Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 16.–18. júní 2015 H E I L S U R Ú M SUMAR TILBOÐ ROYAL BASE Stök dýna 21.595 kr. - NÚ 12.957 kr. Með botni 66.235 kr. - NÚ 39.741 kr. (90x200 cm) ROYAL CORINNA Stök dýna 64.900 kr. - NÚ 51.920 kr. (153x200 cm) Einnig til í öðrum stærðum og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR „Þetta er alveg ótrúlegur fjöldi“ n Níu þúsund Íslendingar skrafla á netinu n Tómstundaverkefni Vilhjálms Þorsteinssonar n Verður alltaf ókeypis „Ég held að þetta sé 30 prósent heppni og 70 prósent útsjónarsemi,“ segir Gísli Ásgeirsson, Íslandsmeistari í skrafli, um galdurinn að baki skraflinu. Gísli er jafnframt efstur – stigahæstur – af níu þúsund leikmönnum. Hann viðurkennir að honum leiðist það ekki að vera efstur. Aðspurður hvort hann sé mikill keppnismaður segir Gísli að hann hafi verið kappsfullur og metnaðargjarn sem barn. Hann sé þó ósammála því mati systkina hans að hann hafi verið tapsár. „Ég var heppinn“ Leikmenn hittast á miðvikudögum á Café Haiti og skrafla en þangað eru allir velkomnir. Gísli segir að þótt gaman sé að vinna fái hann mest út úr samskiptunum við fólkið. „Mér liggur það í léttu rúmi hvort ég vinn eða tapa. Helst vil ég vinna en ég fer ekkert að grenja þótt ég tapi.“ Gísli varð Íslandsmeistari í skrafli í nóvember í fyrra, þar sem hann sigraði alla andstæðinga sína. „Ég var heppinn í bland,“ segir hann af hógværð. Hann segir ánægjulegt að sjá, með tilkomu Netskrafls, hversu margir afburða skraflarar leynast á landinu. Gísli er ef til vill sá leikmaður Netskrafls sem hefur leikið flesta leiki. Þeir telja, þegar þetta er skrifað, 972. Hann hefur unnið 73 prósent viðureigna sinna og fengið að jafnaði 477 stig í hverjum leik. Hæst hefur hann fengið 176 stig fyrir eitt orð; kisubein. Þetta er á meðal upplýs- inga sem finna má um hvern leikmann Netskrafls. Ýmist er hægt að spila á tíma eða án tímatakmarka. Gísli spilar núorðið einungis á tíma; þar sem hvor leikmaður hefur tíu mínútur. Hann hafi náð góðum tökum á þeim tímaramma. Gísli er sem stendur með 1.624 stig, 23 stigum á undan næsta manni. Hann segist hafa hlaupið á sig á dögunum – með 140 stiga forystu á næsta mann – þegar hann skoraði á alla stigahæstu keppendurna. Hann hafi tapað fyrir mörgum þeirra og hríðfallið niður listann. Hann segir um ástundunina að hann haft lítið að gera í febrúar og að þá hafi hann spilað frekar stíft. Annars spili hann í hádegishléum og kaffitímum – en á kvöldin skrafli hann oft frekar en að sitja við sjónvarpið. Gæti nýst til kennslu Spurður um erfiðustu andstæðingana segir Gísli, eftir svolitla umhugsun, að Reynir Hjálmarsson sé viðsjárverðasti andstæðingurinn á vettvangi Skraflfé- lagsins. Á Netskraflinu séu Steinþór Sig- urðsson (ELO: 1335), Rúna Guðfinnsdóttir (ELO: 1387) og Una Björg Jóhannesdóttir (ELO: 1330) skeinuhættir spilarar sem hann lendi oft í basli með. Gísli er afar ánægður með Netskraflið og kann Vilhjálmi miklar þakkir fyrir. Hann er á því að kennarar gætu nýtt Netskrafl til kennslu. „Ég hvet móðurmálskennara að beina nemendum sínum á skraflið. Þetta er frábært kennslutæki ef vel er á haldið – tíðir sagna, beygingar nafnorða og margt fleira. Þetta er málfræðihand- bók okkar tíma.“ „Fer ekkert að grenja þótt ég tapi“ Gísli Ásgeirsson er Íslandsmeistari í skrafli og efsti maður Netskrafls Falsaðir evruseðlar Fólk beðið um að skoða vel peningaseðla í viðskiptum L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu greinir frá því að nokkuð sé um falsaða 100 evru seðla í umferð hér. Er þeim tilmælum beint til fólks að skoða vel reiðufé sem notað er í viðskiptum. Jafnframt er vísað á leiðbeiningar um hvern- ig skoða megi evruseðla og ganga úr skugga um að þeir séu ófalsaðir. „Borið hefur á tilkynningum um falsaða 100 evru seðla og því beinum við því til fólks að skoða vel reiðufé sem notað er í viðskiptum. Þeir sem fara mikið með erlenda seðla ættu því að kynna sér vel hvers konar ör- yggisatriði er að finna í slíkum seðl- um til að minnka líkurnar á að taka við slíkum seðlum fyrir misgáning. Þetta er t.d. hægt að gera með sérs- tökum pennum og útfjólubláu ljósi, sem ætti e.t.v. að vera til í verslun- um,“ segir lögreglan og segir best að hafa samband við 112 verði fólk vart við falsaða seðla. Á vef evrópska seðlabankans koma fram upplýsingar um hvern- ig megi skoða evruseðla til að meta hvort þeir séu falsaðir. n agustb@dv.is Þrjár konur gengu í skrokk á konu Rifu í hár konunnar, lömdu og spörkuðu H æstiréttur hefur dæmt þrjár ungar konu fyrir að hafa í sameiningu, aðfaranótt 28. mars 2013, rifið í hár konu á kvennaklósetti á skemmtistað í Reykjavík. Tvær af konunum rifu síðan í hár brotaþolans og slógu og spörkuðu í líkama hennar og höfuð fyrir utan skemmtistaðinn. Refsing kvennanna tveggja sem einnig réðust á brotaþola utan við skemmtistaðinn var ákveðin fang- elsi í þrjá mánuði. Fullnustu henn- ar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Var þeim gert að greiða, sameig- inlega, hálfa milljón króna í skaða- bætur til brotaþola. Hins vegar þótti rétt að fresta ákvörðun refsingar þriðju konunn- ar, skilorðsbundið, í tvö ár þar sem ekki var annað ráðið en að atlaga hennar á kvennaklósettinu hafi verið unnin í átökum við brota- þola. Var hún sýknuð af bótakröfu á hendur sér. n birna@dv.is Hæstiréttur Íslands Þrjár konur veittust að konu á skemmtistað í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.