Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 20
20 Skrýtið Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Þetta eru vinsælustu YouTube-stjörnurnar  Jenna Marbles Áskrifendur: 14 milljónir Marbles rekur sjöundu vinsælustu rásina á Youtube um þessar mundir og er sú stúlka sem hefur flesta áskrifendur. Hún gerir skemmtileg myndbönd þar sem hún fjallar um hegðun og útlit, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið sem kom henni á koppinn hét How to trick people into thinking your‘re good look- ing, eða Svona læturðu fólk halda að þú lítir vel út. n Einn þénar hálfan milljarð króna á ári n Oft ótrúlega einfaldar hugmyndir  Felix Kjellberg Áskrifendur: 33 milljónir Svíinn Felix Kjellberg hefur í dag atvinnu af því að spila tölvuleiki. Hann spilar leikina og talar á meðan. Svo býr hann til myndbönd úr efninu og myndskreytir. Um þrjár milljónir manna horfa að jafnaði á hvert myndband en hann þénar um hálfan milljarð á ári – já, hálfan milljarð króna!  Zoella Áskrifendur: 7 milljónir Zoe Sugg er stofnandi stöðvarinnar en áskrifendur þekkja hana undir nafninu Zoella. Á rásinni veitir hún ráð sem snúa að tísku, förðun og lífsstíl. Hún hefur, síðan hún öðlaðist frægð, skrifað undir tveggja bóka útgáfusamning við Penguin Books.  Michelle Phan Áskrifendur: 7 milljónir Phan er orðin einn helsti förðunarráðgjafinn á Youtube , með milljónir fylgjenda. Stúlk- an, sem hóf feril sinn á Youtube, er orðin yfirförðunarfræðingur hjá snyrtivöruris- anum Lancom‘s og ýtti árið 2011 úr vör vefsíðunni ipsy.com. Þar getur fólk borgað 10 dollara á mánuði og fengið sendar prufur frá snyrtivöruframleiðendum, sem síðan eru teknar fyrir á Youtube-síðunni.  The Slow Mo Guys Áskrifendur: 4 milljónir Galvin Free og Daniel Gruchy hafa um fjórar milljónir áskrifenda. Þeir byrjuðu með rásina árið 2010 en á henni birta þeir HD-mynd- bönd af ýmsum uppátækjum í mjög hægri hágæða endursýn- ingu. Frekar einföld hug- mynd, ekki satt? Um 300 milljónir manna hafa horft á myndböndin þeirra.  Bethany Mota Áskrifendur: 8 milljónir Þeir sem fylgdust með sjónvarpsþáttunum Dancing with the Stars ættu að þekkja þessa. Hún byrjaði að setja inn myndbönd árið 2009 og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg síðan. Myndböndin fjalla um lífsstíl (förðun, tísku, skreytingar og fleira). Hún stofnaði tísku- vörumerkið Aeropostale og hefur ferðast víða um heim til að kynna merkið sitt.  Shane Dawson Áskrifendur: 12 milljónir Dawson framleiðir gaman- myndbönd þar sem hann kem- ur fram sem ólíkir persónuleik- ar. Hann er líka þekktur fyrir að skopstæla þekkta poppsmelli, sem hann gerir við fræga poppsmelli, svo sem eins og lög eftir Taylor Swift og Meghan Trainor. Í fyrra kom út kvikmyndin „Not Cool“ sem Dawson leikstýrði en myndin var framleidd fyrir raunveruleikaþáttaröðina The Chair. Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 564-1011 Láttu þér líða vel meccaspa.isOpnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.