Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 17
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fréttir 17
Dæmdur saklaus
n Fangelsi vofði yfir tveimur mönnum í heilt ár n Hæstiréttur sýknaði
H
æstiréttur hefur snúið við
dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur og sýknað Sönke Holz
og Donald Andersson í lík-
amsárásarmáli á Laugavegi
á menningarnótt í Reykjavík árið
2012. Hæstiréttur taldi vitni ótrú-
verðug og að ákæruvaldið hefði ekki
axlað sönnunarbyrði. Bæði Sönke
og Donald höfðu verið dæmdir í níu
mánaða óskilorðsbundið fangelsi í
héraðsdómi.
Ærumissir á netinu
„Við vorum nafngreindir í DV og
fréttin hefur verið á netinu síðan
seint í maí í fyrra þegar dómurinn
var kveðinn upp í héraðsdómi,“ seg-
ir Sönke.
Sönke Holz er af þýsku bergi brot-
inn og hefur verið búsettur hér á
landi undanfarinn áratug eða svo.
Hann er útskrifaður sem grafískur
hönnuður frá Listaháskóla Íslands
og sóttist námið vel þar. Hann er
meðal annars meðlimur í hljóm-
sveitinni Cryptochrome. Dóminum
var umsvifalaust áfrýjað og sýknu-
dómur Hæstaréttar var kveðinn upp
fyrir skemmstu.
„Það hefur verið afleitt að hafa
hangandi yfir sér níu mánaða fang-
elsisdóm. Ég er í sambúð og á sjö ára
son. Ef ég sæki til dæmis um vinnu er
vandalaust að fletta því upp á netinu
að ég hafi verið dæmdur fyrir of-
beldi sem ég hef nú verið sýknaður
af. Ef allt hefði farið á versta veg hefði
ég farið í fangelsi í sumar. Allt þetta
hefur verið mjög erfitt fyrir mig, til
dæmis þegar ég sæki um vinnu.“
Einkennileg málsatvik
Mál Sönkes og félaga hans er athygl-
isvert því skömmu eftir atvikið á
Laugavegi reyndi Sönke sjálfur að
kæra líkamsárásina og taldi sig þar
af leiðandi vera brotaþola en ekki
árásarmann. „Ég og kunningi minn
vorum að koma úr vinnu. Donald
var á undan mér að tala í síma. Ég
sneri mér við og fékk högg í andlitið
þannig að gleraugun duttu í götuna.
Donald kom og vildi verja mig frek-
ari áreitni meðan ég tæki upp gler-
augun og setti á mig.“
Sönke og félagi hans hurfu um
síðir af vettvangi en Donald var fljót-
lega handtekinn. Sá er kærði líkams-
árásina hafði fallið í götuna og í kæru
hans var borið að Sönke og Dona-
ld hefðu sparkað í höfuð hans með
þeim afleiðingum að hann tapaði
rænu um stund.
„Eins og gefur að skilja hefði ég
ekki reynt að kæra líkamsárás sjálf-
ur ef ég hefði verið með vonda sam-
visku. Mér var sagt að það gengi ekki
því sá sem ég átti að hafa ráðist á væri
búinn að kæra. Mér var sagt að ég
gæti borið vitni fyrir Donald. Þannig
átti að snúa á haus tilraun minni til
að kæra ofbeldisárás og nota hana
gegn sjálfum mér. Þetta er óskiljan-
legt réttarfar,“ segir Sönke.
Ótrúverðug vitni
Í dómi héraðsdóms fyrir tæpu ári
segir: „Samkvæmt áverkavottorði
greindist brotaþoli með töluverða
áverka í andliti eftir atvikið, auk
þess sem hann tognaði í hálshrygg
og brjósthrygg. Samrýmast þessir
áverkar því að brotaþoli hafi fengið
ítrekuð spörk í höfuðið. Þegar fram-
burður þessara sjónarvotta eru virt-
ir, og hliðsjón höfð af áverkavottorði
og ljósmyndum af áverkum á brota-
þola, þykir dómnum hafið yfir skyn-
samlegan vafa að ákærðu hafi í félagi
veist að brotaþola og sparkað í höf-
uð hans liggjandi í jörðinni. Ákærðu
tóku báðir þátt í atlögunni. Af þeim
sökum verður ekki skilið á milli þátt-
ar hvors um sig í atlögunni.“
Hæstiréttur fór yfir framburð
vitna sem virðast hafa ráðið úrslitum
í dómi undirréttar. Taldi rétturinn
að framburður vitnanna væri óskýr
og „nokkuð misvísandi“ um spörk í
höfuð brotaþola. Að minnsta kosti
annað höfuðvitnanna var auk þess
drukkið umrætt kvöld samkvæmt
vitnisburði. Sama vitni bar að Sön-
ke hefði sparkað í höfuð brotaþola.
En Hæstiréttur sannfærðist ekki
og í dómi hans segir: „Ekkert ann-
að þeirra vitna sem komu fyrir dóm
bar afdráttarlaust á þann veg. Þá hef-
ur vitnið [...] sjálfur borið á þá leið
að hann hafi verið drukkinn um-
rætt sinn. Einnig kom fram í fram-
burði [...] læknis fyrir dómi að höf-
uðáverkar þeir sem brotaþoli hlaut
geti hafa orsakast af öðrum ástæðum
en spörkum í höfuð. Jafnframt kom
fram hjá lækninum að áverkar hans
hafi ekki verið alvarlegir.“
Uppreisn ærunnar
Dómarar Hæstaréttar segja að þótt
rétturinn sé ekki í aðstöðu til þess
að endurmeta sönnunargildi munn-
legs framburðar fyrir héraðsdómi
verði samt sem áður að slá því föstu
að gegn eindreginni neitun Sönkes
og Donalds hafi „ákæruvaldið ekki
axlað þá sönnunarbyrði sem á því
hvílir [...] og ekki sé því komin fram
næg sönnun fyrir sekt ákærðu, eins
og henni er lýst í ákæru, svo haf-
ið sé yfir skynsamlegan vafa [...].
Verða ákærðu því sýknaðir af kröfum
ákæruvaldsins í málinu.“
Auk þess að hljóta níu mánaða
óskilorðsbundinn fangelsisdóm
í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu
Sönke og Donald verið dæmdir til
að greiða samtals um 1,7 milljónir
króna í miskabætur, málsvarnarlaun
og sakarkostnað. Auk þess að sýkna
Sönke og Donald vísaði Hæstiréttur
miskabótakröfu meints brotaþola frá
dómi og felldi sakarkostnað allan á
ríkissjóð. n
Vettvangur Atvikið átti sér stað á Laugavegi á meningarnótt 2012. Sönke reyndi sjálfur að
kæra atvikið en hlaut einkennilegar viðtökur hjá lögreglunni.
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Sýknaður Með sýknudómi Hæsta-
réttar hefur Sönke Holz tekið gleði sína
á ný eftir að hafa lifað í skugga fangels-
isdóms í nærri eitt ár. Dómur undirrétt-
ar hafði margvísleg og neikvæð áhrif
á líf hans. Nafn hans var birt meðal
annars í frétt DV þegar sektardómurinn
féll í fyrra. Mynd SigtryggUr Ari
„Ef ég sæki
til dæmis
um vinnu er
vandalaust að
fletta því upp á
netinu að ég hafi
verið dæmdur
fyrir ofbeldi sem
ég hef nú verið
sýknaður af
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!