Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Síða 54
50 Menning Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík • S: 511-7000 • Opið virka daga kl. 10–18 Innrammarinn.is PANTAÐU Á NETINU Project1_Layout 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Kenro myndaalbúm og tilbúnir rammar Þekkt bók um meðvirkni Pia Mellody er höfundur bók- arinnar Meðvirkni - Orsakir - Einkenni. Hún er einn helsti brautryðjandinn í skilgrein- ingu á meðvirkni og hefur gefið út ýmsar bækur og kennsluefni um greiningu, orsakir og með- höndlun vandans. Meðvirkni er þekktasta verk hennar. Málörvun og hljóðanám Lubbi finnur málbein – íslensku málhljóðin sýnd og sungin – er bók sem hugsuð er til mál örvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldr- inum tveggja til sjö ára. Höfund- ar hennar eru Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir. Vísur eru eftir Þórarin Eldjárn, Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti og börn úr Skólakór Kársness syngja á diski sem fylgir bókinni. Stolnar myndir frá Ingu Maríu seldar á netinu Inga María Brynjarsdóttir hitti meintan myndþjóf fyrir tilviljun á Þingvöllum Þ etta er alveg hrikalegt,“ segir Inga María Brynjarsdóttir myndlistarkona en prent af verkum sem hún sýndi á sinni fyrstu einkasýningu árið 2008 eru til sölu á vefsíðu sviss- nesku listakonunnar Caroline Vitelli. Þar segir að enn séu til nokkur eintök af upprunalegu verkunum í stærðinni 70x100 sentimetrar. Inga María sá myndirnar fyrir tilviljun eftir að hafa kynnst Vitelli á Þingvöllum. Hefur fengið góða umfjöllun „Ég kynntist þessari manneskju núna um daginn, hitti hana í gegnum vin- konu mína og við vörðum saman helgi á Þingvöllum. Þetta er rosafín stelpa og við náðum vel saman. Síð- an kem ég heim og fer að skoða verk á heimasíðunni hennar og rekst þá á verk eftir mig sjálfa.“ Verkin sem um ræðir eru teikn- ingar af afmynduðum dýrum sem Inga María vann árið 2007 og sýndi árið eftir á fyrstu einkasýningu sinni. „Ég hef oft verið beðin um að gera prent eftir þessum myndum, en af virðingu við þá sem eiga myndirn- ar og keyptu þær af mér á sínum tíma ákvað ég að gera það ekki,“ seg- ir Inga. Á einhverjum tímapunkti setti Inga myndir af verkunum inn á Flickr-myndasíðu sína á netinu en tók út stuttu síðar. Hún telur að Vitelli hafi tekið myndirnar þaðan og notað í kjölfar- ið. „Hún hefur teiknað eftir myndun- um með kolum og sýnt þær á sýn- ingu í Sviss og í kjölfarið fór hún að selja prent af verkunum. Hún hefur svo fengið góða umfjöllun um þessi verk,“ segir Inga María. „Ég hafði samband við hana. Hún bara neitar þessu og segir að þetta séu sínar myndir. Ef hún hefði viður- kennt þetta og sagst hafa gert mistök og beðist afsökunar, þá hefði þetta verið allt í lagi,“ segir Inga. Býst ekki við borgun „Ég talaði við Myndstef og þau ætla að taka þetta mál að sér. Þau senda henni póst og gefa henni viku eða tveggja vikna frest til að útskýra mál- ið eða svara fyrir sig. Ef hún svarar ekki er bara gert ráð fyrir að ég hafi rétt fyrir mér, þá hafa þau samband við Myndstef í Sviss. Í kjölfarið verð- ur henni svo sendur reikningur sam- kvæmt verðskrá. En ég er er ekkert að búast við að hún borgi og ég er ekkert að sækjast eftir því, en aðalatriðið er að nafnið mitt sé á þessum myndum en ekki nafn einhvers annars. Það er engin harka í þessu,“ segir Inga. En er ekki mögulegt að hér sé um tilviljun að ræða, að þær hafi teiknað nákvæmlega eins myndir? „Það væri náttúrlega stórkostlegt,“ segir Inga María og hlær. „En maður er nátt- úrlega með sinn einstaka stíl. Þetta eru ekki hefðbundnar dýralífsteikn- ingar þótt þær séu unnar út frá dýr- um. Ég efast meira að segja um að hún viti hvaða dýr þetta eru, því ég er búin að afskræma þau,“ segir Inga. En dauð dýr eiga ennþá hug hennar því nú stendur yfir sýningin Hugleiðingar / Observation í Kubbnum í Listahá- skóla Íslands, þar sem hún vinnur meðal annars með uppstoppuð dýr. Ekki tókst að ná í Caroline Vitelli við vinnslu fréttarinnar. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Snýst ekki um peninga Inga María Brynjarsdóttir myndlistarkona segist ekki vera að sækjast eftir peningum frá sviss- nesku stöllu sinni. Mynd SIGtryGGur ArI Afskræmt dýralíf Myndirnar voru fyrst sýndar á einkasýningu Ingu Maríu í 12 tónum. D agskrá Listahátíðar í Reykja- vík, sem haldin verður í 29. skipti 13. maí til 7. júní, var kynnt á blaðamannafundi í Gimli í vikunni. Um fjögur hundruð listamenn koma fram eða eiga verk á hátíðinni í ár og verða viðburðir haldnir á yfir 30 söfnum, sýningar- stöðum, leikhúsum og tónlistar- stöðum auk fjölmargra einkaheim- ila og garða, húsveggja og minni sýningarrýma. Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, greindi frá því að opnunarverk hátíðarinnar mun fara fram á framhlið hússins við Austurstræti 6. Það er verk eftir bandaríska dansflokk- inn Bandaloop undir stjórn Ameliu Rudolph, en hópurinn hefur sér- hæft sig í lóðréttum dansi og hefur kom- ið fram á klettabjörgum jafnt sem skýjakljúfum víðs vegar um heim. Þann 13. maí verður þar að auki afhjúpað listaverk sem fem- iníski aðgerðalistahópurinn Guer- illa Girls vann sérstaklega fyrir hátíðina. „Þegar undirbúningur Listahátíðar í vor hófst vildum við strax finna leið til að tengja hana við aldarafmæli kosningarétt- ar kvenna á árinu,“ segir Hanna. Þá segir hún að hátíðin hafi hingað til ekki gert höfundarverk- um kvenna viðunandi skil og úr þessu verði reynt að bæta í ár og á næsta ári, því til þess dugi ein hátíð ekki. „Þess vegna ber hátíðin í vor yfirskriftina „fyrri hluti“ og ég get upplýst nú að 30. Listahá- tíð í Reykjavík árið 2016 mun bera yfirskriftina „síðari hluti“,“ segir Hanna. n kristjan@dv.is Skæruliðastelpur og kvennaþema á Listahátíð Áherslur Listahátíðar í Reykjavík 2015 voru kynntar í vikunni Konur í aðalhluverkum Hanna Styrm- isdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, kynnti kvenlegar áherslur hátíðarinnar í ár. Mynd SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.