Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 10.–13. apríl 201534 Fólk Viðtal Á næsta ári á ég 20 ára rithöf- undarafmæli, tíminn er of- boðslega fljótur að líða,“ seg- ir Stefán Máni hálfhissa. „Ég á tvo krakka og er að fara að ferma og maður bara „what?“ Þetta var nýfætt fyrir hálftíma og er að fara að fermast, þetta meikar bara ekki sens,“ segir Stefán Máni, en dótt- ir hans fermist í ár. Þessi tæpu tutt- ugu ár, frá því hann byrjaði að skrifa, hafa liðið hratt, en á þeim tíma hef- ur hann skrifað 15 bækur. Sem verð- ur að teljast nokkuð gott. Sú nýjasta, Nóttin langa, kom út í lok mars. Frumdýrið er rauði þráðurinn Stefán Máni segir að Nóttin langa sé örugglega skemmtilegri hafi les- andinn lesið Úlfshjarta, en það sé þó ekki nauðsynlegt, bókin er skrifuð sem sjálfstæð saga. Í bókunum sem Stefán Máni hugsaði upphaflega sem þríleik er önnur grunnhugmyndin ný nálgun á varúlfagoðsögninni, í stað þess að vera bitinn af varúlfi, smit- ast og breytast í varúlf, þá er einstak- lingurinn með varúlfagen í sér eða ekki: „þetta er byggt á staðreynd- um, svokölluðu „warrior-gene“, gen- inu sem er tengt við árásarhneigð. Og svo er eitthvað sem „triggerar“ það, eitthvað mjög persónulegt, svik, framhjáhald, maður verður ofsalega reiður, viðkomandi fer í „blackout“, ræðst á fólk og breytist hálfpartinn í dýr,“ segir Stefán Máni þegar hann lýsir þræði bókanna og segir þetta sígilt viðfangsefni: „Jekyll og Hyde, Hulk, maður fer í eitthvert algleymi og breytist í eitthvert frumdýr. Það kannast örugglega allir við þetta frumdýr í manni, maður verður svo reiður og sér rautt, maður segir og gerir hluti sem maður sér svo eft- ir. Þetta er mjög mannlegt, þó að við búum í samfélagi og fylgjum lögum og reglum.“ Genapælingar eru önnur grunn- hugmynd þríleiksins, hin er leyni- samtökin Nafnlausir varúlfar, sem eru samtök varúlfa sem hafa náð að beisla dýrið í sér, á kvöldin eru þeir síðan á ferli og finna og handsama þá sem hafa genið í sér og bjóða þeim hjálp: „þetta eru svona 12 spora samtök fyrir varúlfa,“ segir Stefán Máni. Aðalpersónur bókanna eru Alex- ander og Védís, í Úlfshjarta kynntu- st þau og urðu ástfangin, í Nóttinni löngu eru þau komin í sambúð. Alex- ander er virkur í Nafnlausum varúlf- um, meðan Védís er hálfutanveltu, það eru fáir kvenvarúlfar og hún finn- ur sig ekki í strákahópnum. Eins og gerist í mörgum samböndum ramb- ar það á brúninni, það eru ákveðnir hlutir að gerast í lífi Védísar sem hún heldur leyndum fyrir Alexander, bæði kynnast einnig öðrum einstaklingum af gagnstæðu kyni sem hafa áhrif á þau og sambandið. Öfgasamtök koma einnig við sögu í bókinni, óvinir Nafn- lausra varúlfa, sem vilja drepa alla varúlfa og eyða þeim af jörðinni og hefst Nóttin langa á því að samtökin eru á leiðinni til landsins. Aldrei upplifað þjóðhátíð Lokauppgjör bókarinnar fer fram á Þjóðhátíð í Eyjum og telur Stefán Máni að þetta sé eina íslenska skáldsagan sem gerist þar. „Mér fannst virkilega gaman að setja þetta svið þar,“ segir Stefán Máni. „Mörg þúsund manns og allir undir áhrifum, Skálmöld að spila, blys og bál, öskur og læti. Og að vera með augun opin fyrir varúlf- um og morðingjum í þessum aðstæð- um fannst mér virkilega gaman. Alveg geggjað sögusvið, algjörlega.“ Bókin er myrk og blóðug og í henni eru hryllileg atriði og er hún al- gjör skyldulesning fyrir þá sem unna spennu og hryllingi. Stefán Máni seg- ir bókina myrkari, blóðugri og hrylli- legri en Úlfshjarta: „Það eru framin morð í henni og það ekkert af ódýrari sortinni. Þetta er krassandi, ég get al- veg lofað því.“ Án þess að vilja segja meira frá söguþræðinum segir Stefán Máni að það blasi við í bókarlok hvar sögusvið þriðju bókarinnar, lokakaflans, muni fara fram. Nokkrum spurningum sé ósvarað í lok Næturinnar löngu. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur farið á Þjóðhátíð hlær Stefán Máni og segist hafa vonast til að þessi spurn- ing kæmi ekki. Hann hafi vissulega mætt á eina stórhátíð í Dalnum fyr- ir mörgum árum, en það hafi ver- ið „skátajamburee“, alþjóðlegt skáta- mót. „Það eiga allir sína skuggalegu fortíð,“ segir Stefán Máni og glott- ir. „Eitt sinn skáti, ávallt skáti.“ Hann lagðist í blaðagreinalestur og heim- ildavinnu, Google „earth og maps“ til að ná þjóðhátíðarstemningunni og segir að fólk sem hafi upplifað Þjóð- hátíð og lesið kaflann segi að hann nái og lýsi sögusviðinu og andanum á Þjóðhátíð mjög vel. „Ég verð kannski gripinn í bólinu með eitthvað, ég held samt á heildina litið að ég hafi náð að skrifa mig í gegnum þetta.“ Beislaði hugmyndirnar í atvinnuleysinu En hvers vegna valdi hann að verða rithöfundur, af hverju ekki eitthvað allt annað? Líkt og með reykingar sem að Stefán Máni segist þó ekki hafa prófað segir hann að þetta byrji sem eins konar fikt, svo er það svolítið gaman, hann byrjar að skrifa meira og á endanum nær þetta honum. „Ég var að vinna í stóru klassísku frystihúsi í Ólafsvík, sem fór á hausinn, svona eins og frystihús út á landi gera reglu- lega,“ segir Stefán Máni. „Allir misstu vinnuna og ég þar á meðal.“ Enga aðra vinnu var að hafa og í tómarúminu og vonleysinu fór hugurinn að reika, en hann náði að beisla hugmyndirnar sem höfðu verið að brjótast um í koll- inum á honum lengi og koma þeim á blað. „Ef frystihúsið hefði aldrei far- ið á hausinn hefði ég kannski aldrei byrjað að skrifa. Kannski vill maður hætta og fara að gera eitthvað annað, en ég er ekki með plan B. Ég er ekki menntaður í einhverju, ég get ekki snúið aftur til læknisstarfa eða í lög- fræðina, þannig að ég er fastur í þessu eins og er,“ segir hann. Að vera rithöfundur er botnlaus vitleysa „Það er óskaplega gaman að skrifa, en þetta er rosalegt hark og ég mæli bara ekkert með þessu,“ segir Stefán Máni um starf rithöfundarins. „Þetta er botnlaus vitleysa,“ bætir hann við. Hann er afkastamikill, en segir engin verðlaun í boði fyrir það og er að eigin sögn eins langt frá spenanum og hægt er, ekki á listamannalaunum eða öðru slíku. Hann hafi margoft sótt um lista- mannalaun og styrki og hafi vissulega fengið slíka, en aldrei í lengri tíma. „Þumalputtareglan var sú að þús- und seldar innbundnar bækur gáfu höfundinum milljón, en það hefur lækkað. Og það eru bara örfáir höf- undar sem selja 2–3 þúsund bækur,“ segir Stefán Máni og segir hann að þó að höfundur gefi út bók á hverju ári sé varla hægt að hafa laun upp úr starf- inu og því enginn glamúr yfir rithöf- undarstarfinu, allavega tekjulega séð. Stefán Máni er með ritstörfin sem aðalstarf og eina starfið, en hann hef- Hinn 26. mars síðastliðinn kom út Nóttin langa, fimmtánda bók Stefáns Mána. Bókin er sjálf- stætt framhald Úlfshjarta sem kom út 2012, en á næsta ári á Stefán Máni, sem er hvort tveggja vinsæll og afkastamikill, tuttugu ára rithöfundarafmæli. Hann segir íslenskar bókmenntir yfirleitt of saklaus- ar og það vanti meira af spennandi efni fyrir börn og unglinga. Að vera rithöfundur er hans aðal starf og hann er ekki með plan B, enda ekki með neina menntun. Hann er einhleypur, reyndi fyrir sér á Tinder, hugnaðist það ekki og entist aðeins í 48 tíma. Hann segist rólegur í þeim efnum og ekkert sérlega leitandi. „Það eiga „Ég vil frekar lesa góða bók á vondri íslensku, en leiðinlega sögu á góðri íslensku hvenær sem er. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is allir sína skugga- legu fortíð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.