Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 44
40 Lífsstíll Helgarblað 10.–13. apríl 2015
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
FRÁBÆRIR OFNAR FRÁ TURBOCHEF
Nánari upplýsingar
á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
i3
TM
i5
TM
Hraðinn og þægindin koma ekki
niður á gæðum matarins!
SŏtaTM
i1
TM
Ofnarnir frá Turbochef eru einfaldir í notkun, taka lítið pláss
og rafmagnsnotkun er í lágmarki. Þeir elda 10–12 sinnum jótar
en hefðbundnir ofnar og þurfa ekki sérstaka loftræstingu
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
utfyrirkassann@gmail.com
Kunni ekki til verka Ebba
Guðný þurfti að læra sjónvarps-
þáttagerð frá grunni áður en hún
byrjaði að taka upp þættina sína.
Mynd STyrMir Kári
„Hvað er það versta
sem getur gerst?“
n Ebba Guðný hefur þurft að takast á við ýmsar áskoranir n Var mjög stressuð í upptökum
S
jónvarpskokkurinn og rit
höfundurinn Ebba Guðný
Guðmundsdóttir leitast
eftir því að fara sínar eig
in leiðir hvort sem það er
í starfi eða persónulegu lífi sínu.
Hún hefur eldað sig inn í hjörtu
landsmanna og miðlað þekkingu
sinni á mannamáli sem marg
ur amatörinn kann að meta. Ebba
annaðist útgáfu á bókunum sín
um sjálf og gekk í öll verk sem þeim
tengdust þrátt fyrir að þau hafi oft
verið utan hennar þægindasviðs.
Þá segist Ebba hlusta á innri rödd
sína sem segir henni oftar en ekki
að hún geti gert hlutina þótt hún sé
hrædd!
Kveið fyrir fyrirlestrum
„Mér finnst mikilvægt að stíga út
fyrir þægindarammann því með
því vinn ég sigra. Ég er samt alls
ekki góð í því og yfirleitt fer ég einna
mest út fyrir rammann þegar ég
verð að gera það og er alveg komin
út í horn. Það má því segja að kvíði
og vanlíðan sé oft fylgifiskur því ég
hef áhyggjur af því að geta ekki gert
það sem ég ætla mér. Eftir á, þegar
mér hefur tekist ætlunarverkið,
jafna ég mig fljótt og er auðvitað
sterkari fyrir vikið.“
Það getur verið erfitt að ímynda
sér að á bak við sjarmann og
öryggið sem ávallt birtist áhorfand
anum þegar Ebba er á skjánum sé
kona sem átti erfitt með tökuvélina
og var kvíðin fyrir viðtali í beinni út
sendingu.
„Það er svo gott að líta í baksýnis
spegilinn og sjá að áhyggjurnar
sem ég hef áður borið voru í raun
inni óþarfar. Ég hef þannig lært
að ef ég geri mitt besta og af heil
indum þá fer allt vel. Innri röddin
segir mér stundum að ég geti gert
hlutina þótt ég sé hrædd og ég
reyni að hlusta á hana. Sem dæmi
má nefna að mér þótti mjög erfitt
að halda minn fyrsta fyrirlestur
fyrir framan fólk. Ég var ótrúlega
stressuð þegar ég stóð í fyrsta sinn
fyrir framan sjónvarpsupptökuvél
en þegar ég vandist því þá var það
bein útsending sem olli mér miklu
hugarangri. Í dag, mér til mikillar
ánægju, finnst mér ekkert af þessu
vera mikið mál.“
Fékk aðstoð frá frænda
Þegar Ebba byrjaði að vinna sjón
varpsþættina „Eldað með Ebbu“
áttaði hún sig á muninum á hand
ritsgerð og bókaskrifum. Hún segist
ekki hafa kunnað til verka en að
frændi hennar, Sævar Sigurðsson,
hafi vísað henni veginn, sem henni
fannst oft á tíðum erfiður yfirferðar.
„Ég kunni ekki að búa til hand
rit að sjónvarpsþáttum þegar ég
byrjaði að undirbúa þættina mína.
Hið óþekkta er fyrir utan þæginda
rammann okkar og því getur hjálp
reynst manni vel. Með rosalega
góðri aðstoð frá frænda mínum,
leikstjóranum Sævari Sigurðssyni,
lærði ég margt af því sem mig hafði
ekki órað fyrir að tengdist sjón
varpsþáttagerð. Fyrir vikið átta ég
betur á hvernig maður býr til sjón
varpsþátt og það er frábær reynsla
í farteskið.“
Hlustaði á afa
Þrátt fyrir mikið hugrekki segist
Ebba alls ekki sækjast eftir mikilli
áhættu í lífinu og að fólk verði að
fá að vera mismunandi hvað það
varðar. Hún segir sína ögrun oftast
snúa að hræðslunni við að mistak
ast á meðan aðrir njóti þess hrein
lega að leika sér að eldinum.
„Ég er að minnsta kosti ekki að
fara að stökkva út úr flugvél eða
neitt álíka hættulegt,“ fullyrðir
Ebba en hún segist hafa máltæki
frá afa sínum á bak við eyrað þegar
hún horfist í augu við eitthvað sem
henni kann að finnast óþægilegt.
„Afi minn sagði alltaf að maður yrði
að þora að vera til og mér finnst
þetta ágætis máltæki sem minnir
mig á að vera hugrökk í aðstæðum
sem krefjast þess. Ég meina, hvað
er það versta sem getur gerst á skal
anum 1–10?“n
„Það er svo gott
að líta í baksýnis
spegilinn og sjá að
áhyggjurnar sem ég hef
áður borið voru í rauninni
óþarfar.
Hugsar þú út
fyrir kassann?
Í
síðasta helgarblaði DV fjölluðum
við um það að hugsa út fyrir
kassann og þjálfa hugann í skap
andi hugsun. Við birtum æfingu
sem getur einmitt stuðlað að fram
antöldu en í henni fólst að tengja
saman 9 punkta með fjórum bein
um línum án þess að lyfta blýanti
frá blaði. Spenntir lesendur „út
fyrir kassans“ þurfa þó ekki að ör
vænta þótt þeir hafi ekki fundið
lausnina því hér birtum við eina
af nokkrum mögulegum lausnum
verkefnisins. n
Tengdu 9 punkta
með 4 beinum
línum Æfingin
sem birtist í síðasta
helgarblaði.
Lausn
æfingarinnar
Hér er dæmi um
hvernig hægt er
að leysa þrautina