Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 3.–5. mars 201510 Fréttir „Þetta er ekki menntastofnun – Þetta er barnagæsla“ H jallastefnan er kannski fínn leikskóli – en ekki grunn- skóli.“ Þetta segir fyrrver- andi grunnskólakennari hjá Hjallastefnunni í samtali við DV. Hér er rætt við fimm fyrrver- andi kennara við grunnskóla Hjalla- stefnunnar sem hafa flestir svipaða sögu að segja. Þeir tala um skort á fagmennsku, að frjálsræði kennara sé of mikið og erfitt sé að fylgja að- alnámskrá grunnskóla með það efni sem kennarar fá í hendur. Hér er einnig rætt við foreldra sem eiga, eða hafa átt, börn í grunnskólum Hjalla- stefnunnar. Sumir hafa jafnvel fært börnin sín yfir í hefðbundna skóla vegna ósamræmis milli niðurstaðna úr samræmdum prófum og dómum frá skólunum. Fá enga leiðsögn Hjallastefnan rekur fjóra einkaskóla á grunnskólastigi og einn samrekinn leik- og grunnskóla. Þetta eru Barna- skóli Hjallastefnunnar og Vífils- skóli í Garðabæ, Barnaskóli Hjalla- stefnunnar í Hafnarfirði, Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík og Tálknafjarðarskóli. Vinsældir stefn- unnar eru óumdeildar sem sýnir sig best í mikilli eftirspurn og löngum biðlistum. Hjallastefnan var í upphafi sett fram sem kennslufræði fyrir leik- skólastig. Hugmyndafræðin snýst í stuttu máli um að viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstak- linga. Í því skyni eru skólarnir kynja- skiptir. Þá notast kennarar við óhefð- bundin námsgögn og hefðbundnar barnabækur eru ekki keyptar. Sama hugmyndafræði liggur til grundvall- ar útfærslu hennar fyrir grunnskóla- stig. Kennararnir sem DV ræðir við telja yfirfærslu hugmyndafræðinn- ar úr leikskóla og í grunnskóla hins vegar hafa mistekist. „Þetta er ekki menntastofnun – þetta er barna- gæsla,“ segir einn þeirra. Kennararnir töluðu flestir um skort á fagmennsku og ákveðið stefnuleysi við yfirfærsluna á grunn- skólastigið. Nýtt starfsfólk fái til að mynda enga leiðsögn um hvernig eigi að haga náminu. „Ég spurði hvort það hefði ekki verið sniðugt að vera með námskeið fyrir nýja kennara um bók- laust nám, en það var aldrei gert. Það var farið af stað með nám án þess að vita hvernig ætti að útfæra það,“ full- yrðir einn kennarinn. Gríðarleg starfsmannavelta Þá segja kennarar það ekki hjálpa til að starfsmannavelta er gríðarleg hjá fyrirtækinu, sem geri það að verk- um að lítil þekking og viska haldist innan veggja skólans. Algengt sé að starfsfólk hætti á miðju skólaári, það hreinlega gefist upp. Tveir af þeim kennurum sem DV ræddi við fullyrða að einelti hafi viðgengist á vinnustaðnum. Vilborg Grétarsdóttir, fyrrverandi kennari hjá Hjallastefnunni, skrifaði meistararitgerð í mannauðsstjórnun um áhrifaþætti starfsánægju hjá starfsfólki Hjallastefnunnar. Tek- ið skal fram að til rannsóknar voru allir skólar Hjallastefnunnar, ekki einvörðungu grunnskólarnir. Í ljós kom að tæplega þriðjungur starfs- manna hjá fyrirtækinu, leikskólun- um þar með töldum, hafði einungis unnið þar í eitt ár eða skemur. Starfs- mannavelta er því nokkur. „Rannsak- andi veltir fyrir sér hvort höfundur Hjallastefnunnar hitti ekki naglann á höfuðið þegar hún segir í starfs- mannastefnunni að skýrar skorður séu settar varðandi framkomu og hegðun og hér skilji oft á milli hvort fólk finni sig innan Hjallastefnuskóla eða ekki, slík sé skuldbindingin.“ Þannig endist þeir í starfi sem séu ánægðir í starfi hjá fyrirtækinu og hafa svipað gildismat og stefnan feli í sér, aðrir hætti. Frjálsræði kennara of mikið Kennararnir kvarta einnig yfir lé- legum aðbúnaði í skólunum. Engar skólabækur séu leyfilegar, nema lestrarbækur, og lítið sé um önnur námsgögn. Þá sé frjálsræði kennara of mikið. „Hver og einn stjórnar því hvað hann er að kenna. Námið er ekki nógu markvisst. Auðvitað er vandmeðfarið að leyfa hverjum sem er að starfa þannig,“ segir einn kennarinn. Á heimasíðu Hjallastefnunnar segir um námsgögn að notkun bóka sé ígrunduð vandlega. Ekki séu keyptar hefðbundnar barnabækur, nema sem lesefni á barnaskólastig- inu, námsbækur séu valdar af kost- gæfni og aðeins notaðar að hluta til í kennslustarfinu. Lögð sé áhersla á einföld námsgögn þar sem sköp- un og ímyndun sé í fyrirrúmi í fjöl- breyttri reynslu hvers barns. Þannig skapi sjálfbjarga fólk sitt eigið nám með eigin lausnum. Geta ekki fylgt aðalnámskrá Kennararnir sem DV ræddi við full- yrða að ekki sé hægt að fylgja aðal- námskrá grunnskóla með þeim efni- við sem þeir fá í hendurnar. „Það er mjög erfitt að vera með faglega vinnu þegar maður er ekki með neitt í höndunum – hvorki aðgang að al- mennum skólabókum né tölvum,“ segir einn kennarinn. Á meðan liggi almenna kerfið undir ásökunum um að vera gamaldags og úr sér geng- ið. „Allir kennarar sem ég þekki sem vinna í venjulegum grunnskólum nota bækur, en eru jafnframt með alla þessa fjölbreyttu vinnu sem Margrét Pála þykist vera einhver höf- undur að,“ segir annar. Starfsálag og ekkert málfrelsi Nokkrir kennarar tala að auki um mikið starfsálag. „Á vinnustaðnum færðu hálftíma á dag í svokallaða samveru, sem er kaffi- og matar- tími alls starfsfólks. Hádegismatur- inn er borðaður með börnunum, en það er hluti af heimilisfræðikennsl- unni,“ segir einn kennarinn. „ Álagið veldur því að við náum hreinlega ekki að komast yfir það sem við eigum að komast yfir. Ég held að kennarar séu allir af vilja gerðir og vilji gera sitt besta, en það þarf bara að skapa betri aðstæður til þess,“ segir annar. Þá segja kennararnir að í sam- verunni, eina frítíma starfsfólks, sé heldur ekki allt leyfilegt. „Þú mátt ekki tala um pólitík, ekki um verka- lýðsmál, ekki um vinnuna eða ann- að starfsfólk, ekki launamál og ekk- ert sem er í fréttum. Það mega ekki vera dagblöð inni á kennarastof- unni og helst máttu ekki vera í sím- anum. Það er ekkert málfrelsi. Þarna er stuðst við svokallaða meginreglu tvö,“ útskýra kennararnir. Mótsagnakenndar áherslur „Meginregla tvö snýst um hið full- orðna fólk innan Hjallastefnu- skóla. Hún setur öllu starfsfólki skýrar skorður varðandi framkomu og hegðun og er í reynd skuld- binding um að allir æfi sínar bestu hliðar; einsetji sér að verða betri manneskjur. Hér skilur oft á milli þess hvort starfsfólk finni sig inn- an Hjallastefnuskóla eða ekki – slík er skuldbindingin!“ segir meðal annars um meginreglu tvö á heima- síðu Hjallastefnunnar. Að auki seg- ir að Hjallastefnuskólar setji sér skarpar reglur um boðlega orðræðu innan skólans. Kennararnir segja áhersl- ur Hjallastefnunnar mótsagna- kenndar. Á sama tíma og stúlkur séu hvattar til að hafa meiri kjark og segja það sem þeim finnst þá sé n Engar matsskýrslur til um grunnskóla Hjallastefnunnar n Kennarar segja erfitt að fylgja aðalnámsskrá n Frjálsræði of mikið Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Það er mjög erfitt að vera með fag- lega vinnu þegar mað- ur er ekki með neitt í höndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.