Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Qupperneq 49
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Sport 45
Mest seldu
sendibílar
Evrópu
Gríðarsterk sendibílalína Ford
Ford hefur hlotið titilinn Sendibíll ársins –
International Van of the Year árin 2013 og 2014.
Í áratugi hafa fyrirtæki sett traust sitt á styrk,
virkni og áreiðanleika Ford Transit enda
mest seldu sendibílar Evrópu síðustu 40 ár.
Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.950.000 m/vsk.
Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.210.000 m/vsk.
Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö., 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO2 losun 183 g/km. Verð frá 4.330.000 m/vsk.
Ford Transit Van, 2,2TDCi dísil 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,3 l/100 km. CO2 losun 194 g/km. Verð frá 5.495.000 m/vsk.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
FORD TRANSIT CUSTOM
FR
Á
FORD TRANSIT VAN
FR
Á
FORD TRANSIT CONNECT
FR
Á 2.379.032 3.491.935 4.431.452
ford.is
ÁN VSK
KR. KR. KR.
ÁN VSK
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga 12-16.
ÁN VSK
Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum
við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.
Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi.
Veldu traust umboð með einstöku þjónustu-
framboði fyrir bíla- og tækjaflota.
M
anchester United tekur
á móti Manchester City
í stórleik helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni.
Mikið er undir því með
sigri getur annað hvort liðið far-
ið langleiðina með að tryggja sér eitt
af fjórum efstu sætum deildarinnar
sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild
Evrópu á næstu leiktíð.
Ógnartak City
Manchester United hefur verið á góðu
skriði undanfarnar vikur og unnið
fimm leiki í röð í deildinni. Á sama
tíma hefur City fatast flugið og tap-
að þremur af síðustu fimm leikjum
sínum í deildinni, en öll töpin hafa
komið á útivelli. Frá áramótum hefur
City leikið 16 leiki í öllum keppnum.
Af þeim hefur liðið aðeins unnið sex,
þrír hafa endað með jafntefli á með-
an sjö hafa tapast. City er í 4. sætinu
með 61 stig en United er í því þriðja
með 62 stig.
Manchester City hefur haft
ógnartak á United á undanförn-
um árum og unnið fimm síðustu
leiki liðanna, þar af þrjá síðustu á
Old Trafford. Síðasti sigur United á
City kom á heimavelli City þann 9.
desember 2012 þegar United vann
eftirminnilegan 3–2 sigur. Í síðustu
þremur leikjum liðanna á Old Traf-
ford hefur City skorað ellefu mörk en
United aðeins tvö.
Baráttan um 4. sætið
Þó að United og City séu í kjör-
stöðu í baráttunni um Meistara-
deildarsæti hafa Liverpool, Totten-
ham og Southampton ekki sungið
sitt síðasta í þeirri baráttu. Totten-
ham mætir Aston Villa á laugardag,
Southampton tekur á móti Hull,
einnig á laugardag, og Liverpool fær
Newcastle í heimsókn á mánudags-
kvöld. Verði allt samkvæmt bókinni
ættu öll þessi lið að innbyrða þrjú
stig úr leikjum sínum og þar með
setja aukna pressu á annað hvort
Manchester-liðanna. Liverpool og
Tottenham eru bæði með 54 stig í 5.
og 6. sætinu en Southampton er með
53 stig í því sjöunda. Arsenal, sem
hefur verið á frábæru skriði undan-
farnar vikur, heimsækir fallbaráttulið
Burnley. Lærisveinar Arsene Wenger
eru í 2. sæti með 63 stig, sjö stigum
frá toppliði Chelsea sem mætir QPR í
nágrannaslag á sunnudag. Fátt virð-
ist geta stöðvað Chelsea í toppbarátt-
unni. Auk þess að vera með sjö stiga
forskot á Chelsea leik til góða. n
City með heljartak á
rauðu djöflunum
Vissir þú …
… að Harry Kane
hefur skorað sex
mörk í síðustu fjórum
úrvalsdeildarleikjum
Tottenham á White
Hart Lane?
… að Charlie Austin hefur skorað 45
prósent af mörkum QPR í deildinni á
tímabilinu?
… að Arsenal er með nákvæmlega sama
stigafjölda (63) og á sama tímapunkti á
síðustu leiktíð?
… að Sergio Aguero hef-
ur nú leikið 511 mínútur í
úrvalsdeildinni án þess
að skora mark?
… að Glenn Murray,
framherji Crystal Palace,
hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm
úrvalsdeildarleikjum sínum?
… að Chelsea varð um síðustu helgi ann-
að liðið til að skora úr 100 vítaspyrnum í
úrvalsdeildinni? Aðeins Liverpool hefur
skorað úr fleiri spyrnum, eða 102.
n Spennandi helgi framundan í enska boltanum n Fimm sigrar City í röð gegn United
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Heitur Wayne
Rooney hefur verið
öflugur í liði United
undanfarnar vikur.
Mynd REUtERS
Staðan
1 Chelsea 30 21 7 2 63:26 70
2 Arsenal 31 19 6 6 62:32 63
3 Manch.Utd 31 18 8 5 55:28 62
4 Manch.City 31 18 7 6 63:30 61
5 Liverpool 31 16 6 9 45:36 54
6 Tottenham 31 16 6 9 50:45 54
7 Southampton 31 16 5 10 42:22 53
8 Swansea 31 13 7 11 37:39 46
9 West Ham 31 11 9 11 41:39 42
10 Stoke 31 12 6 13 35:39 42
11 Crystal Palace 31 10 9 12 38:42 39
12 Everton 31 9 10 12 39:42 37
13 Newcastle 31 9 8 14 33:49 35
14 WBA 31 8 9 14 28:43 33
15 Sunderland 31 5 14 12 24:44 29
16 Aston Villa 32 7 8 17 23:45 29
17 Hull 31 6 10 15 29:43 28
18 QPR 32 7 5 20 38:58 26
19 Burnley 31 5 11 15 26:49 26
20 Leicester 30 5 7 18 29:49 22