Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 46
42 Lífsstíll Helgarblað 10.–13. apríl 2015
TanTra og Takmarkalaus ásT
n Miklu meira en kynlíf n Nautnin kemst á annað stig n Karlar geta líka fengið raðfullnægingu n Ást án eigingirni og takmarkana n Halda námskeið í Reykjavík
L
júfur ilmurinn af Nag
Champa-reykelsinu tekur á
móti mér í Natha Yoga Cent-
er í Bolholtinu þar sem ég á
stefnumót við jógakennar-
ana Magdalenu og Serafim. Litríkir
púðar á gólfi og stólum og fallegar
veggmyndir af gróðri og orkustöðv-
um. Magdalena er rauðklædd og af
henni stafar mjúkri hlýju, hún tekur
vel á móti mér og kallar á Serafim.
Hann er hávaxinn og síðhærður í
bómullarbol og talar með dönskum
hreim. Hann bjó lengi í Danmörku
og þar kynntist hann Magdalenu í
jógastöð fyrir 20 árum.
„Samband okkar hefur alla tíð
hvílt á tantrískri hugmyndafræði,“
segir hann, „ég hafði áhuga á kyn-
lífi í sambandi við andlegan þroska
og ákvað að mæta á tantranám-
skeið hjá manni á Købmagergade í
Kaupmannahöfn. Hann hafði mikil
áhrif á mig því hann talaði um eitt-
hvað sem hann hafði reynt en ekki
eitthvað sem hann hafði bara lesið.
Það er mikill munur á.“ Þau byrjuðu
fljótlega að kenna saman og fyrsta
námskeiðið sem þau kenndu fjall-
aði um „sacred sexuality“.
Tantra er meira en kynlíf
En snýst þetta allt um kynlíf og rað-
fullnægingu? „Kynlífsstimpillinn er
ansi lífseigur því kynlíf er það sem
almenningur tengir hugtakið við.
Kynlíf er hluti af tantra, en ef við
mælum þetta í prósentum snúast
í mesta lagi sjö prósent af því sem
við kennum og stundum um kyn-
líf. Tantra inniheldur allar hliðar af
því að vera manneskja. Ef við skoð-
um lífið út frá orkuflæði er kynlíf
mjög mikilvægur hluti þess. Tantra
er ekki feimið við að höndla kynlíf
sem hluta af því að vera manneskja.
Það er kannski helsti munurinn á
tantrískum jógafræðum og annarri
nálgun í jóga.“
Serafim heldur áfram: „Tantra
er lífsviðhorf, eða leið til að lifa líf-
inu. Það á rætur í fornum Veda-
ritum. Alheimurinn er afleiðing
alheimsmeðvitundar sem við erum
öll hluti af – á nútímamáli mundi
þessi meðvitund vera kölluð mikli-
hvellur, sem við þekkjum sem upp-
runa alls. Það var ekkert áður, en
svo varð allt til. Þetta þýðir að við
eigum öll sama uppruna. Eina
ágreiningsefni nútímasjónarhorns-
ins og jógafræða er að nútíminn
gerir ráð fyrir að orkan í heiminum
sé blind eða heimsk, það er engin
greind í orkunni sem þú notar. Jóga-
fræðin vilja benda á að orkan fann
möguleika til að búa til líf og gera
lífið meðvitað um sig sjálft.“
Leiðir til að lýsa kanínu
En eru fræðin í andstöðu við til að
mynda nútíma læknisfræði? „Það
eru stöðugt að koma fram uppgöt-
vanir innan læknisfræði og lífeðlis-
fræði sem jógafræðin hefur inni-
haldið í árþúsund. Þetta eru miklu
minni andstæður en margir halda.
Rauði þráðurinn er sá sami og það
er hægt að finna fjölda staðfestinga
„Ef við skoðum líf-
ið út frá orkuflæði
er kynlíf mjög mikilvæg-
ur hluti þess. Tantra er
ekki feimið við að höndla
kynlíf sem hluta af því að
vera manneskja.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Magdalena og Serafim
Kynntust fyrir 20 árum í
tantraskóla í Danmörku.
Mynd SigTRygguR aRi