Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2015, Page 16
16 Fréttir Vikublað 3.–5. mars 2015 Mynd ársins 2014 var í DV  Mynd ársins 2014 Mynd ársins 2014 var jafnframt valin fréttamynd ársins. Í umsögn dómnefndar segir að þessi mynd geti ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Viðfangsefnið beri traust til ljósmyndarans svo úr verði persónuleg túlkun á aðstæðum. „Maðurinn er veikbyggður og viðkvæmur en augnaráð hans er grípandi og sterkt. Tómleikinn í kringum hann sýnir þann fábrotna raunveruleika og mikla óöryggi sem hælisleitendur á Íslandi búa við. Myndin minnir okkur á þær áskoranir sem hælisleitendur mæta í þeim löndum sem þeir leita til og hefur myndefnið því einnig skírskotun til alþjóðlegs vandamáls.“ Mynd Sigtryggur Ari  Stórbruni í Skeifunni Allt tiltækt slökkvilið barðist við mikinn eld í húsnæði Fannar og Griffils í Skeifunni í júlí. Húsin brunnu til kaldra kola og talsverðar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum.  Lærði þrisvar að ganga Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðar- maður hefur glímt við lömun vegna heilahimnubólgu og orðið fyrir hættulegri líkamsárás. Hann hefur snúið sér að húsgagnasmíði og hlotið viðurkenningu fyrir á hönnunar- keppni í Mílanó.  Það tekur tíma að fyrirgefa „Gefið mér svolítinn tíma,“ sagði Yoko Ono þegar hún var spurð hvers vegna hún legðist gegn því að Mark Chapman, morðingi Johns Lennon, fengi reynslulausn.  „Sýran krumpar mig ekki“ Bjarni Bernharður Bjarnason, ljóðskáld og myndlistarmaður, segir frá þyrnum stráðu lífshlaupi sínu.  Ástfanginn uppi á fjalli „Einu sinni var ég ástfanginn uppi á fjalli í Noregi, en það var enginn með mér – ekkert viðfang til að taka á móti ástinni. Ég hafði verið ástfanginn áður og þekkti tilfinninguna vel. Ég var sko með fiðrildi í maganum.“ Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður.  Hætt kominn Bjartmar Guðlaugsson greindist með flogaveiki. Eiginkonan, María Helena Haraldsdóttir, kom að honum í alvarlegu flogakasti og kallaði eftir aðstoð sjúkrabíls. „Þetta gerðist klukkan sex um morguninn og það var ekki fyrr en þrjú um daginn á spítalanum á Norðfirði sem hann vaknar. Það fyrsta sem ég spurði hann var: „Bjartmar, hver er kennitalan þín?“ Ég var svo hrædd um að hann væri orðinn grænmeti,“ segir hún. Sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands stendur nú yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru 116 myndir. Ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jó- hannsson, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins 2014, og einnig verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins 2014 fyrir sömu mynd. DV á sjö myndir á sýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.