Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 3.–5. mars 20154 Fréttir Nauðgaði 14 ára stúlku Þrítugur karlmaður dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi F jölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrí- tugan karlmann, Ingvar Dór Birgisson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórt- án ára stúlku vorið 2010. Ingvar var 25 ára þegar hann braut á stúl- kunni, en hann hitti hana tvisvar á heimili sínu. Hann áreitti hana kynferðis lega og nauðgaði henni. Ingvar sagði samskipti sín við stúlkuna aðeins hafa farið fram á samfélagsmiðlum og að hún hefði aldrei komið heim til hans. Hann neitaði að hafa áreitt hana eða að hafa nauðgað henni. Framburður stúlk unnar þótti trúverðugur og meðal gagna í málinu var mynd sem stúlkan teiknaði af íbúð Ingv- ars og þótti sýna að hún hefði komið á heimili hans. Í dómnum kemur fram hvernig stúlkan lýsti því að henni hefði fundist það rangt að Ingvar væri að strjúka henni, knúsa og kyssa. Hún hefði spurt hann hvort honum fyndist það ekki sjálfum í ljósi þess að hún var 14 ára og hann 25 ára. Tveim- ur vikum síðar hafði Ingvar aftur samband við stúlkuna og ræddi við hana um kynlíf og bað hana að hitta sig. Hún vildi það ekki en lét á endanum tilleiðast. Það var tveim- ur vikum áður en hún fermdist. Í dómnum kemur fram að hann hafi rifið hana úr fötunum og beiðni hennar um að hann hætti hafi ekki borið árangur. Hún hefði frosið og henni liðið mjög illa. Hún hraðaði sér heim grátandi. Hún sagði móð- ur sinni frá ofbeldinu nokkrum vikum síðar. n Bifreið ekið á hús Bifreið var ekið á hús í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesj- um á sunnudag. Ökumaðurinn var kominn inn í verslun, sem er í húsnæðinu sem hann ók á, þegar lögreglu bar að garði. Hann reyndist vera sviptur ökuréttind- um og kvaðst hafa ætlað að til- kynna óhappið daginn eftir, það er á mánudag. Skemmdir urðu á bifreiðinni og húsnæðinu. Þá varð árekstur um helgina þegar köttur hljóp í veg fyrir bif- reið í Njarðvík. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina til að keyra ekki yfir köttinn og við það hafn- aði önnur bifreið aftan á henni. Þá urðu nokkrir ökumenn staðnir að hraðakstri eða að sinna ekki stöðvunarskyldu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar. Steinþór fær 10 milljónum minna en undirmennirnir n Laun bankastjóra Landsbankans stóðu í stað í fyrra n ESA vildi ekkert gera M ánaðarlaun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, voru 800 þúsund krónum lægri en laun sjö undirmanna hans í framkvæmdastjórn bankans á síðasta ári. Steinþór var þá með 1,5 milljónir króna á mánuði á meðan sjö framkvæmdastjórar fyrirtækisins fengu að meðaltali 2,3 milljónir hver eða 9,6 milljónum meira í árslaun en bankastjórinn. Netið dregið af laununum Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Landsbankans stóðu laun Stein- þórs nánast í stað milli ára í fyrra en mánaðarlaun framkvæmdastjór- anna hækkuðu að meðaltali um 400 þúsund krónur á tímabilinu. Laun stjórnendanna sjö hækkuðu því meira á síðasta ári en sem nem- ur launahækkun Steinþórs frá árinu 2011 þegar hann fékk 1,2 milljónir á mánuði. Til samanburðar má nefna að Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var með 4,3 milljónir í mánaðarlaun í fyrra eða næstum þrefalt meira en Steinþór. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, var með næsthæstu launin af bankastjórunum þremur eða rúm- ar þrjár milljónir á mánuði. Arion banki og Íslandsbanki hafa að auki tekið upp kaupaukakerfi sem færðu bankastjórunum tveimur samtals 11,1 milljón á síðasta ári. Lands- bankinn hefur ekki tekið upp álíka kerfi en Steinþór fékk aftur á móti 2,1 milljón í hlutabréfatengdar greiðsl- ur á síðasta ári eða um 175 þúsund krónur á mánuði. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og launa- kjör bankastjórans eru því ákveðin af kjararáði. Samkvæmt nýjasta úr- skurði ráðsins er kostnaður vegna bifreiðahlunninda Steinþórs og nettengingar á heimili hans dreginn af laununum. Stjórnin leitaði til ESA Starfskjör bankastjóra Landsbank- ans hafa verið til umræðu frá árinu 2011. Lög um kjararáð, sem sett voru eftir bankahrun, kveða á um að þeir sem undir ráðið heyra skuli ekki vera með hærri laun en forsætisráðherra. Vorið 2013 samþykkti aðalfund- ur Landsbankans nýja kjarastefnu þar sem sagði að kjör bankastjóra og helstu stjórnenda ættu að vera samkeppnishæf við kjör stjórn- enda í stærri fyrirtækjum á fjármála- markaði. Bankaráð Landsbankans hafði þá sent Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, erindi þar sem fram komu áhyggjur stjórnarinnar af því að laun bankastjórans væru ákvörðuð af kjararáði. Taldi bankaráðið það kunna að brjóta í bága við stjórnar- skrá Íslands og EES-samninginn og benti á lögfræðiálit sem unnin höfðu verið fyrir bankann. Var því ákveðið að leggja til hliðar 47 milljónir króna sem nota átti til að leiðrétta laun Steinþórs. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum aflaði ESA upp- lýsinga um málið á sínum tíma en ákvað að aðhafast ekki frekar. Ekki náðist í Steinþór við vinnslu fréttarinnar. Steinþór hefur áður sagt að hann telji laun sín ekki samkeppnishæf og að hann vonist til þess að lögum um kjararáð verði breytt. n Yfir Íslandsbanka Birna Einarsdóttir var með 3,2 milljónir á mánuði í fyrra. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bankastjórinn Steinþór Pálsson tók við sem bankastjóri Landsbank- ans í byrjun júní 2010. MYNd LANdSBANkiNN Yfir Arion Höskuldur H. Ólafsson var með 4,3 milljónir í mánaðarlaun í fyrra. „Spilling rannsökuð“ „Ekki verður annað sagt en að hér sé um spillingu að ræða sem er nauðsynlegt að grípa til að- gerða gegn,“ segir í bókun sem Hildur Sverrisdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðis flokksins, lögðu fram á fundi í stjórnkerfis- og lýð- ræðisráði borgarinnar á mánu- dag. Voru þær að vísa til þess að hugmynd sem Bjarni Brynjólfs- son, upplýsingastjóri borgarinn- ar, kom fram með, um að leggja göngustíg með fram KR-vellin- um, hafi verið notuð til dæm- is um það sem íbúar gætu hrint í framkvæmd með íbúakosningu á Facebook-síðu borgarinnar. BJarni er einn stjórnanda síðunn- ar og setti hugmyndina fyrst fram á Facebook-síðu sinni þann 18. febrúar síðastliðinn. Innri endur- skoðun borgarinnar fer yfir málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.