýðræðisleg- um umbótum. Hætt er við því að slík- ar væntingar séu aðeins tálsýn ein. Nemtsov gerði sér sjálfur grein fyrir því að það myndi taka langan tíma – líklega áratug – þangað til almenn- ingsálitið myndi snúast gegn Pútín. Pólitísk stjórnarandstaða væri enda ekki fyrir hendi, aðeins örfáir and- ófsmenn. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að grafa undan málflutningi þeirra sem mótmæla stefnu stjórnvalda. Ýmsir bundu hins vegar vonir við, hvort tveggja í Rússlandi og á Vest- urlöndum, að Pútín væri sá leiðtogi sem Rússland þyrfti á að halda í kjöl- far þess pólitíska og efnahagslega glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðustu aldar. Nemtsov var sömu skoðunar en hann lýsti yfir stuðningi við Pútín þegar hann varð forseti landsins um síðustu aldamót. Á fyrstu árum valdaskeiðs Pútíns sáust vísbendingar um að Rússland kynni að hafa áhuga á auknu sam- starfi við Vesturveldin á alþjóðavett- vangi samhliða því að ráðamenn í Moskvu reiddu sig á óþrjótandi olíu- auð til að standa undir auknum hag- vexti. Refsiaðgerðir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkra- ínu, ásamt lækkandi olíuverði hafa nú framkallað nýjan veruleika fyrir stjórnvöld í Moskvu. Hagkerfi lands- ins er á endastöð. Rússland stendur frammi fyrir djúpstæðu samdráttar- skeiði og áframhaldandi fjármagns- útflæði sem reynt verður að stemma stigu við með því að ganga á gjald- eyrisforða landsins. Ráðamenn í Kreml munu bregðast við þessum efnahagshremmingum með enn ágengari utanríkisstefnu sem mun aftur viðhalda stuðningi almennings við Pútín. Samskipti Evrópu og Bandaríkj- anna við Rússland hafa tekið var- anlegum breytingum. Væntingar um að Pútín væri áhugasamur um pólitískar og efnahagslegar umbæt- ur voru byggðar á óskhyggju. Með framferði sínu í Úkraínu hefur Rúss- land sagt sig úr lögum við alþjóða- kerfið. Þrátt fyrir að Rússland hafi þurft að gjalda háu verði fyrir þær aðgerðir þarf sá kostnaður að líkind- um að verða enn meiri. Langvarandi spenna mun einkenna samskipti við Rússland á komandi árum. Íslensk stjórnvöld munu þurfa að taka af- stöðu með vesturveldunum í þeim átökum. Slíkt kann að skaða við- skiptahagsmuni Íslands til skemmri tíma. Svo verður þó að vera. n Týnt erindisbréf Fylgi Samfylkingarinnar stend- ur nánast í stað og nafntogaðir vinstri menn, sem kallað hafa eftir vinstri áherslum frá Sam- fylkingunni, hafa þurft að horfa upp á þingmenn annarra flokka stökkva á mál eins og ofurhagnað bankanna og kröfu um hækkun lágmarkslauna. Um helgina steig svo guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson, fram í sjónvarpsþætti Eyjunnar og sagði sósíaldemókrata hafa „týnt er- indisbréfi sínu“. Til að bæta gráu ofan á svart jarðaði Jón Baldvin nánast hina heilögu kú Samfylk- ingarinnar, ESB-umsóknina. Allt væri í kalda koli innan ESB og Ísland væri ekkert á leið þang- að inn. Endurkoma Björgólfs Endurkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar heldur áfram með því að nafn hans er að finna á lista Forbes yfir ríkasta fólk ver- aldar. Fyrir jól kom út sjálfsævi- saga útrásarvík- ingsins þar sem hann lýsti hæðum og lægðum á við- skiptaferli sínum. Athygli vekur í íslensku viðskiptalífi hve lítið hefur farið fyrir Björgólfi Thor og föður hans, Björgólfi Guðmunds- syni, í rannsóknum fjármála- eftirlitsins og sérstaks saksóknara á bankamálum fyrir og kringum hrun. Margir mánuðir eru frá því að menn sérstaks saksóknara réðust í húsleitir í Lúxemborg vegna Landsbankans, en engum fréttum fer af framgangi þeirra mála. Meðal þess sem skoðað var voru hlutabréfakaup Ara finnska, sem kallaður er, viðskiptafélaga Björgólfs Thors, en þau áttu sér stað aðeins fjórum dögum fyrir hrun Landsbankans og námu tæpum fjórum milljörðum króna, sem allt var fengið að láni í bank- anum sjálfum. Dulinn tilgangur? Glöggir menn þykjast sjá að gengisfelling sé í kortunum sam- fara afnámi gjaldeyrishafta. Einu megi gilda þótt lagður verði á al- mennur tuga pró- senta útgöngu- skattur því það muni ekki hindra fall krónunnar að einhverju marki. Ráðstafanir Bjarna Benediktsson- ar fjármálaráðherra, til dæmis með að færa áfengi í neðra þrep virðisaukaskattsins, eru hafðar til marks um þetta. Útreikn- ingar benda nefnilega til þess að við fall krónunnar muni áfengi hækka minna í verði eftir gengis- fellingu en að óbreyttu og vinna þannig gegn vísitöluhækkun og þar með verðbólgu. Það var nýtt fyrir mig að umgangast konur svona mikið Kitty Von Sometime fór að fylgjast með konum. – DV Ég var reið en er það ekki lengur Kristjana Stefánsdóttir hefur unnið úr sárindum í fjölskyldunni. – DV Ég ætla að standa og falla með þessu Örvar Friðriksson þróar hugbúnað fyrir sýndarferðamennsku. – DV Hagsmunagæsla á kostnað almennings? Á Alþingi er til umræðu frum- varp sem oft gengur undir heitinu „brennivín í búðir“, mál sem felur í sér að banna ríkinu að selja áfengi en veita almennum verslunum leyfið þess í stað. Flutningsmenn frumvarpsins telja að áfengi sé eins og hver önn- ur neysluvara og því eðlilegt að hún sé seld í almennum matvöruversl- unum. Þeir sem leggjast gegn frumvarp- inu telja áfengi hins vegar ekki vera almenna neysluvöru og telja að með samþykkt frumvarpsins muni neysla áfengis aukast. Bent er að að fjöldi sölustaða gæti tífaldast og að eðli einkarekinna verslana sé að reyna að selja sem mest. Verði frumvarpið lögfest og neysla áfengis eykst, muni það hafa neikvæð samfélagsleg áhrif svo sem á heilsu þjóðarinnar, og valda auknu ofbeldi, slysum og vinnutapi með tilheyrandi kostnaði. Hér takast á hagsmunir „sumra“ verslunareigenda og lýðheilsu- og samfélagsleg áhrif með tilheyrandi kostnaði vegna breytinga á sölu- fyrirkomulagi. Baráttan gegn áfengisneyslu Í nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 segir: „Ein mikilvægasta að- gerðin til að draga úr skaðlegum áhrifum og vandamálum tengdum neyslu áfengis og annarra vímugjafa er að takmarka aðgengi. Það er m.a. gert með aðhaldsaðgerðum varð- andi sölufyrirkomulag áfengis …“ Vísað er til stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar sem hvet- ur til að reynt verði að sporna gegn neyslu með stýringu á aðgengi að áfengum drykkjum og með verð- lagi. Þetta áréttaði stofnunin meðal annars með sérstöku bréfi til land- læknisembættisins í tilefni af frum- varpinu þar sem stofnunin hvetur til þess að halda fast við óbreytta stefnu varðandi sölufyrirkomulag áfengis á Íslandi. Enn fremur má nefna að Ísland er aðili að stefnu Norðurlandanna í áfengis- og vímuvarnamálum, en þar er ofarlega á blaði baráttan gegn áfengisneyslu, einkum neyslu ung- menna á áfengi og lögð áhersla á að verjast skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímugjafa. Ljóst er því að fyrrnefnt frumvarp vinnur gegn stefnu ríkisstjórnar, Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Norðurlandanna. Óforsvaranleg samfélagstilraun Á liðnum árum hefur náðst umtals- verður árangur í baráttunni gegn áfengisnotkun, einkum unglinga. Þetta hefur tekist með viðhorfs- breytingu og samstilltu átaki for- eldra, skóla og stofnana. Hvaða skilaboð gefur Alþingi ef það skil- greinir áfengi sem almenna neyslu- vöru og samþykkir að fara með áfengi í sölu í almennum verslun- um, við hliðina á grænmeti, ávöxt- um og mjólkurvörum? Hvaða áhrif hafa slík skilaboð? Þjónar það best hagsmunum Ís- lendinga að stofna í hættu þeim ár- angri sem náðst hefur með því að gera þá áhættusömu samfélags- legu tilraun að færa áfengi í mat- vöruverslanir án frekari greiningar á hugsanlegum áhrifum slíkrar breytingar. Viljum við gera tilraun til að vita hvort neysla áfengis eykst og hvort ofbeldi eykst og slysum fjölgar? Hvort sjúkdómar aukast og heilsufar versnar og vinnutap eykst? Er ekki mikilvægt að meta fyrst hugsanleg áhrif á fjárhag einstak- linga og heimila, ríkis og sveitar- félaga? Frumvarpið er lagt fram án allra slíkra greininga og án kostnað- armats. Í áfengisstefnu ríkisstjórnarinn- ar er vitnað til ritgerðar Ara Matthí- assonar frá 2010, en þar metur hann að þjóðhagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu sé um 25–58 millj- arðar á ári. Sænska Lýðheilsustofnunin fól sænskum og alþjóðlegum sér- fræðingum í áfengisrannsóknum árið 2008 að gera rannsókn á áhrif- um þess fyrir sænskt samfélag ef ríkiseinkarekstur á áfengissölu yrði afnuminn og sala áfengis yrði leyfð í matvöruverslunum. Niðurstaðan var meðal annars að áfengisneysla myndi aukast um 37,4% og leiða til hærri dánartíðni, aukins ofbeldis, fjölgunar þeirra sem aka und- ir áhrifum áfengis og gríðarlegrar fjölgunar veikindadaga. Svíar hafa ekki lagt í slíka breytingu. Verk efni nemenda í Háskólanum á Bifröst á haustönn 2014 um „Hver yrðu hugs- anleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi“ leiðir líkur að því að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu sem leiðir til fjöl- þættra kostnaðarsamra samfélags- legra vandamála. Það er alls ekki réttlætanlegt að gera jafn áhættusama samfélags- tilraun og hér er fjallað um til þess eins að bæta afkomu einkarekinna verslana. Förum varlega, vöndum okkur. n Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar Kjallari „Förum varlega, vöndum okkur „Með framferði sínu í Úkraínu hefur Rússland sagt sig úr lög- um við alþjóðakerfið. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.