Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Qupperneq 27
Vikublað 3.–5. mars 2015 Sport 27 ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Benjamin Lecomte Félag: Lorient Aldur: 23 ára Þjóðerni: Franskur n Stjarna þykir fædd á Stade du Moustoir þar sem Benjamin Lecomte hefur staðið upp úr á fremur óstöðugu tímabili hjá Lorient í Ligue 1. Þetta er fjórða tímabil hans hjá franska félaginu, að undanskildu afar gefandi lánstímabili hjá Dijon í Ligue 2 tímabilið 2013–2014. Hann fékk loks tækifærið á þessu tímabili og hefur haldið byrjunarliðs- sæti sínu með stæl. Hann sýndi það í 1–1 jafntefli gegn Lyon á dögunum að hann getur orðið stórt nafn í franska boltanum. Hann þykir mikill íþróttamað- ur og sjálfstraust hans vex með hverjum leiknum. Með því eykst geta hans til að taka yfir vítateiginn. Í 25 leikjum hefur Lecomte varið 86 skot, fleiri en nokkur annar markvörður í Ligue 1. 5 framtíðarmenn milli stanganna n Þetta eru markmennirnir sem stórliðin munu slást um n Englendingar á flæðiskeri staddir Í 26. umferð ensku úrvalsdeildar- innar, sem fram fór um þar síð- ustu helgi, stilltu aðeins sex af tuttugu liðum deildarinnar upp breskum markverði. Á undan- förnum árum hafa bestu mark- verðir ensku úrvalsdeildarinn- ar nær undantekningarlaust verið útlendingar og í raun aðeins lands- liðsmarkvörður Englands, Joe Hart hjá Manchester City, sem haldið hef- ur uppi heiðri enskra markvarða hjá stórliðum deildarinnar. Það eru því ekki bara útivallar- leikmenn sem eru aðkeyptir, held- ur reiða félög á Englandi sig einnig á útlenska hæfileika þegar kemur að því að verja markið. Þó að þessi þró- un sé vissulega ekki einskorðuð við England þá virðist fátt benda til að þetta breytist á næstunni. Ef marka má samantekt knattspyrnutímarits- ins Four Four Two um fimm efnileg- ustu markverði Evrópu í dag þá eru talsverðar líkur á uppistaða næstu kynslóðar stjörnumarkvarða hjá stórliðum Englands verði frá Frakk- landi. Á meðan Englendingar eru á flæðiskeri staddir virðist mikil gróska í markmannsmálum handan Ermar- sundsins. Þetta eru þeir fimm sem Four Four Two spáir að stórliðin sláist um í nánustu framtíð. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Anthony Lopes Félag: Lyon Aldur: 24 ára Þjóðerni: Portúgalskur (fæddur í Frakklandi) n Lyon hefur verið á mikilli siglingu í Ligue 1 og er, þegar þetta er skrifað, á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á undan milljarðaliði PSG. Þó að markahrókurinn Alexandre Lacazette hafi verið í sviðsljósinu vegna frammistöðu sinnar þá er Lyon ekki eins manns lið. Þar hefur Anthony Lopes verið í lykilhlutverki í markinu. Hann hefur haldið tólf sinnum hreinu í 26 leikjum. Hann náði þar að auki að halda hreinu sex leiki í röð og þurfti tvítekna vítaspyrnu frá Zlatan Ibrahimovic til að rjúfa það. Hann þykir viðbragðsskjótur og góður á milli stanganna. Þegar Lyon seldi Hugo Lloris til Tottenham árið 2012 þá var ekkert óðagot í herbúðum franska félagsins. Þar vissu menn að þeir ættu Lopes inni. Hann lék sinn fyrsta byrjun- arliðsleik 22 ára og hefur gert stöðuna að sinni síðan. Lopes er fæddur í Frakklandi en er portúgalskur ríkisborgari sem leikið hefur fyrir yngri landslið Portúgals. Hann á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir þjóð sína en frammistaða hans hefur vakið mikla athygli. Það gæti reynst Lyon þrautin þyngri að halda honum í sumar. Mattia Perin Félag: Genoa Aldur: 22 ára Þjóðerni: Ítalskur n Þó að erfitt sé að ímynda sér það þá er staðreynd að einhver þarf á endanum að leysa Gianluigi Buffon af hólmi sem lands- liðsmarkmaður Ítalíu. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur nafn Mattia Perin þegar verið nefnt í því samhengi enda lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ítalíu í nóvember síðastliðnum. Perin hefur byrjað alla leiki Genoa í Seria A-deildinni á þessu tímabili, hann er hávaxinn og þykir sérlega sterkur í að koma út í teiginn og hirða boltann í stað þess að kýla hann. Honum hefur farið mikið fram í að draga úr mistökum sínum. Loris Karius Félag: Mainz Aldur: 21 árs Þjóðerni: Þýskur n Mainz hefur átt erfitt uppdráttar í þýsku Bundesligunni á tímabilinu og ekki sloppið við fallbaráttuna. Hinn 21 árs Karius mun hins vegar vera lykilmaður í komandi baráttu og ástæðan fyrir því að ekki er verr fyrir Die Nullfünfer komið. Þrátt fyrir að sitja í 11. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti, hafa aðeins sjö lið fengið færri mörk á sig en Mainz. Karius hefur þar af haldið sex sinnum hreinu í 22 leikjum og hefur hinn ungi Þjóðverji fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool í vetur en skrifaði nýverið undir nýjan samning við Mainz til ársins 2018. Hann lék á árunum 2009–2011 með varaliði Manchester City og því mörg lið á Englandi sem þekkja til hans. Framtíðin er björt hjá þessum viðbragðsskjóta og útsjónarsama markverði. Sergio Padt Félag: Groningen Aldur: 24 ára Þjóðerni: Hollenskur n Eins og svo margir efnilegir leikmenn þá hóf Sergio Padt feril sinn hjá stórliði Ajax en þurfti að færa sig um set til að springa út. Í tvígang var hann lánaður áður en hann fann fjöl sína með Gent í Belgíu þar sem hann lék í þrjú ár. Groningen seldi aðalmarkvörð sinn, Marco Bizot, í sumar og var Padt fenginn til að hlaupa í skarðið. Groningen hefur átt erfitt á tímabilinu en eins og svo oft vill verða við slíkar aðstæður þá vekur mark- vörðurinn athygli. Vörnin hefur verið hriplek og hefur Padt því aðeins haldið hreinu í fjórum leikjum af 24 á tímabilinu. Hann er afar hávaxinn, mikill íþróttamaður og ræður lögum og lofum í vítateignum. Hann er líka kvikur og fljótur niður. Allt eru þetta hæfileikar sem þykja eftirsóknarverðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.