Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 3.–5. mars 2015 Myndin Framkvæmdir við Frakkastíg Verktakar eru í óða önn við að undirbúa grunn að verslunarmiðstöð og íbúðum á svonefndum Frakkastígsreit sem er afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu. mynd Sigtryggur ari Ég var pirraður og ruddalegur Jón ragnar ríkharðsson birti umdeild ummæli um vinstri menn á Facebook. – DV Skólakerfinu virðist sama um að börn séu einhverf andrea Ævarsdóttir segir son sinn hafa beðið lengi eftir greiningu. – DV Sterk áhersla á barnabækur Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins. – DV Þ essa dagana fer fram gríðar- lega mikilvæg umræða í þjóðfélaginu um fjármála- kerfið; umræða sem þarf að dýpka svo farið verði ofan í kjölinn. Hún snýr að fjármálakerfinu sem slíku, skattlagningu þrotabú- anna og leiðréttingu lána og þar með áframhaldandi uppgjöri vegna þess tjóns sem fjármálakerfið olli Íslandi fyrir sex árum síðan. Hún snýr að höftum og mögulegu afnámi þeirra, vöxtum, vaxtamun og þjónustu- gjöldum, arðgreiðslum til eigenda bankanna, eignarhaldi þeirra og þannig mætti áfram telja. Þessi um- ræða snertir nánast alla þætti samfé- lagsins, eigna- og tekjutilfærslur og þar með afkomu fólks og fyrirtækja og þá einnig eigenda bankanna og er ríkissjóður þar ekki undanskilinn, Hún snýst um lýðræði, hver skuli ráða hverju. Eignarhald á bönkum Í Bandaríkjunum er nú vaxandi þrýstingur úr grasrótinni um að stofnaðir verði eins konar bankar fólksins og hefur í því samhengi ekki síst verið horft til sveitarfélaganna, að þau reki banka bæði til að annast millifærslur á vegum sveitarfélags- ins en einnig til að halda tilkostnaði íbúanna og þar með vaxtagreiðslum og arðgreiðslum í lágmarki. Með öðrum orðum, menn ræða um banka sem þjóna samfélaginu og koma því vel en eru ekki gullmuln- ingsvélar á kostnað samfélagsins. Það vill nefnilega stundum gleym- ast að í gegnum vexti og arð er ver- ið að færa fjármuni frá einum vasa í annan. Eða skyldu menn nokkuð hafa gleymt gagnrýnni umræðu frá níunda áratugnum og hinum tíunda, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn „þróaða heim“ þar sem spurt var hve lengi það gæti gengið að færa ávinning af verðmætasköpun í þjóð- félaginu frá heimilum og fyrirtækj- um til fjármagnseigenda í þeim mæli sem gert var. Svarið fékkst í sídýpk- andi kreppum. Sagan endurtekin Nú er þessi saga að endurtaka sig á nýjan leik. Vextir eru himinháir og vaxtamunur einnig. Þá standa menn nánast agndofa frammi fyrir tug- milljarða arðgreiðslum bankanna til eigenda sinna. Fram hefur kom- ið í fréttum að arður sem rennur til ríkis sjóðs af starfsemi Landsbank- ans vegna rekstrarársins 2014 nemur 24 milljörðum króna. Það er von að Viðskiptaráð hvetji til sölu bankans hið bráðasta svo skjólstæðingar þess geti fengið notið góðs af. Þetta gekk einkavæðing bankanna út á – við aldaskiptin. Hún snerist um að færa tilteknum aðilum aðgang að þessum miklu verðmætum sem bankarnir voru færir um að soga út úr heimil- um og fyrirtækjum. Þetta á Alþingi enn eftir að rannsaka þótt það hefði að mínu mati átt að hafa forgang um- fram nánast allt sem rannsakað hef- ur verið í tengslum við hrunið. Krafan er lækkun fjár- magnskostnaðar En það eru ekki bara himinháir vext- ir og arðgreiðslur sem virðast vera að endurtaka sig. Athyglisverðar eru fréttir um stórfelldar heildar launa- hækkanir í fjármálastofnunum sem virðast ekki vera í neinu samhengi við þróun starfsmannafjöldans. Þetta þýðir að topparnir eru aftur komnir í þann gír að hygla sjálfum sér og sinni hirð. Ég tek undir með þeim sem stigið hafa fram síðustu daga og hvatt til að í stað þess að beina tekjum af bankastarfseminni ofan í eigin vasa og eigenda beri bönkunum að horfa til viðskipta- vina sinna, heimilanna og fyrirtækj- anna sem mörg hver eru að sligast undan háum fjármagnskostnaði. Þá gengur náttúrlega ekki að hagnast um 30 milljarða af þjónustugjöldum eins og fram hefur komið í fréttum að viðskiptabankarnir þrír hafi gert á síðasta ári! Skattlagning þrotabúanna Ég hef tekið því fagnandi að reynt skuli að færa lánastabbann niður með svokölluðum leiðréttingum stjórnvalda. Í þessu eru fólgin pólitísk skilaboð inn í framtíðina. Það á að vera hægt að færa peninga frá brösk- urum til almennings, ekki bara á hinn veginn. Hvað leiðréttinguna áhrærir þótti mér ámælisvert að enginn vilji skyldi hafa verið af hálfu ríkisstjórnar- innar til að gera þessa aðgerð félags- lega réttlátari, en það hefði verið hæg- ur vandi. Forsenda þess hins vegar að ég hef stutt þessa aðgerð er að hún verði einvörðungu fjármögnuð með skattlagningu þrotabúa bankanna en ekki að nokkru leyti úr ríkissjóði þótt fjármagnið renni í millifærslu um rík- issjóð. Út undan okkur sjáum við at- ganginn í kröfuhöfunum og útsend- urum þeirra sem reyna allt hvað þeir geta til að bægja skattheimtumönn- um almennings frá og má það ekki gerast að undan þeim verði látið. Nauðsynlegt er að bankarnir bæti það tjón sem þeir hafa valdið sam- félaginu og tryggja þarf að Ísland sé í jafnvægi í stað þess að verðmæta- sköpunin sé soguð út úr hagkerfinu með vöxtum og arði. Hvernig til tekst í þessu efni er prófraun á fjármálakerf- ið og stjórnmálin; prófraun á okkur öll. n Fjármálakerfið: Prófraun á okkur öll Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Nauðsynlegt er að bankarnir bæti það tjón sem þeir hafa valdið samfélaginu og tryggja þarf að Ísland sé í jafnvægi í stað þess að verðmætasköpunin sé soguð út úr hagkerfinu með vöxtum og arði. Mest lesið á DV.is 1 „Eiginkona mín og yfirmaður hennar nutu hótelherbergisins svo að þau eyddu tíma sínum eiginlega bara í rúminu þar til þau yfirgáfu hótelið.“ Eiginmaður í ástarsorg skrifaði umsögn um hótel þar sem hann dásamaði það sérstaklega fyrir nákvæma reikninga en hann gat fengið ítarlegar upplýsingar um framhjáhald eiginkonu sinnar í gegnum hótelið. Lesið: 33.020 2 Fann ástina á ný á Tinder Örvar Friðriksson missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini þann 17. október síðast- liðinn. Hann kynntist fljótlega konu sem hann er í sambandi með í dag og birti til í lífi hans. „Ég leitaði á Tinder í mikilli streitu og einmanaleika. Í sannleika sagt þá vildi ég bara kanna hve mörgum stelpum þætti ég sætur,“ segir Örvar. Lesið: 29.076 3 Kokkálaður eiginmaður hélt óvænta afmælis- veislu fyrir eiginkonuna Maður var sannfærður um að eiginkona hans stæði í framhjáhaldi og velktist töluvert í vafa um hvernig best væri að taka á málinu. Hann ákvað að halda óvænta afmælisveislu fyrir konuna. Lesið: 23.087 4 „Þetta fólk vill frekar hætta á að barn þeirra veikist og deyi – en að að það gæti greinst með einhverfu.“ Andrea Ævarsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir eru báðar upplýsingar- fræðingar og mæður einhverfra drengja. Þær eru í senn reiðar og gáttaðar á þeirri umræðu sem skapast hefur í þjóðfé- laginu um meint tengsl einhverfu og bólusetninga, og telja hana á miklum villigötum. Lesið: 21.327 5 Öllum veðurfréttakon-um 365 sagt upp Fjölmiðlasam- steypan 365 hefur sagt upp öllum veður- fréttakonunum á fréttastofu Stöðvar 2, þeim Soffíu Sveins- dóttur, Elísabetu Margeirsdóttur og Ingibjörgu Karlsdóttur. Lesið: 20.898

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.