Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 3.–5. mars 201512 Fréttir Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is Verð: 9.060 kr. m² Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m² Hágæða PlankaParket - eik Sauvage einstakt tilboð -30% afsláttur ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf finna innan hefðbundinna skóla. Hins vegar sé einnig margt sem betur megi fara. Hann fagnar um- ræðunni og telur að ýmislegt þurfi að endurskoða hjá grunnskólun- um, til dæmis notkun bóka. Engin eineltisáætlun Enn hafa ekki verið gerðar nein- ar rannsóknir hér á landi á grunn- skólastigi Hjallastefnunnar. Reykja- víkurborg lét hins vegar vinna heildarmat á skólastarfi Barna- skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík árið 2013. Þar kom meðal annars fram að foreldrar hefðu gagnrýnt tíð kennaraskipti og skipulag við skólann. Þegar matið var unnið lá heldur ekki fyrir formleg áætlun um viðbrögð við einelti í starfsmanna- hópnum og benda skýrsluhöfund- ar á að skólinn þurfi að útbúa verk- ferla um hvernig eigi að bregðast við ef erfið mál koma upp varð- andi kennslu og starfshætti í skól- anum. Einnig þurfi að auka þjálfun og fræðslu fyrir nýtt starfsfólk um aðferðir og hugmyndafræði Hjalla- stefnunnar. Í heildarmati Reykja- víkurborgar segir jafnframt að bæta þurfi upplýsingar um nám og ár- angur nemenda og skýra fyrir for- eldrum viðmið og kvarða námsmats til að auðvelda þeim að sjá náms- lega stöðu nemenda. Þetta er eitt af því sem foreldrarnir sem DV ræðir við gagnrýna, að þeir fái ekki nægar upplýsingar um hvar börnin þeirra standa námslega. Rétt er að taka fram að skýrsla Reykjavíkurborgar er á heildina litið afar jákvæð í garð skólans og þar kemur meðal annars fram að ekkert einelti hafi mælst í nemendahópnum. Einnig segir að starfsandi sé góður í skólanum og samskipti hreinskiptin. Engar matsskýrslur til Lögum samkvæmt eiga sveitarfélög að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta mennta- og menningarmálaráðuneyti í té upp- lýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, framgang skóla- stefnu sinnar og áætlanir um um- bætur. DV kallaði eftir matsskýrslum, svokölluðu ytra mati, um grunnskóla Hjallastefnunnar hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í svari frá ráðuneytinu segir hins vegar að enn hafi ekki verið gefnar út mats- skýrslur um grunnskóla Hjallastefn- unnar, þrátt fyrir að elsti skólinn hafi nú verið starfræktur í ellefu ár. Skýrslur um mat og úttekt á Barna- skóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og Vífilsstaðaskóla eru tilbúnar en hafa ekki verið birtar opinberlega. DV hefur skýrsluna fyrir Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ undir höndum og er matið í stórum dráttu- mfremur jákvætt. Gagnkvæm virðing og góð samskipti einkenni skóla- braginn og stefna skólans er skýr og vel mótuð. Hún ber þess þó merki að hafa fyrst verið mótuð fyrir leikskóla- starf. Þá hefur skólinn, líkt og Barna- skóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, ekki sett sér verklagsreglur um með- ferð ágreinings- og eineltismála í starfsmannahópnum og móttöku- áætlun fyir nýja starfsmenn lá ekki fyrir þegar matið var gert. Fram kem- ur að aðlaga þurfi stefnu skólans enn frekar að aðalnámskrá grunnskóla. Þá segir að kennsluhættir séu nokk- uð einhæfir, efla þurfi fjölbreytni þeirra og auka aðgengi nemenda að fjölbreyttum bókakosti. Enn fremur kemur fram að árangur nemenda í íslensku á samræmdum prófum fari versnandi og nemendur sýni minni framfarir í íslensku milli 4. og 7. bekkjar en gerist á landsvísu. n Barnaskóli Hjallastefnunnar Hjallastefnan rekur fjölmarga skóla á landinu. Einn þeirra er í Öskjuhlíð. „Þessi aðferð getur verið erfið fyrir kennara“ V ið erum að gera hlutina öðruvísi og það hent- ar ekki öllu starfsfólki. Þá er bara mikið betra, hvort sem fólk finnur það hjá sjálfu sér eða ekki, að það fari í verkefni sem hentar því betur.“ Þetta segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar, í samtali við DV. Hún bendir á að rúmlega fimm hundruð manns starfi nú hjá Hjallastefnunni og í starfsmannakönnun sem gerð var á þessu skólaári hafi yfir níu- tíu prósent starfsfólks gefið vinnu- staðnum átta eða hærra í einkunn. „Hjallastefnan leggur mikla áherslu á fjölbreyttar kennsluað- ferðir og við gerum þær kröfur að kennarar bindi sig ekki við eyðu- fyllingar í bækur, heldur útfæri kennsluna með ögrandi og skap- andi hætti. Margir aðrir skólar gera það sama. Við förum líka aðrar leiðir í umhverfi þar sem við förum óhefðbundnari leiðir í uppsetningu kennslurýma. Þar er kennarastarfið endurhugsað þar sem við leggjum meiri áherslu á nálægð og öryggi fyrir börnin. Þessi aðferð getur verið erfið fyr- ir kennara og hún hentar því ekki öllum. Vissulega förum við út fyrir hefðbundið form í kennslu og því er gerð sú krafa að kennarar stígi út fyrir sinn þægindaramma.“ Þjálfunarprógramm í undirbúningi Áslaug Hulda segir það ekki rétt að kennarar fái ekki leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga náminu. „Nýtt starfsfólk fer á nýliðanám- skeið og önnur sérnámskeið auk þess sem skólastjórnendur og fólk með reynslu leiðbeinir nýju fólki. Allt starfsfólk fær mjög ítarlega handbók um aðferðir Hjallastefn- unnar auk þess sem hugmynda- fræði okkar er mjög skýr,“ segir Áslaug Hulda og bætir því við að auðvitað megi alltaf gera betur og í undirbúningi sé enn ítarlegri handbók og sérstakt þjálfunar- prógramm fyrir starfsfólk grunn- skólanna. „Grunnskólar Hjalla- stefnunnar hafa vaxið mjög hratt á síðustu árum og starfsmanna- fjöldi í samræmi við það, sem skýrir þessa starfsmannaveltu að hluta,“ segir hún jafnframt. Byggja eigin samræðugrundvöll Kennararnir sem DV ræðir við segja ekkert málfrelsi innan veggja Hjallastefnunnar, til dæmis hafi ekki verið leyfilegt að tala um pólitík, launamál eða fréttir. Ás- laug Hulda segir öguð samskipti vera meginstef Hjallastefnunnar. „Það er skýrt kveðið á um mikil- vægi þess að æfa jákvæðni í sam- skiptum fullorðinna. Þar gerum við samkomulag okkar á milli um að tala ekki „um“ fólk, heldur „við“ fólk. Þetta felur líka í sér að við tök- um ekki með okkur til vinnu nei- kvæða umræðu sem á sér stað í samfélaginu, enda á hún ekki heima í umhverfi þar sem börn eru í aðalhlutverki. Við byggjum upp okkar eigin samræðugrund- völl sem er gefandi, nærandi og gleðjandi,“ segir hún. Áslaug Hulda segir skólana að sjálfsögðu vinna eftir aðalnámskrá eins og lög og reglur gera ráð fyr- ir. Góður árangur á samræmd- um prófum sé meðal annars stað- festing á því. Hugmyndafræði og vinna Hjallastefnunnar samræmist öllum lögum og reglum um íslenskt skólastarf og uppfylli öll þau skil- yrði sem því eru sett. Þá sé eftirlit með skólum Hjallastefnunnar ekki frábrugðið eftirliti með öðrum skól- um, sé á ábyrgð sveitarfélaganna og þurfi að uppfylla sömu kröfur og gerðar séu til opinberra skóla. Að auki gangast allir grunnskól- ar undir úttektir sem gerðar eru af mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Nýverið var gerð út- tekt á Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og eru niðurstöður þar mjög góðar og uppfyllir skólinn öll þau skilyrði sem sett eru. Koma í veg fyrir einelti Líkt og áður segir fullyrða tveir kennarar sem DV ræðir við að ein- elti hafi viðgengist á vinnustaðn- um. Áslaug Hulda segir mjög leiðinlegt að heyra að þetta sé upp- lifun einhvers sem hefur starfað hjá Hjallastefnunni. Hins vegar hafi ekkert eineltismál komið inn á borð til hennar. Aðspurð hvort til séu einhverjir verkferlar til að taka á eineltismálum, komi þau upp á vinnustaðnum, segir Áslaug að meginreglur Hjallastefnunnar séu til þess fallnar að koma í veg fyrir einelti. „Ég held það væri erfitt að finna fyrirtæki sem er með skýrari stefnu í starfsmannamálum um samskipti. Þegar samskipti eru góð kemur þú í veg fyrir vonda hluti eins og einelti.“ Þegar blaðamaður spyr hvort ekki séu að auki til verk- ferlar um hvernig skuli bregðast við eineltismálum ef þau skyldu koma upp segir Áslaug að mannauðs- stjóri fyrirtækisins myndi þá taka á slíkum málum. Hingað til hafi hins vegar ekkert eineltismál komið á borð mannauðsstjóra Hjallastefn- unnar. „Ég hef vitað af málum sem komið hafa á borð mannauðsstjóra þar sem starfsfólk hefur verið orðið óánægt og hefur það endað með starfslokum. En þetta stóra orð hef- ur ekki verið notað,“ segir Áslaug Hulda að lokum. Þurfa að stíga út fyrir sinn þægindaramma„Ég spyr mig, sem foreldri, af hverju fær svona skóli að starfa á meðan hann uppfyllir ekki þessi atriði?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.