Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 62
58 Fólk Helgarblað 10.–13. apríl 2015
Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð
Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is
Verð: 9.060 kr. m²
Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m²
Hágæða
PlankaParket
- eik Sauvage
einstakt tilboð
-30% afsláttur
ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf
Allir eiga sín leyndarmál
n Harpa Arnardóttir fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Blóðberg n Skrýtið að kveðja persónuna
É
g á meira að segja eftir að sjá
hana. Ég var bara að koma frá
París,“ segir leikkonan Harpa
Arnardóttir sem fer með eitt
aðalhlutverka í kvikmyndinni
Blóðberg sem frumsýnd verð-
ur í kvikmyndahúsum, í dag, föstu-
dag. Myndin var hins vegar forsýnd
á páskadag á Stöð 2 og hefur fengið
nokkuð góða dóma. Harpa er því að
vonum spennt að sjá Blóðberg loksins
á hvíta tjaldinu, en tökum á myndinni
lauk í janúar. Hún segist þó vera búin
að fá góð viðbrögð við sínum leik.
„Það er nú líka alltaf þannig. Fólk er
ekkert að hringja í mann og segja að
eitthvað hafi verið hörmulegt,“ seg-
ir Harpa hlæjandi. „Fólk þakkar mér
bara fyrir ef það er ánægt,“ bætir hún
við.
Þekkti hlutverkið vel
Myndin á sér töluvert langan að-
draganda og hlutverkið sem Harpa
fer með var henni ekki ókunnugt
þegar tökur hófust í ágúst síðastliðn-
um. Handrit myndarinnar er byggt á
leikritinu Dubbel Dusch, eftir Björn
Hlyn Haraldsson, sem leikhópurinn
Vesturport frumsýndi hjá Leikfélagi
Akureyrar árið 2008. Þar fór Harpa
með sama hlutverkið. „Sýningin var
afar vel sótt. Við vorum með fjór-
ar til sex sýningar um helgar. Þetta
var mikið ævintýri. Við keyrðum á
milli og kynntumst öll vel, hópurinn.
Þetta var skemmtilegt vinnutímabil.“
Dubbel Dusch var fyrsta leikritið sem
Björn Hlynur skrifaði og leikstýrði og
er Blóðberg hans fyrsta kvikmynd,
en hún hefur strax vakið athygli utan
landsteinanna.
„Við þekkjum þessar persónur því
nokkuð vel eftir að hafa verið með
þeim sviði í tvö ár. En við sýndum
líka í leikhúsi Hermóðar og Háðvarar
í Hafnarfirði á sínum tíma.“ Aðspurð
hvort það sé þó ekki ólíkt að leika á
sviði og í bíómynd, þrátt fyrir að um
sé að ræða sömu persónuna, svarar
Harpa játandi: „Þetta er auðvitað ólíkt
en byggir á sama grunni. En þetta er
alltaf örlítið öðruvísi nálgun.“
Allir hafa eitthvað að fela
Blóðberg fjallar um hefðbundna ís-
lenska fjölskyldu sem virðist nokk-
uð fullkomin á yfirborðinu. Fjöl-
skyldufaðirinn bjargar samlöndum
sínum með því að skrifa sjálfshjálpar-
bækur á meðan móðirin, sem Harpa
leikur, bjargar fólki sem hjúkrunar-
fræðingur á spítala. Hvorugt þeirra
hjóna hefur hins vegar kjark til að
bjarga sjálfu sér og þau lifa og hrær-
ast í heimi leyndarmála, sem einn
daginn þarf að takast á við. Meðal
annars kemur í ljós að ný kærasta
sonar þeirra reynist vera dóttir fjöl-
skylduföðurins, og parið því hálf-
systkini.
Harpa segir það hafa komið í ljós,
bæði þegar hópurinn vann við leik-
sýninguna á sínum tíma og við kvik-
myndina, að nánast allar fjölskyld-
ur eigi einhver leyndarmál. Kannski
ekki jafn stór og þau sem fjallað er um
í kvikmyndinni, en það er alltaf eitt-
hvað sem fólk vill síður að líti dags-
ins ljós.
„Það var mikið spjallað og það
kom í ljós að svipaðar sögur leynast í
hverri einustu fjölskyldu, með einum
eða öðrum hætti. Allir hafa sína sögu
að segja með einhverjum hætti. En ég
hef ekki reynt akkúrat þetta sjálf,“ seg-
ir Harpa hlæjandi þegar blaðamað-
ur reynir að veiða upp úr henni fjöl-
skylduleyndarmál. „Þetta fylgir líka
sögu mannkyns – rangfeðruð börn –
það hefur viðgengist frá örófi alda.“
Skrýtið að kveðja
Harpa viðurkennir að það hafi ver-
ið skrýtið að kveðja persónuna sína
þegar tökum á Blóðberg lauk. „Það
var mjög sérstakt síðasta töku-
daginn, eftir að hafa þekkt þessa
persónu svona lengi, að leika síð-
ustu senuna.“ Þá segir Harpa það
hafa verið gaman að fá að leika í vet-
ur, samhliða þeim tveimur verkum
sem hún var að leikstýra; Karitas í
Þjóðleikhúsinu og Dúkkuheimil-
inu í Borgarleikhúsinu. Henni finnst
skemmtilegast að blanda þessu
saman, leikaranum í sjálfri sér og
leikstjóranum. n
Við tökur Björn
Hlynur leikstjóri
ásamt Hörpu og
Hilmari Jónssyni,
sem fer með hlut-
verk fjölskyldu-
föðurins.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
„Fólk er ekkert að
hringja í mann og
segja að eitthvað hafi
verið hörmulegt.
S
jónvarpsserían Poldark hefur
hlotið einróma lof hjá áhorf-
endum jafnt sem gagnrýnend-
um. Poldark er sannkallað
búningadrama, en sagan, sem fjallar
vitaskuld um ástir og örlög, á sér stað
á átjándu öld í Cornwall í Englandi.
Íslenska leikkonan Heiða Rún Sig-
urðardóttir leikur í þáttunum á móti
Aidan Turner, sem hefur fest sig í
sessi sem hjartaknúsari og alhliða
kyntákn með leik sínum í þáttun-
um. Eftir frumsýningu þáttanna hef-
ur hann meðal annars verið orðaður
við hlutverk James Bond – sem hlýt-
ur að vera einhvers konar hástig karl-
mennsku í kvikmyndum.
Heiða greindi frá því, í DV í viðtali
fyrir skömmu, að tekin yrði ákvörðun
um framhald á þáttunum þegar við-
tökur við þeim fyrstu kæmu í ljós –
þær hafa svo sannarlega verið góðar
því allt að því átta milljónum Breta
hafa horft á hvern þátt í fyrstu serí-
unni. BBC hefur því samið við fram-
leiðendur og leikara um að gera aðra
seríu um hinn lokkaprúða Poldark og
konurnar sem elska hann. n
Heiða Rún semur við BBC