Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 3.–5. mars 2015 Með stærri tónlistarverk- efnum Íslandssögunnar Þ essi hugmynd kom þegar ég var að vinna í uppvaski á 17. júní. „Hæ hó og jibbí og jei“ var spilað alveg skrilljón sinnum yfir daginn. Þá fór ég að pæla hvað það væri góð hugmynd að gera lag fyrir hvern dag ársins, að það væri ekki bara þjóðhátíðardagur- inn sem ætti sitt lag heldur allir dagar ársins,“ segir fjöllistamaðurinn Curver Thoroddsen um uppruna verkefnis- ins 365, sem gengur í daglegu tali und- ir nafninu „mánaðarkassetturnar.“ Hið risavaxna verkefni fólst í að semja, taka upp lag fyrir hvern dag ársins og gefa út á kassettum mánaðarlega árið 1995. Hver mánaðarkassetta innihélt því jafn mörg lög og dagar mánaðar- ins og kom út í jafn mörgum eintök- um. Það voru því aðeins um 30 ein- tök til af hverri kassettu og ekki margir sem hafa heyrt útkomuna í heild sinni. Nú á 20 ára afmæli verkefnisins endurútgefur Curver kasetturnar goð- sagnakenndu og dreifir frítt á samfé- lagsmiðlunum Youtube og Facebook. Fjögurra rása tilraunir Curver, sem er í dag þekktur jafnt sem myndlistarmaður, upptökustjóri og meðlimur í tilraunarafsveitinni Ghostigital, hafði á þessum tíma gef- ið út eina breiðskífu, Haf. Við gerð plötunnar, sem innihélt nokkuð hefðbundið drungalegt nýbylgju- rokk, kviknaði áhugi Curvers á að gera tilraunakenndari tónlist, meðal annars fyrir tilstilli upptökustjórans Andrews McKenzie, sem starfrækir verkefnið The Hafler Trio. „Við eydd- um meirihlutanum af stúdíótíman- um í aðrar pælingar. Hann var að leyfa mér að heyra fullt af skemmtilegu og óvanalegu dóti,“ segir Curver. „Eftir þennan mánuð með McKenzie þá fór ég að pæla í fleiri tónlistarstílum og upp- tökupæling- um. Ég keypti mér fjögurra rása kassettu- tæki. Á þessum tíma var það einfaldasta leiðin til að gera fjölrása upptökur og var al- gengasta leiðin í neðanjarðarútgáfu. Þá fór ég að taka upp rosalega mikið og var að gera tilraunir með að taka upp aftur á bak, hraða og hægja á hljóðum, blanda saman gítarhljóðum og óhljóðum.“ Ástin klúðraði verkefninu Lögin er jafn misjöfn og þau eru mörg: allt frá fullkláruðum indí- og ný- bylgjurokklögum og sörftónlist (sem enduðu sum hver á plötu sveitarinn- ar Brim) yfir í hljóðtilraunir og jafn- vel tilraunir með hvað gæti yfirhöfuð talist tónlist. Formið neyddi hann til að finna leiðir til að skapa. Innblástur- inn að lögunum kom víða að: hann samdi afmælislög fyrir vini og vanda- menn, en sótti líka innblástur í bækur um mikilvægar dagsetningar í mann- kynssögunni. „Ein þessara bóka sem ég notaði var uppfinningabók. Á degi eldspýtunnar gerði ég til dæm- is lag bara með hljóðum í eldspýtna- pakka, hljóð af því þegar kveikt var á eldspýtu, þegar pakkinn var hristur, og svo framvegis.“ Eðli málsins samkvæmt var verk- efnið gríðarlega tímafrekt, ekki bara að semja og taka upp, heldur einnig að hanna og föndra umslög. „Þegar fór að síga á seinni partinn þá klúðr- aðist þetta algjörlega. Ég var búinn að halda dampi í sex eða sjö mánuði, en þá fór ég út til Berlínar í einn mánuð að taka þátt í verkefni á veg- um Hins hússins og missti þetta alveg úr höndun- um. Þegar ég kom heim átti ég ansi mikið eftir til að fylla í ágústkassettuna. Þannig að hún kom ekki út fyrr en í september. Svo varð ég yfir mig ástfanginn og það fór heldur betur tími í það. Þá datt þetta alveg niður og septemberkassettan kom út í sept- ember árið eftir. Þá var ég kominn með þetta mikið á sálina þannig að ég sleppti tökunum á þessu. Í langan tíma var þetta bara fyrir mér verkefnið sem klúðraðist.“ Kláraði á 10 ára afmælinu Curver segir að hann hafi aldrei ver- ið sáttur við niðurstöðuna og þegar leið að 10 ára afmæli verkefnisins ákvað hann að klára þá daga sem eftir voru: „Þá átti ég bara október, nóvem- ber og desember eftir. Ég fór að skoða málið og fann upptökutækið. Á þess- um árum hafði ég líka haldið áfram að gera hljóðtilraunir, var kominn í Ghostigital og hætti í raun aldrei að fikta. Þannig að ég átti ég fullt af lögum og nýlegri tilraunum.“ Hluti vinnunn- ar fólst þá í að fylla í þau þemu sem höfðu verið mótuð á fyrri kassettum, til dæmis voru tvö lög á bakhlið hverr- ar mánaðarkasettu með ímynduðu nýbylgjuhljómsveitinni ANNA. Á þeim 10 árum sem höfðu liðið hafði átt sér stað bylting í hljóð- upptöku: „Árið 1995 voru það helst fjögurra rása tæki sem maður komst auðveldlega í, en þá var eiginlega ekki til það sem heitir mastering – þetta var bara mixað niður á kassettur á mjög einfaldan hátt. Upp úr 1990 komu DAT-tækin, það var algjör lúxus ef maður komst í svoleiðis. En ég hafði ekki tök á því og færði þetta bara frá kassettu yfir á kassettu, og það var mikið suð sem fylgdi því. En á þess- um 10 árum frá því að ég hóf verk- efnið varð þvílík sprenging í upptök- um. Fartölvurnar urðu að almennri eign og svo kom ProTools og öll þessi stafrænu upptökuforrit. Það varð líka sprenging í hljóðnemaþróun og fram- boði, hljóðnemi sem kostaði áður 300 þúsund kostaði nú 30 þúsund.“ Í vinnustofu listamannsins Eins og á áratugnum 1995 til 2005 hafði orðið bylting á hljóðupptöku- tækni þá hefur orðið grundvallar- breyting á dreifingarkerfi tónlistar á undanförnum áratug og segir Curver þetta meðal annars hafa verið hvatn- ing til að gefa efnið út aftur. „Ég er mjög forvitinn um dreifingu á netinu. Svo kom að afmæli þessa stóra verk- efnis sem svo mikil vinna hafði farið í fyrir bara 30 eintök af hverri mánað- arkassettu og mjög fáir gátu nálg- ast. Ég hugsaði að nú væri kominn tími til að gera þetta aðgengilegt og koma þessu á netið. Ég þurfti að finna gömlu masterana og hlaða þessu upp á Youtube. Nú poppar daglega eitt lag upp í gegnum listamannafacebook- síðuna mína.“ Verkefnið sver sig ekki aðeins í ætt við fleiri konseptdrifin og reglu- föst verkefni Curvers – eins og sjö laga plötuna 7 sem kom út í 77 eintökum 7.7.1997 – heldur minnir það á vissan hátt á mörg myndlistarverkefna hans. Í gegnum tíðina hefur sköpun hans oft snúist um að gera persónulegt líf opin bert í nafni listarinnar: flytja í nýja íbúð, borða hamborgara, flokka drasl, skipta um nafn eða fara í megr- un. Á vissan hátt passa mánaðar- kassetturnar inn í þetta höfundarverk Curvers, hlustendur fá að fylgjast með hljóðtilraunum sem myndu venju- lega flest lenda ofan í skúffu – fyrir utan einstaka lög eða hljóðpælingar sem væru þróaðar lengra. „Ég hafði ekki alveg pælt í því. En jú, þetta eru tilraunir sem fólk gerir venjulega eitt, semur fyrir skúffuna eða eitthvað slíkt, en þarna gerði maður þetta algjörlega opinbert, að dúndra þessu öllu út og ferlið var mjög opið. Þarna sér maður beint inn í vinnustofu listamannsins. Ég var að taka sénsinn á því að gefa eitthvað út sem er ekki fullkomið.“ Hljóðverið sem hljóðfæri Mörg af höfundareinkennum Curvers eru komin fram eða birtast á mánað- arkassettunum. „Einn hlutur sem festist dálítið er að mér finnst alltaf mjög áhugavert að heyra hljóð aftur á bak – það er algjörlega frá þessum tíma þegar maður var að vinna með fjögurra rása kassettutækið. Það var ótrúlega einfalt og áhrifaríkt trix. Mér finnst það ennþá ótrúlega áhugavert að heyra hljóð aftur á bak, það getur leyst ýmislegt úr læðingi. Ég hef geng- ið það langt í því að snúa heilu lag- línunum við til að búa til kafla. Ef það er eitthvað „signature sound“ hjá mér, þá er það líklega það,“ segir Curver. Curver segir að þeir lærdómar sem hann öðlaðist við verkefnið hafi gagn- ast honum jafnt við upptökustjórn, meðal annars hjá Mínus, Kimono, Miri, og með hljómsveitunum Ghostigital og Sometime. Þetta felist fyrst og fremst að vera opinn og til- raunaglaður í hljóðupptökum. „Stúd- íóið er hljóðfæri, það er ekki bara eitthvað sem maður notar til að skrá- setja tónlist. Ég nota það sem skap- andi hljóðfæri og mixerinn er orðinn mitt aðalhljóðfæri þegar ég vinn með Ghostigital í dag.“ n Curver Thoroddsen gerði lag fyrir hvern dag ársins og gaf út á kassettum, nú endurútgefur hann lögin 365 á 20 ára afmæli verkefnisins Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fjögurra rása töfratæki Curver Thoroddsen og fjögurra rása upptökutækið sem hann notaði við upptöku mánað- arkasettanna fyrir 20 árum. Mynd SiGTryGGur Ari „Þessi hugmynd kom þegar ég var að vinna í upp- vaski á 17. júní. Marskassettan Curver hannaði umslag í anda hvers mánaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.