Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Page 35
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fólk Viðtal 31
É
g var alltaf eitthvað að fíflast
og ef mér leiddist bjó ég
gjarnan eitthvað til. Ég held
að þetta hafi verið ákveðin
barátta um athygli innan fjöl-
skyldunnar; maður var að reyna
að finna sína stöðu,“ segir Gunnar
Jónsson, betur þekktur sem Gussi,
sem fór snemma að reyna fyrir sér
í leiklist þótt hann hafi mestmegnis
unnið við smíðar og sjómennsku á
starfsævinni.
Rétt að byrja
Gussi leikur titilhlutverkið í kvik-
myndinni Fúsi en það er hans
fyrsta burðarverk. „Viðbrögð við
myndinni hafa verið vonum fram-
ar. Ég hef ekki hitt neinn sem er
óánægður,“ segir Gussi sem er enn
staðráðinn í að starfa í leiklistinni
þrátt fyrir mikla vinnu við tök-
ur á Fúsa. „Ég var á tökustað allan
daginn, tólf tíma á dag. Það voru
mikil viðbrigði en gaman. Tilf-
inningin sem ég upplifði meðan á
þessu stóð var sú að ég var að gera
það sem ég á að vera að gera; að ég
væri á réttum stað. Sú tilfinning er
góð. Ég hafði saknað þess að leika
og eftir þessa reynslu er þetta enn-
þá draumurinn. Ég er búinn að
gutla í þessu í 30 ár en góðir hlutir
gerast hægt. Ég er rétt að byrja.“
Leist ekkert á
Kvikmyndin fjallar um rúmlega
fertugan mann sem býr enn hjá
mömmu sinni. Gussi segir margt
líkt með honum og Fúsa þótt hann
búi sjálfur ekki heima hjá foreldr-
um sínum. „Við erum á svipuðu reki
þótt ég sé aðeins eldri. Sumt af mér
er í honum og sumt af honum reyni
ég að temja mér. Fúsi er þó þyngri.
Hann er 234 kg og ég ekki nema 208.
Það má samt segja að ég hafi bætt á
mig 100 kg fyrir þetta hlutverk,“ segir
hann brosandi en leikstjórinn, Dag-
ur Kári Pétursson, hefur látið hafa
eftir sér að hann hafi skrifað hand-
ritið með Gussa í huga.
„Hann hringdi og spurði hvort ég
væri til í að taka hlutverkið að mér
og sagðist ekki ætla að gera neitt
úr þessu nema ég yrði með. Ég var
staddur úti á sjó og lofaði honum
að ég skyldi lesa handritið. Í fyrstu
fannst mér nú ekki mikið til koma
og hugsaði hvernig ég ætti eigin-
lega að segja Degi það. En ég hafði
nægan tíma og ákvað að lesa aftur
yfir um kvöldið og gerði það tvisvar.
Eftir að hafa rýnt betur í handritið
fóru að poppa upp punktar og eft-
ir að hafa lesið það enn einu sinni
yfir skildi ég loksins hvar snilldin
lá,“ segir hann og bætir við að hann
hafi smám saman farið að máta
sig við Fúsa í rólegheitum. „Við
fórum aldrei í neina karaktersköp-
un þannig lagað en þegar við kom-
um inn á heimilið, þar sem tökur
fóru fram, datt Fúsi alveg inn. Ég
fann það inni í íbúðinni að ég var á
bullandi réttri leið og sagði Degi að
karakterinn væri kominn. Nú væri
bara spurningin hversu hátt hann
vildi hafa í honum.“
Svarar kallinu
Þótt Gussi sé ómenntaður leikari
hefur hann verið að leika af og til í
30 ár og sjálfur segist hann hafa ver-
ið uppgötvaður af kvikmyndaleik-
stjóranum Hrafni Gunnlaugssyni
á sínum tíma. Eftir eina tilraun til
þess að komast inn í leiklistarnám
ákvað Gussi að taka leiklistina á eig-
in forsendum. „Ég varð hálffeginn
eftir á að ég komst ekki inn í skól-
ann og upplifði enga höfnun. Samt
sem áður hef ég ótal sinnum fund-
ið fyrir efasemdum um það hvort
þetta sé eitthvað sem ég eigi að
leggja fyrir mig. Þrátt fyrir það hef
ég aldrei bægt þessu frá og alltaf
svarað kallinu þegar það kemur.
Ég á Krumma mikið að þakka enda
lærði ég margt af honum. Í Fúsa fór
ég svo í allt aðra átt enda eru þeir
Dagur Kári og Krummi afskaplega
ólíkir. Það hefur verið þroskandi að
vinna með svona ólíkum karakter-
um. Það gefur manni meiri víðsýni.“
Krakkarnir hræddust hann
Gussi ólst upp í Hafnarfirði,
næstyngstur í hópi fjögurra
systkina. „Pabbi var verktaki og
mamma vann við eldamennsku og
hitt og þetta. Æskan var svipuð og
hjá flestum krökkum á þessum tíma.
Í samanburði við krakka í dag var
miklu meira frelsi á þessum árum.
Maður fékk að leika lausum hala og
kannski einum of lausum. Foreldr-
ar mínir voru útivinnandi og það
var oft erfitt að ná endum saman
en mig skorti samt aldrei neitt,“ seg-
ir Gussi sem var lítill námshestur.
„Mér fannst skólinn hundleiðin-
legur og fann mig ekki þar. Það var
fátt sem vakti áhuga minn þótt mér
hafi ekki beint gengið illa að læra.
Ég bara nennti því ekki og fór þetta
á ljósmyndaminninu í stað þess að
læra margföldunartöfluna og staf-
rófið utan að. Ég varð fljótt miklu
stærri en allir í bekknum og ef horft
var yfir röðina hefði eflaust einhver
haldið að um vitleysing væri að
ræða sem hafði verið færður niður
um bekk eða tvo. Ég var stór og mik-
ill en fór að fitna eftir sex ára aldur.
Hreyfingin minnkaði þegar ég sett-
ist á skólabekk og ég fór að bæta á
mig. Það hjálpaði mér hins vegar að
vera svona stór og sterkur. Mér var
þó eitthvað strítt vegna þess en ég
tók það aldrei inn á mig og var lítið
að velta mér upp úr því. Ég var alla-
vega ekkert úti í horni grátandi. Alls
konar stríðni var svo algeng á þess-
um tíma og menn voru bara kallað-
ir villingar. Ég var sjálfur algjör vit-
leysingur og sem unglingur vissi ég
ekkert hvað ég vildi, hvert ég ætti
að fara eða í hvorn fótinn ég ætti að
stíga.
Ég var að brjóta af mér, braust
inn og svona. Ég gerði það samt
svo snyrtilega og var aldrei tekinn.
Þetta var bara hluti af strákapör-
um sem við mönuðum hver ann-
an upp í. Ég slóst samt aldrei. Það
var kannski stundum ströggl þegar
skólinn byrjaði og krakkarnir voru
að staðsetja sig í hópnum. Menn
reyndu kannski og voru með smá
rembing en voru bara slegnir niður
og þá var það fljótt búið. Krakkarn-
ir voru eflaust hræddir við mig. Ég
vissi það ekki þá en einhver þeirra
hafa játað það fyrir mér hin seinni
ár. Krökkunum stóð ákveðinn ugg-
ur af mér. Ég reyndi samt ekki að
hræða neinn meðvitað.“
Stríðni og öfund
Gussi fór í Flensborg en þar gekk
ekki betur en svo að hann var rek-
inn úr skólanum tvisvar. „Ég skulda
ennþá fjórar einingar en ég var rek-
inn fyrir lélega ástundun. Það var
bara svo margt skemmtilegra að
gera en að læra. Ég sé ekki eftir að
hafa ekki klárað, mér er alveg sama
um það, en það er náttúrlega aldrei
of seint að fara aftur í skóla. Það er
aldrei að vita nema maður geri það
einhvern tímann, svona þegar ég
hef fundið út hvað ég vil læra.“ Eftir
að hafa leikið hjá Leikfélagi Hafnar-
fjarðar og í kvikmyndum Hrafns
Gunnlaugssonar varð hinn ungi
Gussi fljótlega þekktur, allavega
innan Hafnarfjarðar, en átti erfitt
með að höndla athyglina auk þess
sem athyglin snerist upp í stríðni.
„Ég fór í útlegð vestur á firði og
var þar í tíu ár. Ég ætlaði að vera
eina vertíð en ílengdist. Þessi stríðni
var bara öfund en ég tók henni
ekki þannig enda ekki kominn
með þroska. Mér fannst þetta bara
óþægilegt og yfirfærði á annað í stað
þess að díla við þetta. Ég áttaði mig
samt ekkert á því fyrr en mörgum
árum seinna,“ segir Gussi sem leið
betur í fámenninu fyrir vestan. „Ég
plummaði mig vel. Þetta var lítið
samfélag þar sem allir þekkja alla og
svo var líka næga vinnu að fá.“
Frægðin fylgir
Árið 1997 sneri hann til baka og
fékk fljótlega hlutverk í sjónvarpss-
eríunni vinsælu, Fóstbræður. „Það
var kominn tími til að koma aftur
enda var orðið minna um að vera
fyrir vestan. Ég hafði nýtt tímann
vel, unnið í mér og sæst betur við
sjálfan mig. Fyrir vikið átti ég auð-
veldara með að takast á við athygl-
ina sem fylgdi þáttunum. Ég hef oft
hugsað hvað ég væri til í að vera í
leiklistinni en sleppa frægðinni en
þetta er víst óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur þess að vera í þessu starfi.
Ég þoli þetta mun betur í dag en
ég gerði,“ segir Gussi, sem þó sakn-
ar sjómennskunnar sem hann
stundaði meðal annars fyrir vest-
an. „Þegar maður hefur verið lengi
í landi finnur maður fyrir þránni og
vill komast út á sjó og láta ölduna
rugga manni í svefn. Það fer aldrei
frá manni. Ég fæ hins vegar útrás
fyrir sjómennskuna í sjóstanga-
veiði sem er frábært sport og á allan
minn huga þessa dagana. Ef ég væri
í betra formi væri ég búinn að taka
Íslandsmeistaratitilinn.“
Viðkvæmur með stórt hjarta
Gussi þjáðist af feimni fram eftir
aldri en segir að hún hafi nú að
mestu rjátlast af sér. „Mér hefur
samt aldrei fundist erfitt að leika,
þá fer maður í hlutverk. Það er mun
auðveldara en að koma sjálfur fram.
Allri vinnu í tengslum við markaðs-
setningu myndarinnar hefur fylgt
ótrúlegt áreiti sem ég er óvanur og
kom því dálítið flatt upp á mig. En
ég setti mig svo sem ekki í neinar
stellingar fyrirfram. Ég er gríðarlega
viðkvæmur en líka með stórt hjarta,“
segir hann og bætir við að fjölskylda
hans hafi þegar séð myndina og lýst
yfir ánægju sinni. „Ég var ekkert
stressaður yfir því hvernig myndin
færi í fólk enda treysti ég Degi full-
komlega. Ég vissi líka að sjálfur
hefði ég gert mitt allra besta. Svo var
þetta búið og gert og engu hægt að
breyta og þess vegna var ég ekkert
að velta mér upp úr því.“
Erfitt atvinnuleysi
Gussi er einn af þeim sem misstu
vinnuna í hruninu og í eitt og hálft
ár hafði hann lítið við að vera. „Að
vera atvinnulaus fór ekki vel í sál-
artetrið. Ég hafði verið að flakka á
milli sjósins og smíðavinnunnar og
umgengist vinnufélagana meira en
fjölskylduna. Þegar manni er kippt
út úr slíku umhverfi er maður einn
á báti. Það er ekki hollt fyrir neinn.
Ég tapaði öllu úthaldi, var bara
heima við og fór mjög langt nið-
ur andlega. Ég sótti um vinnu hér
og þar en með tímanum hjaðnaði
vonin. Sumir svöruðu en aðrir ekki.
Eftir langan slíkan tíma, þar sem
maður situr einn með sjálfum sér,
fer maður að samþykkja ruglið í sér.
Ég var kominn á svolítið vondan
stað. Ég hafði alltaf unnið og helst
hörkuvinnu frá því ég var 13 ára.“
Í kjölfar atvinnuleysisins fór Gussi
í mikla sjálfskoðun. „Ég fór bara
að vinna í mér. Ef þeir hefðu drull-
ast til að kenna börnum að vera
manneskjur, í stað þess að klína í
þau dönsku sem þau hafa ekkert
með að gera, hver veit – kannski
hefði það verið betra veganesti í líf-
inu. Svo væri hægt að læra dönsku
síðar, svona ef maður vill og finn-
ur það hjá sér. Ég kynntist sjálfs-
vinnu í gegnum starfsendurhæf-
ingarprógrams Virk en þar eru
mörg sniðug, lítil námskeið er
varða sjálfsvinnu, núvitund og jafn-
vel fjármál en eitt slíkt er einmitt að
kveikja í mér til að hugsa betur um
peningana mína.“
Passar ekki í kassa
Gussi þurfti hjálp læknis til að
koma sér af stað aftur. „Ég fann
að ég þurfti hjálp við að rífa mig
upp. Ég skammast mín ekkert fyr-
ir að viðurkenna það. Af hverju ætti
svona lagað að vera feimnismál? Ég
er að reyna að verða betri mann-
eskja,“ segir hann en viðurkenn-
ir þó að atvinnuleysið hafi reynt á
stoltið. „Það var ansi erfitt að þurfa
á fimmtugsaldri að þiggja bætur,
maður sem hefur alltaf unnið mik-
ið og erfiðisvinnu, þetta var ákveðin
höfnun. En ég er að vinna úr þessu
og það gengur vel. Hef verið að
brjóta niður þessa múra sem ég hef
byggt í huga mínum síðustu árin,
bæði vegna skólakerfisins, sem
reyndi að njörva mig niður í kassa,
og svo vegna almennra viðhorfa um
að þetta og hitt eigi að vera svona
og svona. Ég hef alltaf verið forvit-
inn, spurt; af hverju á þetta að vera
svona? og rekið mig á heimabrugg-
aða siðfræði. Fyrir vikið hef ég gert
í því að pota í fólk með eðlilegum
hlutum sem eru ekki gúteraðir. Til
dæmis rakaði ég einhvern tímann
helminginn af skegginu og gekk
þannig um. Ég hef alla tíð verið að
sparka niður múrsteina óafvitandi.
Ég vil ekki láta setja mig inn í ein-
hvern kassa bara af því að einhver
segir að hlutirnir eigi að vera svona
og svona. Fæst okkar passa hvort
sem er inn í þessa kassa.“
Ókvæntur og barnlaus
Gussi er ókvæntur og barnlaus. „Ég
á allavega ekkert barn sem ég veit
um. Það er allt í lagi að vera barn-
laus á fimmtugsaldri og ekki jafn
erfitt og þegar ég var yngri. Ég hef
alltaf haft gaman af börnum en ég
veit líka að ég er í engu formi til að
verða pabbi. Mér finnst of mikið
um að fólk sé að eignast börn í hálf-
kæringi. Eins og staðan á mér er í
dag væri ég ekki góð fyrirmynd en
ég hef alls ekki gefið upp vonina.
Ég er að vinna í því að koma mér í
form, bæði andlega og líkamlega.
Ég er að berjast við hugann á mér,
þetta liggur allt þar. Annars hef-
ur mér aldrei liðið illa með sjálf-
um mér nema þegar ég var kominn
í þessa sjálfsvorkunn í kringum at-
vinnuleysið.“
Aðspurður segist hann mest
heillast af konum sem heillist af
honum. „Ég held að ég geti ekki
nefnt neitt útlitslegt sem heillar
mig, það er bara eitthvað sem mað-
ur finnur. Húmor er alltaf kostur.
Gussi Gussi hefur verið að byggja sig upp eftir að hafa farið illa andlega út úr kreppunni. MyndiR SiGtRyGGuR ARi
indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Ef þeir hefðu drull-
ast til að kenna
börnum að vera manneskj-
ur, í stað þess að klína í þau
dönsku sem þau hafa ekk-
ert með að gera, hver veit
– kannski hefði það verið
betra veganesti í lífinu.