Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 48
44 Sport Helgarblað 10.–13. apríl 2015
Matija Nastasic
Einkunn: 4/10
n Serbneski varnarmaðurinn var keyptur á 12 milljónir punda frá
Fiorentina sumarið 2012 og tímabilið 2012–13 var hann kjörinn besti
ungi leikmaður City. Hann meiddist illa tímabilið þar á eftir og náði
ekki að brjóta sér aftur leið inn í lið City. Hann var lánaður til Schalke
fyrir þetta tímabil en þýska liðið keypti hann svo í janúarglugganum.
Talið er að Schalke hafi greitt 8 milljónir punda fyrir Nastasic sem er
enn eitt dæmi um kaup City sem ekki hafa gengið upp á síðustu árum.
Ótrúleg fjárútlát
hafa litlu skilað
n Manchester City hefur keypt leikmenn fyrir 36 milljarða á þremur árum
S
purningarmerki hafa verið
sett við stefnu Manchester
City í leikmannamálum eftir
dapurt gengi liðsins á þessu
tímabili. Englandsmeist
ararnir eru í 4. sæti nú þegar aðeins
sjö umferðir eru eftir af ensku úrvals
deildinni. Þá er liðið úr leik í Meistara
deildinni og báðum bikarkeppnunum
á Englandi.
Frá sumrinu 2012 hefur City keypt
leikmenn fyrir tæplega 243 milljón
ir evra samkvæmt upplýsingum á vef
Transfermarkt sem heldur utan um
upplýsingar um kaup og sölur á leik
mönnum í heimsfótboltanum. Þetta
er upphæð sem jafngildir 35,8 millj
örðum króna á núverandi gengi.
Athygli vekur að enginn þessara leik
manna getur í dag flokkast sem lykil
maður í liði City, ef svo má segja.
Sergio Aguero, Joe Hart, Yaya Toure,
Pablo Zabaleta, Vincent Kompany
og David Silva komu til félagsins fyr
ir sumarið 2012 og þeir mynda þenn
an sterka kjarna sem haldið hefur City
við toppinn á Englandi á undanförn
um árum.
Vefmiðilinn Teamtalk.com tók
saman upplýsingar um tíu síðustu
kaup Manchester City á leikmönnum
sem kostuðu tíu milljónir punda eða
meira. Óhætt er að segja að ekki sé
um mjög glæsilegan lista að ræða. Þrír
eru þegar farnir frá félaginu og búist
er við að tveir til viðbótar fari í þann
hóp í sumar. Eftir standa fimm leik
menn sem erfitt er að ímynda sér að
eigi glæsta framtíð í Manchester mið
að við frammistöðuna til þessa. n
Eliaquim
Mangala
Einkunn: 3/10
n Þessi franski
varnarmaður var
keyptur síðastliðið
sumar frá Porto og
greiddi félagið 35,2
milljónir evra fyrir.
Hann hefur átt erfitt með að aðlagast ensku
úrvalsdeildinni og gert ákaflega lítið til að
réttlæta þetta háa verð. Hinn 34 ára Martin
Demichelis er framar í goggunarröðinni og hef-
ur Mangala þurft að gera sér að góðu að sitja á
bekknum löngum stundum. Mangala hefur þó
tímann á sínu bandi enda aðeins 24 ára.
Wilfried
Bony
Einkunn:4/10
n Fílabeins-
strendingurinn Bony
gerði góða hluti hjá
Swansea en margir
hafa samt sett
spurningarmerki við
kaup City á honum í síðasta félagaskipta-
glugga. Er hann betri en Sergio Aguero eða
Edin Dzeko? Enn sem komið er hefur Bony
ekki sýnt það enda hefur hann ekki fengið
mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann
kostaði 28,4 milljónir evra en hefur enn sem
komið er aðeins skorað 1 mark í 7 leikjum.
Stevan
Jovetic
Einkunn: 3/10
n Miklar vonir
voru bundnar við
Jovetic þegar hann
var keyptur frá
Fiorentina sumarið
2013. Hann kostaði
23 milljónir evra en hefur til þessa aðeins
skorað 11 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum.
Jovetic til varnar hefur hann glímt við
meiðsli og ekki alltaf gengið heill til skógar.
Nánast öruggt er að Jovetic verði seldur
í sumar og þarf City líklega að taka á sig
nokkurt tap þegar að því kemur.
Fernando
Einkunn: 2/10
n Hvað gerir Fern-
ando? er spurning
sem margir spyrja
sig. Þessi Brasilíu-
maður var keyptur
til City í fyrrasumar
fyrir rúmar 13
milljónir evra. Hann
bætir afar litlu við leik City þótt hann sé
öflugur og vinnusamur varnartengiliður.
City hafði þegar þannig leikmann í sínum
röðum, Brasilíumann með svipað nafn,
Fernandinho.
Fernandinho
Einkunn: 5/10
n Fernandinho átti
gott tímabil í fyrra og
var öflugur á miðju
City-liðsins þegar
liðið vann Eng-
landsmeistaratitil-
inn. Á þessu tímabili
hefur Brassinn verið
skugginn af sjálfum sér og ekki náð sér
almennilega á strik. Hvað City gekk til að
kaupa 28 ára leikmann á 35 milljónir evra er
ekki vitað. Fernandinho er góður leikmaður
en aldrei 35 milljóna evra virði.
Alvaro
Negredo
Einkunn: 5/10
n Negredo byrjaði
frábærlega hjá City
eftir að hafa verið
keyptur á tæplega
17 milljónir punda
frá Sevilla sumarið
2013. Hann skoraði 26 mörk í fyrstu 35
leikjum sínum en skoraði svo ekki í síðustu 17
leikjum sínum. Hann var lánaður til Valencia
fyrir þessa leiktíð og talið er nær öruggt að
City selji leikmanninn þegar félagaskipta-
glugginn verður opnaður í sumar.
Jesus
Navas
Einkunn: 5/10
n Navas var fyrsti
leikmaðurinn sem
Manuel Pellegrini
keypti til City. Hann
er nú á sínu öðru
tímabili hjá City og
enn er verið að bíða eftir að hann springi út
og blómstri. Navas er fljótur og vinnusamur
en hefur ekki skilað mörgum mörkum eða
stoðsendingum. Í 59 leikjum hefur hann
skorað fjögur mörk og lagt upp fjórtán.
Javi Garcia
Einkunn: 4/10
n Garcia kostaði
tæplega 18 milljónir
evra sumarið 2012
en náði sér engan
veginn á strik.
Hann var seldur í
fyrrasumar til Zenit
í Rússlandi og þurfti
City að taka á sig nokkurt tap þegar Garcia
var seldur. Í það heila lék hann 80 leiki og
skoraði 2 mörk.
Jack
Rodwell
Einkunn: 1/10
n Rodwell var sagð-
ur ein af vonarstjörn-
um Englendinga
áður en hann var
seldur til City fyrir
15 milljónir punda
sumarið 2012. Á tveimur árum lék hann 26
leiki í það heila en í þeim kom hann oftar en
ekki inn á sem varamaður seint í leikjum.
Hann var seldur í fyrrasumar til Sunderland
fyrir tíu milljónir punda.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Erfiðir tímar Manuel
Pellegrini og hans
menn í Manchester City
hafa ekki staðið fylli-
lega undir væntingum
á þessari leiktíð.