Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 28
28 Umræða Helgarblað 10.–13. apríl 2015
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Þ
að mun einhvern tím
ann verða fræðimönnum
mikil ráðgáta hversu mikl
um tilfinningasveiflum og
ástríðuhita umræða um
Reykjavíkurflugvöll er á okkar dög
um. Stundum hvarflar að manni
að ekkert standi hjarta sumra nær
en þessir malbiksspottar í Vatns
mýrinni; sumir „flugvallarvinir“
verða hreinlega æfir ef til dæmis á
það er minnst að færa völlinn út í
uppfyllingar í Skerjafirði, og ný
verið lagði allur þingflokkur Fram
sóknar, Reykjavíkurþingmenn þar
á meðal!, það til að borgaryfirvöld
yrðu svipt skipulagsvaldi á þessum
stað í hjarta bæjarins, til þess að
öruggt væri að aldrei yrði hægt að
hrófla við neinu þar. Af því tilefni
setti ég inn kæruleysislega færslu á
fjasbók sem gerði allt vitlaust, kall
aði þetta Framsóknarlið óvirðu
legu nafni, og enn eru menn að
senda mér tóninn vegna þess, sem
er svona álíka eins og ef Reykvík
ingar væru ennþá grenjandi hálfu
ári síðar yfir því að einhver hefði
leyft sér að nota orð eins og höfuð
borgarskríll.
Einu almennilegu rökin fyrir
því að hafa flugvöllinn nákvæm
lega þar sem hann er núna eru þau
sem heyrast frá fólki sem sjálft eða
þeirra nánustu hefur verið unnt að
bjarga í nauðum beinlínis vegna
nálægðar hans við Landspítalann.
Þess vegna er það enn meiri þver
stæða í þessum málum öllum að
það verður æ fleirum ljóst að það
er trúlega alls ekki góð hugmynd
að byggja upp framtíðarhúsnæði
fyrir þjóðarsjúkrahúsið þarna við
flugbrautarendann – nú nýverið
kom meðal annars í ljós að þorri
læknastéttarinnar telur það hreint
glapræði.
Gömul sjúkrahús og ný
Vinur minn einn, læknir sem ára
tugum saman starfaði erlendis,
benti mér nýverið á að mjög víða
í vestrænum borgum séu gamlir
spítalar miðsvæðis, byggðir á fyrri
hluta 20. aldar, í virðulegum hús
um sem margoft sé búið að byggja
við síðan. En að húsnæðið sé orðið
úrelt og standi nútímaspítalastarf
semi fyrir þrifum. Með öðrum orð
um: þetta er nákvæmlega eins og
hjá okkur hér, gæti verið lýsing á
landspítalalóðinni okkar. Hann
sagði mér einnig að víðast hvar
í vestrænum borgum sé búið að
byggja nýja spítala, eða að þannig
framkvæmdir séu í gangi. En alls
staðar hafi verið farin sú leið að
fara í útjaðra borganna þar sem er
nóg pláss fyrir nýjar byggingar og
allt sem þeim tilheyrir, og hægt að
komast að þeim úr sem flestum átt
um. Og nóg pláss fyrir hugsanlegar
stækkanir. Hann bendir á að trú
lega muni mannfjöldi hér aukast
töluvert á næstu hálfri öld eða svo,
kannski um helming, og að það
þýði að stækka þurfi spítalann sem
því nemur. Og þó að hægt sé nú að
troða nýjum byggingum, sem duga
okkur í bili, á Hringbrautarsvæð
ið við flugbrautarendann þá verði
mjög erfitt eða útilokað að stækka
þar. Þess vegna sé skynsamlegra að
fara út úr þéttbýlinu, og helga þar
spítalastarfi nóg pláss.
Hvað á að gera við öll þessi hús
Ég benti þá á þau rök að sumar af
núverandi byggingum á landspít
alalóðinni séu nokkuð nýlegar og
að það myndi auðvitað spara tals
vert að nota þær áfram, eins og
fram hefur komið í máli manna. En
hann sagði að auðvitað væri ekk
ert vit í öðru en að nota þessi miklu
og fínu hús áfram, enda hefði það
alls staðar verið gert þar sem þessi
þróun hefur átt sér stað: Þar hefur
gömlu spítalabyggingunum verið
breytt í íbúðarhúsnæði. Og orðið
mjög eftirsótt sem slík: Þetta er
miðsvæðis, þar sem flestir vilja
búa; þarna mætti gera mjög fjöl
breyttar íbúðir, með lúxus fyrir þá
sem slíkt vilja, eða ódýrar vistarver
ur, fyrir ungt fólk, stúdenta og svo
framvegis.
Tengsl við himnana
En við vorum að tala um Reykja
víkurflugvöll. Sjálfur hef ég búið í
nágrenni við hann mestalla ævina,
og römm er sú taug – hann er partur
af mínum föðurtúnum, tengdur
frábærum minningum um að fá að
fljúga vestur á Ísafjörð til ömmu og
afa og frændanna og frænknanna
þar, og að auki hef ég alltaf séð í
honum þann höfuðkost að hann
sér okkur fyrir tengingu við himn
ana og fjarlæga staði – að sjá flugvél
lenda og eða taka á loft minnir stöð
ugt á að það eru til aðrir staðir þar
sem fólk býr og hrærist, við erum
ekki ein; sumir hafa sagt að það sé
yfirleitt meiri sköpun í hafnarborg
um vegna þessa sama lífræna sam
bands við fjarlægðirnar, að vita og
sjá skipin koma og fara, og alveg
óháð því þótt þeir sem hugsi fleiri
skapandi hugsanir séu kannski
ekkert að koma eða fara sjálfir með
sömu skipum – nóg er að finna fyr
ir tengingunni við fjarlægðirnar. En
– það er líka alveg ljóst, og undir
það taka allir arkitektar og borgar
hönnuðir heimsins – að Reykjavík
myndi losna úr skipulagslegri úlfa
kreppu ef hægt væri að nota, a.m.k.
megnið, af því svæði í hjarta borg
arlandsins sem nú fer undir þessi
malbikuðu plön. Þórarinn Eldjárn
segir á einum stað í sínum góðu
bókum að Reykjavík sé varla borg
heldur meira eins og rönd, rofin
stöku sinnum af freðmýrum. Og
Flugvallarsorgir og spítaladrama
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
„Mér skilst að við
verjum tugum
milljarða á fjárlögum
hvers árs í samgöngur. Af
hverju má ekki nota hluta
af því, kannski þrjú-fjög-
ur ár í röð, til þess að færa
flugbrautirnar til dæmis
út í Skerjafjörð?
Reykjavíkurflugvöllur
Stundum hvarflar að manni
að ekkert standi hjarta sumra
nær en þessir malbiksspottar í
Vatnsmýrinni. Mynd SiGTRyGGuR ARi
„Vonandi heldur
fylgi Pírata áfram
að aukast. :)“
segir Áslaug Benediktsdóttir, en
Píratar voru mikið til umfjöllunar
á dögunum bæði vegna fylgis-
aukningar þeirra og vegna þátttöku þeirra
í kosningum á þinginu. Birgitta Jónsdóttir
kapteinn Pírata segir Pírata ekki greiða
atkvæði með málum sem þeir ná ekki að
kynna sér og fyrir vikið greiði þeir sjaldnar
atkvæði en aðrir.
„Ríkisstjórnin eins
og hún leggur sig
á að skammast
sín, ekki hægt að hækka
laun þeirra sem minnst hafa
í 300.000 á 3 árum! Fólk …
standið upp „verkfall“ og
aftur verkfall þar til við fáum
hækkun á smánarlaunin
okkar,“
segir Guðrún Björnsdóttir, en DV
greindi frá því að laun forsætis-
ráðherra hefðu hækkað um 340
þúsund krónur frá hruni.
„Og á
sama tíma
birtast
greinar
eftir te-
pokasjalla
í Mogg-
anum þar sem verkfalls-
rétturinn er útmálaður sem
óþarfur og tímaskekkja. Við
eigum einfaldlega að treysta
á brauðmolahagkerfið og
halda kjafti. Klassískt hægri-
manna kjaftæði,“
segir Maron Bergmann Jónasson
en DV bar saman kjör í Noregi og
á Íslandi. Þau norsku reyndust
heldur hagstæðari.
16
5
3
8.–9. apríl 2015
25. tbl. 105. árgangur
leiðb. verð 445 kr.
vikublað
Minna eftirlit Með
sMærri félöguM
Banka-
Bónusar
hækki
fjórfalt
Best klædd í
stjórnmálum
Launasamanburður
minni vinna
hærri laun
n tímakaup 2.584 kr.
n 6 vinnudagar að
baki húsaleigu
noregur
meiri vinna
lægri laun
n tímakaup 1.280 kr.
n 14 vinnudagar að
baki húsaleigu
ísland
n jakkafötin út – framandi fatastíll skorar hæst
Hvaða
skólar
skara
fram
úr?
n ísaksskóli bestur
í reykjavík n lakasti
árangurinn í Breiðholti
n Fjármálafyrirtækin vilja geta
greitt árslaun í bónus
látlaus athöfn um borð í Húna
38
n Forstjóri Fme: „kerfislega mikilvæg fyrirtæki“ hafa forgangn Yfirdráttarlán felldu sparisjóð Vestmannaeyja – ofmetin um hálfan milljarð
8–9
16
10–11
Vantar
klósett á
veturna
n „Ferðamannasprengjan“
tekur á sig ýmsar myndir 12
Frystiklefinn
á rifi hlaut
eyrarrósina 30
2–3
Amerískir dagar alla daga
Opið frá 10.00 - 20.00
Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560 2500
kostur@kostur.is | www.kostur.is
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.