Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 11
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fréttir 11
Heiðarleiki borgar sig
ekki í Handónýtu kerfi
n Fékk ekki undanþágu hjá LÍN vegna launa sambýlismanns n Frétti af synjun í innheimtubréfi frá Motus
út frá því hvað ég ein var með í laun,
það var ekki tekið tillit til hans tekna
þegar ég fékk námslánið en samt á
hann að sjá um að borga það?“
Kveðst hún hafa fengið þau svör
að stjórn LÍN hafi ákveðið þetta
tekjuþak síðasta haust en bendir á
að engar upplýsingar sé að finna um
hvernig þessi tala sé fundin, við hvað
sé miðað. „Það er ekki tekið tillit til
þess að fólk eigi börn eða annarra
aðstæðna. Ég bjóst ekki við að þurfa
að borga þetta og hef ekki efni á
því. Ég spurði því hvað væri til ráða
og fékk þau svör að nema ég væri
í verulegum greiðsluerfiðleikum
með staðfestingu frá umboðsmanni
skuldara, lán í frystingu í minnst
fjóra mánuði og fleira þá þyrfti ég að
gjöra svo vel og borga þetta. Ég varð
bara orðlaus.“ Anna Katrín kveðst
hafa leitað af sér allan grun, hún hafi
ekki fengið póst um synjunina þó
að starfsmaður sjóðsins fullyrði að
hann hefði hún átt að fá.
Refsað fyrir eljusemi
Anna Katrín segir að sambýlismað
ur hennar og barnsfaðir hafi verið
í fullu starfi síðastliðin tvö ár með
námi. „Einfaldlega vegna þess að
námslánin duga ekki til að halda
uppi tveimur börnum og heimili.
Hann hefur unnið fullt starf og verið
í 2 til 3 áföngum í skóla með vinnu.
En af því að hann var svo tekjuhár
fyrsta árið sitt þá missti hann öll
réttindi til að fá námslán, og missti
líka réttindi til að fá námslán fyr
ir skólagjöldunum sem eru 200
þúsund á önn. Það er þá peningur
sem við þurfum að greiða úr vasa
svo hann hafi efni á að klára skól
ann, sem er mikilvægt atriði auðvit
að. Hann fær því engin skólagjöld,
ekki námslán en við þurfum að nota
launin hans til að greiða það auk
minna námslána. Svo byrjar hann
að greiða af sínum námslánum nú
í haust.“
Það er því ekki bara Anna Katrín
sem líður fyrir það að sambýlismað
urinn neyðist til að vinna fullt starf
með skóla, heldur líka hann sjálfur.
Borgar sig að svindla
Það er því verið að refsa ykkur fyrir
að reyna að framfleyta ykkur með
námi?
„Það er okkar upplifun. Við erum
að reyna að feta okkur áfram í líf
inu, taka skynsamlegar ákvarðanir
og vera heiðarleg. En maður hefði
það talsvert betra ef maður væri það
ekki. Við höfum verið skráð í sam
búð frá því áður en við eignuðumst
börn, en ef ég væri skráð einstæð
myndi ég fá frest á námslánin mín,
ég myndi fá miklu hærri námslán og
mikið hærri barnabætur.“
Óttast að þurfa að hætta í námi
Aðspurð hver þeirra næstu skref
verða segir Anna Katrín að nú
sé framtíð þeirra í mikilli óvissu.
Undanfarin ár hafi verið mikil bar
átta og lítið hafi mátt út af bregða um
hver mánaðamót.
„Núna lítur út fyrir að ég geti ekki
haldið áfram í skólanum á næstu
önn til að klára námið. Við höfum
ekki efni á að greiða skólagjöldin
hans, þannig að hann getur ekki
klárað námið sitt. Þetta er því far
ið að líta illa út allt saman. Maður er
bara virkilega sár og reiður. Kerfið er
svo hrikalega gallað að það er ein
hvern veginn útilokað fyrir námsfólk
að komast áfram. Þetta er tímabil
ið þar sem á ekki að vera svona mik
il óvissa. Það á að styðja fólk sem er
að mennta sig, er með börn og er að
ganga í gegnum þetta erfiða tímabil í
lífinu þar sem maður er að gera allt í
einu. Það á að vera meiri stuðningur
í kerfinu, betra öryggisnet fyrir ungt
fjölskyldufólk. Þetta varðar réttindi
barnanna. Ég sé á fólkinu sem er að
deila skrifum mínum á Facebook
um þetta að fleiri eru að lenda í ná
kvæmlega þessu.“
Aðspurð hvaða ráð þau hafi
kveðst Anna ekki vita það.
„Við erum enn í sjokki og enn að
átta okkur. Eini möguleikinn sem við
höfum er að leita til fjölskyldunnar
og það er ekki sjálfgefið að hafa að
gang að hjálp frá fjölskyldunni.“ n
Miðað við lágmarkslauna-
taxta og árslaun öryrkja
DV leitaði svara hjá LÍN
DV sendi Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN, fyrir
spurn vegna málsins. Spurt var um tekjuþakið hjá sambýlisfólki, við
hvað væri miðað þegar sú upphæð væri fundin og hvort eðlilegt gæti
talist að tekjur maka verði til þess að nær tekjulaus námsmaður fái synj
un á úrræðum sjóðsins.
Hrafnhildur segir að LÍN hafi á undanförnum árum haft ákveðið
tekjuviðmið sem miðað er við við mat á undanþágum. Á síðasta ári hafi
það verið 3,3 milljónir fyrir einstakling en 6,6 milljónir fyrir sambýlis
fólk/hjón.
„Við ákvörðun á tekjuviðmiði er tekið mið af því að greiðanda reikn
ist ekki tekjutengd afborgun en jafnframt er tekið mið af lágmarkslauna
taxta BHM og meðal árslaunum öryrkja. Frá og með árinu 2013 var mið
að við að samanlagðar tekjur hjóna væru undir 6,6 m.kr. Rökin eru þau
að hér er um ívilnandi ákvæði að ræða þ.e. þegar veitt er undanþága frá
námslánum en aðrar röksemdir gilda um veitingu námslána. Vinnu
reglur LÍN hvað varðar undanþágur á endurgreiðslum námslána koma
fram í úthlutunarreglum sjóðsins sbr. gr. 7.5.“
DV spurði einnig hvort ekki væri óheppilegt
ef misfarist hefði að láta Önnu Katrínu vita
að henni hefði verið synjað um þetta úrræði
í tæka tíð áður en innheimtubréf bærist
frá Motus.
Hrafnhildur bendir aðeins á að í verk
lagsreglum LÍN fær greiðandi senda
innheimtuviðvörun 15 dögum eftir gjald
daga þar sem fram kemur að sé greiðsla ekki
innt af hendi sé hún send til Motus í milliinn
heimtu, sem er 27 dögum eftir gjalddaga.
„Rétt er að taka fram að beiðni um
undanþágu frestar ekki innheimtuferli,“
segir Hrafnhildur í skriflegu svari og vís
ar svo í staðlað svar sem umsækjendur
fá í framhaldi af umsókn þar sem þetta
kemur fram.
„
Maður
er bara
virkilega
sár og
reiður
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
Sefac
stólpalyftur
è Fáanlegar 5,5
7,5 og 8,2 tonn
è 7,5 er með þráðlausum
samskiptum milli pósta
è Íslenskur texti í skjá
è Dekkjastærð:
962 til 1154 mm
è Mesta hæð: 1820 mm
è Hraði upp óhlaðinn
1090 mm/mín
è Hraði upp hlaðinn
7,5 T. 790 mm/mín
è Ryk og vatnsvarinn
samkv. IP54
è Þyngd á stólpa 430 kg.