Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir S kólastjóri Verslunarskóla Íslands og rektor Mennta- skólans í Reykjavík eru sammála því að einkunn- ir 10. bekkinga sem sækja um nám í skólunum hafi hækkað mikið undanfarin ár eftir að sam- ræmdu prófin voru lögð niður í 10. bekk. Báðir hafa þeir áhyggjur af þróuninni. Skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri segist kannast við umræðuna um „verð- bólgu“ einkunna út á við en ekki í skólanum sjálfum. Af þeim 695 nemendum sem sóttu um að komast í Verslunar- skóla Íslands sóttu tæplega 560 nemendur um skólann sem fyrsta val, sem eru mun fleiri en verið hef- ur. Þegar eldri nemendur eru skoð- aðir, þeir sem eru ekki að koma upp úr 10. bekk, eru aftur á móti flestir sem velja Tækniskóla Íslands sem fyrsta val, eða tæplega 700. Einkunnir rjúka upp úr öllu valdi „Það er freistandi að trúa því að bæði nemendur og forráðamönn- um hugnist þetta nýja skipulag okk- ar með þriggja ára námið,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunar- skólans, inntur eftir ástæðunni fyrir aukningunni. Hann segir þennan nemenda- fjölda sem sótti um ekki hafa kom- ið sér á óvart. „Nú orðið kemur mér ekkert á óvart í þessum umsókn- um. Einkunnirnar rjúka upp úr öllu valdi. Það er alveg ótrúleg einkunna- verðbólga,“ segir hann. Engin innistæða Spurður hvort lagt sé minna upp úr einkunnagjöfinni vegna þessa þegar nýir nemendur eru teknir inn í skólann segir hann: „Maður spyr sig stundum: Er eitthvað að marka þessar einkunnir? Í ansi mörgum til- vikum er ekki innistæða fyrir þessu.“ Ingi segir engu að síður að lang- flestir nemendur séu teknir inn í skólann á grundvelli einkunna. „Síðan er ákveðinn hópur tekinn inn á öðrum forsendum. Mjög margir nemendur hafa sína sögu. Sumir koma erlendis frá og eru ekki með einkunnir sem við getum byggt á, þannig að það eru ýmsir aðrir þætt- ir skoðaðir.“ Hefði viljað samræmd próf Yngvi Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, tekur undir það að „verðbólga“ hafi verið undanfarin ár í einkunnagjöf 10. bekkinga. Hann segir þessa þróun vera áhyggjuefni. „Þetta eru einu gögnin sem við fáum. Það væri æskilegast að þau væru samræmd á milli skóla. Ég hefði viljað sjá samræmd próf.“ Spurður hvaða áhrif þetta hefur á valið á nemendum í skólann seg- ir hann að viðmiðin hækki einfald- lega sem nemur hækkun einkunna 10. bekkinga. „Við tökum þessi gögn og vinnum út frá þeim. Auðvitað er litið á fleiri atriði en við inntöku er nemendum raðað í röð út frá þess- um gögnum.“ Bera saman einkunnir Að sögn Yngva getur verið munur á milli einstakra skóla þegar einkunn- irnar eru bornar saman. „Við höfum gert rannsókn á því hvernig nem- endum vegnar í skólanum og ber- um það saman við einkunnir sem þeir hafa þegar þeir koma hingað inn, til að sjá hvernig þeir standast viðmið okkar,“ segir hann en upp- lýsingarnar eru eingöngu notaðar innanhúss. Kannast við umræðuna Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðar- skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, kannast við umræðuna um „verðbólgu“ einkunna út á við en ekki í skólanum sjálfum. „Við finnum ekkert mikið fyrir þessu hjá okkur. Við erum skóli sem tekur við öllum nýnemum og höf- um námsúrræði fyrir þá nýnema sem komast ekki inn á hefðbundnar brautir,“ segir Sigríður Huld. Enginn greiði gerður Almennt séð segir hún alltaf vera blæbrigðamun á milli einstakra skóla og kennara og einkunna- gjöf geti verið breytileg á milli ára. „Ég treysti grunnskólunum til þess að útskrifa nemendur samkvæmt því sem þeir kunna og geta,“ seg- ir hún og telur að ekki sé verið að gera nemendum greiða með því að hjálpa þeim til að komast inn í ákveðna skóla með því að gefa þeim hærri einkunnir en þeir ættu í raun að fá. Vændir um ófagleg vinnubrögð „Þetta er líka viðkvæm og flókin umræða. Þarna er verið að væna grunnskólakennara um ófagleg vinnubrögð og að sama skapi að segja við nemendur að þeir séu ekki eins góðir og einkunnirnar gefa til kynna,“ segir hún. „Það er ekki rétt að hlusta bara á einhverja tvo skóla sem fá þrefalt meiri umsóknarfjölda en þeir geta tekið við. Það er vanda- mál sem þeir þurfa að glíma við en ekki hinir framhaldsskólarnir.“ n Vikublað 16.–18. júní 2015 Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949 w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Segja „verðbólgu“ á einkunnum mikla n Skólastjóri VÍ og rektor MR segja að einkunnir 10. bekkinga hafi hækkað mikið „Nú orðið kemur mér ekkert á óvart í þessum umsóknum. Einkunnirnar rjúka upp úr öllu valdi. Það er alveg ótrúleg einkunnaverð- bólga Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans Skólagjöld í Versló 140 þúsund krónur Skólagjöld við Verslunarskóla Íslands eru um 140 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Í fyrra voru gjöldin 115 þúsund krónur og nemur hækkunin því 22 prósentum. Ástæðan fyrir hækkuninni er sú að á næsta skólaári verður í fyrsta sinn tekið upp þriggja ára nám í skólanum. „Þessi skólagjöld fara að langmestu leyti í reksturinn á húsnæðinu og búnað í skól- ann. Þegar við erum komin með þriggja ára nám eru færri sem borga skólagjöld en við þurfum að hafa sömu tekjurnar áfram af skólagjöldunum,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans. Samanlagt kostar því yfir 400 þúsund krónur fyrir hvern nemanda að stunda þriggja ára nám við skólann. Alls sóttu 695 skólakrakkar um nám í Versló fyrir næsta haust. Af þessum stóra hópi verða aðeins teknir inn 280 nemendur, sem er töluvert minna en undanfarin ár. Yfirleitt hefur fjöldinn verið á bilinu 300 til 340 nemendur. Nemendum mun því fækka um allt að 60 nemendur, eða tæp 18 prósent. „Við tökum inn færri nemendur núna. Það er ekki bara út af þessu þriggja ára námi heldur handstýrir ráðuneytið [mennta- og menningarmálaráðu- neytið] þessu á vissan hátt, þannig að við megum ekki taka inn fleiri en við gerum núna,“ útskýrir Ingi og segir sorglegt að þurfa að vísa mörgum góð- um nemendum frá. Verslunarskóli Íslands er eini fram- haldsskólinn á landinu sem innheimtir skólagjöld. Ingi tekur þó fram að nemendur þurfi að borga ákveðin skrán- ingargjöld í aðra skóla. „Nemendur okkar borga þessi skólagjöld en þeir eru ekkert rukkaðir neitt meira. Annars staðar eru nemendur kannski að borga 20 þúsund krónur en svo eru þeir rukkaðir um hitt og þetta. Ef nemandi ætlar til dæmis að skipta um braut innan skóla þarf hann í sumum tilvikum að borga mörg þúsund, bara fyrir það,“ segir hann. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Yngvi Pétursson Rektor MR segir að viðmiðin hækki sem nemur hækkun einkunna 10. bekkinga. Skólastjóri Að sögn Inga Ólafssonar fara skólagjöldin að mestu í reksturinn á húsnæðinu og búnað í skólann. Sigríður Huld Jónsdóttir Aðstoðar- skólameistari VMA kannast við umræðuna en ekki í skólanum sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.