Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 16.–18. júní 2015 LAKKVÖRN +GLJÁI Sterk og endingargóð gljávörn! Made in GerMany Since 1950 Hefur hlotið frábæra dóma! Berbrjósta byltingar- sinnar brostu til sólar n Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli um síðustu helgi n Skipuleggjendur hæstánægðir n Segja meira vera í vændum M argt var um manninn á samstöðufundi kvenna um síðustu helgi sem bar yfirskriftina „Frels- um geirvörtuna – ber- brystingar sameinumst“. „Þetta var nú bara draumi líkast og fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn að- standenda viðburðarins. Dagskráin hófst á Austurvelli þar sem ræður voru haldnar og tónlist spiluð en hljómsveitirnar Reykja- víkurdætur, Úlfur Úlfur, Konur rokka og Lommi Lomm stigu með- al annarra á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Að því loknu fjölmenntu margir í Laugardalslaug þar sem konur og karlar syntu og sóluðu sig ber að ofan. Dagskránni lauk síðan á skemmtistaðnum Húrra þar sem dansað var fram á rauða nótt. Viðburðurinn draumi líkastur Karen segist ekki vita hve margir hafi mætt á samstöðufundinn en hápunkturinn hafi verið um tvö leytið þegar Austurvöllur hafi ver- ið alveg pakkaður: „Bæði strákar og stelpur, fullt af brjóstum.“ Aðspurð um hvernig sund- laugarferðin hafi heppnast segir hún: „Það var slatti af fólki. Ég kom reyndar svolítið seint en fór ofan í berbjósta og það var bara kúl.“ Hún segir fólk ekki hafa starað á berbrjósta konurnar í sundi. „Ég sat í pottinum heillengi og fannst það fínt. Annars er auðvitað eðlilegt að fólk stari fyrst enda erum við að biðja fólk um að breyta algjörlega um hugarfar og fáir eru vanir ber- um kvenmannsbrjóstum í sundi.“ Karen segir fólk almennt hafa borið mikla virðingu fyrir málefn- inu og þær hvorki orðið varar við leiðinlegar athugasemdir né nei- kvæðni. „Það var nú reyndar eitt- hvað um steggjanir og gæsanir þegar við vorum á Austurvelli. En engin leiðindi, bara smá fyllerí á fólki.“ Berbrjósta konur verði normið Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, annar skipuleggjenda, tekur í sama streng:„,Nei, fólk var bara almennt jákvætt í okkar garð og engin leiðindi.“ Hún segist jafn- framt vera mjög ánægð með við- burðinn og hve margir mættu. Aðspurð um framhaldið segir Guðbjörg: „Það er spurning hvort við höldum aðra tónleika eða eitt- hvað svoleiðis. Annars er markmið- ið auðvitað bara að konur beri sig að ofan á góðviðrisdögum í sum- ar ef þær vilja það.“ Það sé það sem skipti máli. „Það er klárlega meira á leiðinni,“ segir Karen. Hún segist þó ekki geta upplýst neitt frekar hvað það sé þessa stundina. „Annars vonar maður auðvitað bara að ber- brjósta konur verði normið.“ n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Brjóstin beruð Ungar konur beruðu brjóstin á Austurvelli. Mynd SiGtryGGur Ari Skipuleggjendur viðburðarins Berbrystingar sameinuðust á Austurvelli.Mynd SiGtryGGur Ari Kjarnakvendi Byltingar- sinnar búa til kandífloss. Mynd SiGtryGGur Ari uppi á sviði Ræðuhöld á Austurvelli. Mynd SiGtryGGur Ari Sólbað Konur beruðu brjóstin og sóluðu sig. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.