Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 4
Helgarblað 10.–13. apríl 20154 Fréttir Í búar við Rekagranda í vesturbæ Reykjavíkur eru margir verulega ósáttir við vinnubrögð borgar­ yfirvalda við nýlegar breytingar á merkingum um bifreiðastöður í götunni. Íbúum við götuna var ekki tilkynnt með formlegum hætti um breytingarnar heldur fréttu margir þeirra af þeim þegar sektarmiðar birtust skyndilega á bifreiðum sem eigendur höfðu margir lagt á sömu slóðum í hartnær tuttugu ár. Eitt hús­ félag í götunni ákvað á aðalfundi sínum þann 10. mars síðastliðinn að senda Umhverfis­ og skipulags­ ráði Reykjavíkurborgar yfirlýsingu þar sem vinnubrögðin eru harðlega gagnrýnd. Samgöngustjóri Reykja­ víkur segir ekki tíðkast að láta íbúa vita um uppsetningu umferðarskilta. Tvær sektir á sjö tímum Forsaga málsins er að á fundi Um­ hverfis­ og skipulagsráðs þann 13. mars 2014 var lagt til að bifreiða­ stöður við austanverða götuna yrðu bannaðar. Var erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjór­ ans á höfuðborgarsvæðinu. „Slétt ár er nú liðið frá þessari samþykkt ráðsins. Það hefði því átt að vera nægur tími til að tilkynna íbúum götunnar þessa breytingu með form­ legum hætti, t.d. með því að senda a.m.k. stjórnum húsfélaganna í göt­ unni bréf og veita íbúum einhvern aðlögunarfrest áður en breytingarn­ ar gengu í gildi. Í hugum margra íbúa var breytingin í raun fyrst til­ kynnt með sektarmiðum sem birtu­ st skyndilega á bifreiðum,“ segir í yfir­ lýsingu húsfélagsins Rekagranda 5. Segir að í einu tilviki hafi fram­ ganga lögreglu verið það vaskleg að sami bifreiðareigandi fékk tvær sektir með tæplega sjö klukkustunda milli­ bili. Íbúinn sem varð fyrir því segir að hann hafi fengið aðra sektina eft­ ir vinnu klukkan 17.16 og þá næstu laust eftir miðnætti sama dag. Allt í einu hafi bara verið komið upp skilti við innkeyrsluna í götuna þar sem skyndilega var bannað að leggja. Dapurlegur vitnisburður Íbúarnir segjast meðvitaðir um að í botni götunnar sé aðgengi að bæði leik­ og grunnskóla og að einhver dæmi séu um að lagt hafi verið beggja vegna götunnar þannig að erfitt eða ógerlegt hafi verið fyrir stærri bif­ reiðar að komast þar um. Það sé því ekki breytingin sem slík sem gerð sé athugasemd við, heldur fremur fram­ kvæmdin og upplýsingaleysið. „Að fá tilkynningu í raun með sektarmið­ um er dapurlegur vitnisburður um nútíma stjórnsýslu og vinnubrögð sem ekki geta talist í anda gagnsæ­ is, íbúalýðræðis eða skilvirkrar upp­ lýsingamiðlunar,“ segir enn fremur í athugasemd húsfélagsins. Skapar ný vandamál Þá er ráðinu bent á að þótt breytingin kunni að hafa leyst eitt vandamál í botnlanganum þá hafi hún á sama tíma skapað annað, sem bitni á fleiri en íbúum Rekagranda 5. Eft­ ir breytinguna sé nefnilega áfram heimilt að leggja bifreiðum vestan megin götunnar „Ásókn í þau stæði hefur því aukist að mun. Það hefur haft það í för með sér að skilgreind bifreiðastæði austan megin götunnar nýtast illa eða ekki, þar sem erfitt eða ógerlegt hefur verið að komast út úr þeim þegar bifreið­ um er lagt handan götunnar. Þetta er eitthvað sem taka þarf afstöðu til og leysa.“ Ekki vaninn að kynna Hjálmar Sveinsson, formaður um­ hverfis­ og skipulagsráðs Reykja­ víkurborgar, segir að erindi húsfé­ lagsins hafi ekki verið lagt fyrir ráðið en býst við að það verði tekið fyrir þegar þar að kemur. DV spurðist fyrir um það hjá Reykjavíkurborg hvort ekki hefði mátt standa betur að breytingunum með því að tilkynna íbúum um að þær væru yfirvofandi. Ólafur Bjarna­ son, samgöngustjóri borgarinnar, segir að ekki sé vani að kynna sér­ staklega fyrir íbúum þegar ný um­ ferðarmerki eru sett upp. Það hafi því ekki verið gert. Hins vegar hafi stað­ festing lögreglustjóra og leyfi fyrir umferðarmerkjunum komið þann 9. maí 2014. Tvö stöðubannsmerki hafi verið sett upp við götuna 3. júní. „Frá þeim tíma var öllum ljóst að ekki var heimilt að leggja við gang­ stéttarbrún á Rekagranda.“ DV fékk einnig þær upplýsingar frá Bílastæðasjóði að 15 sektir hafi verið skrifaðar í janúar við Reka­ granda og ein í apríl á þessu ári. Skýr­ ingin á því hvers vegna ekki hafi ver­ ið sektað fyrr en eftir áramót kunni að vera sú að sjóðurinn hafi hugsanlega ekki fylgt málinu eftir fyrr en þá. n Sektum rigndi á Rekagranda n Íbúar ósáttir n Ekki látnir vita að skyndilega mætti ekki leggja við heimilin Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Lögreglan gripin glóðvolg Íbúi náði þessari mynd af lögreglubíl sem lagt hafði verið á hið nýja bannsvæði. Lögreglan hefur að mati íbúa gengið fullvasklega fram í að sekta íbúa undanfarið. MynD AðSEnD Skyndilega bannað að leggja Íbúar við Rekagranda í Reykjavík eru ósáttir með að borgin hafi ekki tilkynnt þeim að þess væri að vænta að banna bifreiðastöður við þetta fjölbýlishús. Margir höfðu lagt þar um árabil en fyrirvaralaust fór sektum að rigna inn. MynD SigTryggur Ari Segjast saklausir Aðalmeðferð hófst á fimmtudag í máli ríkissaksóknara gegn Rík­ harð Júlíusi Ríkharðssyni, Davíð Fjeldsted og Magnúsi Sigurjóni Einarssyni en þeir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega lík­ amsárás, hótanir og frelsissvipt­ ingu. Sakborningarnir þrír segjast vera saklausir. Málið var tekið fyrir í Héraðs­ dómi Reykjavíkur í morgun og stendur aðalmeðferð þess enn yfir. Atburðurinn á að hafa átt sér stað í desember árið 2010. Mönnunum þremur er gef­ ið að sök að hafa ráðist á Unnar Smárason á veitingastaðnum Monte Carlo á Laugavegi. Þar eiga þeir að hafa lamið hann í höfuð og búk með hnefum og sparkað í hann í bakherbergi staðarins. Sú atburðarás á að hafa staðið yfir í á annan klukku­ tíma áður en Unnar var fluttur í íbúð í Hlíðahverfi þar sem á hann einnig að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Meðal annars er þrem­ enningunum gefið að sök að hafa þar barið Unnar með hafnabolta­ kylfu, hnúajárni, borið að honum eld, hellt þvottaefni í munn hans og hótað honum með vopnum. Unnari var síðar sleppt úr haldi eftir að ein milljón króna var lögð inn á reiking Magnúsar en það gerði faðir Unnars. Ríkharð Júlíus bar við minnis­ leysi þegar hann var spurður út í sakargiftir og sagðist hafa ver­ ið í mikilli neyslu á þessum tíma þegar brotin áttu að hafa verið framin. Hann sagðist ekki kannast við það að hafa veist að Unnari og kannast ekki við að hafa tekið við peningum sem voru greiddir fyrir frelsi hans. Hinir tveir, þeir Magnús og Davíð, höfðu svipaða sögu að segja og sögðust hvorugir vera sekir í málinu. Sagði Magnús, sem átti reikn­ inginn sem lausnarféð var lagt inn á, meðal annars að hann teldi að einhver annar hefði ver­ ið að nota reikninginn hans sem lausnarféð var lagt inn á. Handboltahetjur söfnuðu hálfri milljón Yfir 1.000 pítsur seldust í flatbökukeppni Guðjóns Vals og Arons Ó laLandsliðsmennirnir í hand­ bolta, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson, söfn­ uðu 529 þúsund krónum í flatbökukeppni sem þeir háðu til styrktar Mottumarsátaki Krabba­ meinsfélagsins. Í byrjun mars skoraði Guðjón Val­ ur á Aron að taka þátt í keppninni. Þeir útfærðu hvor sína flatböku og voru þær til sölu á pitsustað Guðjóns, Íslensku flatbökunni, í mars. Bakan hans Guðjóns seldist bet­ ur en alls runnu 500 krónur af hverri seldri böku í mánuðinum til styrktar Mottumars. Samtals seldust yfir 1.000 pítsur í átakinu. „Söfnunin fór fram úr okkar björt­ ustu vonum og við gætum ekki verið ánægðari að afhenda Krabbameins­ félaginu þessa glæsilegu upphæð. Ég hafði fulla trú á að Guðjón myndi vinna þetta þó að það hafi á tímabili litið út fyrir að Aron myndi sigla það langt fram úr að ekki yrði aftur snúið. En eins og sannur hornamaður, þá lagði Guðjón í eitt gott hraðaupp­ hlaup í lokin, tók fram úr og sigraði,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, fram­ kvæmdastjóri Íslensku flatbökunnar. Það voru meðeigendur Íslensku flatbökunnar, Valgeir og Guðmundur Gunnlaugssynir, sem afhentu styrk­ inn og Þröstur Árni Gunnarsson, fjár­ málastjóri Krabbameinsfélagsins, tók við honum. Þeir sem styrktu Mottumars átakið með því að kaupa pítsur frá Guðjóni og Aroni fóru í pott og áttu möguleika á að vinna áritaðar treyjur frá þeim félögum. Það voru Bjarki Hvannberg, sigurvegari Mottumars 2015, og Þröstur frá Krabbameinsfélaginu sem drógu úr pottinum tvo heppna við­ skiptavini. Treyjurnar verða afhentar sigur­ vegurunum í lok apríl þegar lands­ liðið kemur til landsins. Því má ekki gleyma að keppninni fylgdi ákvæði þess efnis að sá sem tapaði þyrfti að taka út refsingu. Það var Aron Pálm­ arsson sem tapaði naumlega og bíð­ ur hans því refsing frá Guðjóni þegar þeir mæta til landsins. n Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.