Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Qupperneq 42
38 Skrýtið Sakamál Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Nauðgaði tveimur stúlkum og myrti n John Albert fékk dóm fyrir kynferðislegt ofbeldi n Rauf skilorð ítrekað en naut samt frelsis B andaríkjamaðurinn John Albert Gardner hinn þriðji, hvorki meira né minna, var árið 2010 dæmdur til lífs- tíðarvistar á bak við lás og slá án möguleika á reynslulausn. Að auki fékk hann 25 ára til lífs- tíðardóm og 24 ára fangelsisdóm. Má leiða líkur að því að bandarísk- um yfirvöldum hafi lítt hugnast að John Albert fengi um frjálst höfuð strokið þaðan í frá. Af forsögu Johns Alberts má ráða að hann hafi ekki verið densi- legur drengur því árið 2000 hafði hann verið sakfelldur fyrir að mis- nota nágranna sinn, 13 ára stúlku. Hann afplánaði fimm ár í fang- elsi og losnaði undan skilorði árið 2008. Einhverju síðar reyndi hann að nauðga 13 ára stúlku, Candice Moncayo frá San Diego-sýslu. Sjö skilorðsbrot Sem fyrr segir lauk John Albert af- plánun árið 2008. Það gerði hann þrátt fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum skilorðs sjö sinnum; hann hafði búið of nærri skóla árið 2007 og einnig hafði GPS-sendir sem hann bar sýnt að hann hafði hangið í grennd við skóla og barna- heimili og aðhafst ýmislegt annað sem gekk í bága við ákvæði skilorðs hans. Hvað sem þessu líður játaði John Albert að hafa nauðgað og myrt Amber Dubois, 14 ára stúlku frá Escondido í Kaliforníu, 13. febrúar 2009, og Chelsea King, 17 ára stúlku frá Poway í Kaliforníu, 25. febrúar 2010. Chelsea hafði John Albert myrt skammt frá heim- ili móður hans í Rancho Bernardo. Lífsýni úr John Albert Amber Dubois hvarf í febrúar 2009 og fundust líkamsleifar hennar ekki fyrr en um ári síðar, í Pala, verndarsvæði indíána í Kaliforníu. John Albert var handtekinn 28. febrúar 2010 í Del Dios-hverfinu í Escondido. Þá lá fyrir að DNA-sýni úr honum tengdi hann við fatnað sem fannst á víðavangi og hafði til- heyrt Chelsea King sem hafði horf- ið nokkrum dögum fyrr. Chelsea, nemandi úr Poway High School, hafði verið úti að skokka í grennd við Hodges-vatn 25. febrúar og ekki sést síðan. Við yfirheyrslur kom í ljós að John Albert var einnig viðriðinn hvarf Amber og líkamsleifar henn- ar fundust skömmu síðar. Um svip- að leyti fannst lík Chelsea í grunnri gröf við vík í Hodges-vatni skammt frá þeim stað þar sem föt hennar fundust. Lýsing kom lögreglu á sporið Það sem upphaflega kom lögreglu á spor Johns Alberts var vitnisburð- ur konu nokkurrar sem lenti í klóm hans í desember 2009. Konan hafði verið úti að skokka í mestu makind- um þegar John réðst á hana. Kon- an veitti mótspyrnu, slapp með skrekkinn og gaf lögreglu lýsingu á óberminu. Þetta leiddi til þess að lögreglan í Escondido og San Diego ók um í leit að manni sem svipaði til lýs- ingar konunnar og höfðu laganna verðir erindi sem erfiði, sem fyrr segir, 28. febrúar 2010 og handtóku John Albert á bar í Del Dios. Samdi og játaði John Albert játaði, 16. apríl 2010, sök hvað varðaði hvora tveggja Amber og Chelsea – eftir að hafa samið um að sleppa við dauðar- efsingu. Hann hafði numið Amber á brott, nauðgað henni og síðan stungið til bana. Hann viðurkenndi að hafa dregið Chelsea á afskekkt- an stað, nauðgað henni og síðan kyrkt og grafið. John Albert Gardner lýsti sig einnig sekan um að hafa reynt að nauðga Candice Moncayo. Dómur yfir honum var kveðinn upp 14. maí 2010 og í ljósi þyngdar dóms- ins má teljast ósennilegt að hann njóti nokkurn tímann frelsis á ný – en hvað veit maður. n „ John Albert viðurkenndi að hafa dregið Chelsea á afskekktan stað, nauðg- að henni og síðan kyrkt og grafið. Sautján ára Chelsea King lenti í klóm Johns Alberts þegar hún var úti að skokka. Fjórtán ára fórnarlamb Líkamsleifar Amber Dubois fundust rúmu ári eftir að hún hvarf. Vafasamur pappír John Albert Gardner III lærði lítið í fimm ára fangelsisvist. Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.