Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 29
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Umræða 29 Flugvallarsorgir og spítaladrama þarna horfum við á vandamál sem á sinn hátt er jafn brýnt að leysa eins og þörfina fyrir flugvöll á höf- uðborgarsvæðinu. „Borg náttúrunnar“ Myndlistarmaðurinn Þórður Ben Sveinsson, sem mikið hefur rann- sakað borgamyndun og skipulags- mál, útfærði hugmynd um byggð í Vatnsmýri, sem hann kallaði Borg náttúrunnar. Í viðtali við Morgun- blaðið fyrir nokkrum árum lýsti hann henni svo: „Staðsetning borgarinnar er sem fyrr í Vatnsmýrinni, römmuð inn af Suðurgötu, Hringbraut, Öskju- hlíð og ströndinni við Nauthóls- vík. Þórður telur að í borg af þessu tagi ættu um 100.000 íbúar að geta búið, enda er lögð á það áhersla í skipulagi hennar að þar sé skammt að fara í alla hluti og bílar nánast óþarfir fyrir dagleg verkefni. Þórð- ur ber saman kort af Amsterdam og Reykjavík á sýningunni því til staðfestingar að þetta sé hægt. „Í miðborg Amsterdam búa 750.000 íbúar,“ útskýrir Þórður. „Að stærð er hún fjórir sinnum þrír og hálf- ur kílómetri, og borgin er hvergi þröng. Ef Reykjavík fylgdi sömu for- skrift, þyrfti hún ekki að vera nema 700 metrar að breidd. Þannig að það væri hægt að skipuleggja Reykjavík allt öðruvísi, en þá þyrfti auðvitað að gera alveg radikal breytingar og taka upp allt annan hugsunarhátt.“ Borg Þórðar, Borg náttúrunnar, skiptist upp í margvísleg hverfi eft- ir því hvernig náttúran er á hverjum stað í Vatnsmýrinni. Þannig er að finna hverfi tjarna og síkja, hraun- hverfi, hverfi gilja og gljúfra, fjöru- hverfi og þar fram eftir götum, sem hvert og eitt tekur mið af aðstæðum í ytra útliti. „Þá nota ég til að mynda fjörusand og fjörusteina í forgarð- ana í fjöruhverfinu,“ útskýrir hann.“ „Hann elskaði malbik hann Þórður …“ Án þess að hér sé sagt að þessar hugmyndir séu með öllu raunhæf- ar, þá er hálf galið að ekki megi einu sinni ræða svona mál, og að gervall- ur forystuflokkur ríkisstjórnarinnar vilji svifta íbúa svæðisins réttinum til að skipuleggja sín heimatún, vegna einhverra flugvallarvina – sem eru að því er virðist aðallega elskir að malbikinu á brautun- um þar sem þær eru nú – kannski eru þetta einhverjar hneigðir svip- aðar þeim hjá Þórði sem elskaði þilför. Hafa þó fram komið hug- myndir sem í engu myndu breyta flugmálum borgarinnar; má þar nefna hugmynd Trausta Valssonar um flugbrautir á Lönguskerjum, eða hugmyndar sem mig minnir að Ómar Ragnarsson, sá fluggarp- ur, hafi kynnt, um að færa brautirn- ar með landfyllingu út í Skerjafjörð. Ef einhver hefur nefnt, t.d. í grein- um, bloggi, fjasbók eða hvar sem vera kann, eitthvað í þessa veru, þá hafa flugvallarvinir um land allt rok- ið upp með miklum æsingi. Og gjarn- an hefur verið bent á að svona fram- kvæmd, að búa til nýjar flugbrautir, kosti of mikið; menn hafa nefnt tíu eða fimmtán milljarða króna. En af hverju er það allt of mikið? Er ekki alltaf verið að búa til ný samgöngu- mannvirki: vegi, brýr, jarðgöng, hafn- ir, flugvelli? Mér skilst að við verjum tugum milljarða á fjárlögum hvers árs í samgöngur. Af hverju má ekki nota hluta af því, kannski þrjú-fjögur ár í röð, til þess að færa flugbrautirn- ar til dæmis út í Skerjafjörð? Með því væri leystur mikill skipulagsvandi á höfuðborgarsvæðinu, sömuleiðis leyst þörf fólks til að nýta flugsam- göngur til og frá höfuðborgarsvæð- inu, og sömuleiðis yrði þá búið að eyða því deilumáli sem mestum sár- indum veldur, „hér á landi á“ eins og kallinn sagði. Mér finnst þetta svo augljóst og rakið að það þurfi ekki einu sinni að bíða niðurstöðu ein- hverrar Rögnunefndar – bara haska sér í þetta. n Þórarinn Eldjárn Segir á einum stað í sínum góðu bókum að Reykjavík sé varla borg heldur meira eins og rönd, rofin stöku sinnum af freðmýrum. Mynd Sigtryggur Ari Kvarnir - Brimrás - Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Ný sending af hjólapöllum, áltröppum og fibertröppum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.