Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Vikublað 16.–18. júní 2015 Bílaleigurnar velta um 30 milljörðum í sumar n Í flotanum eru rúmlega 17 þúsund farartæki n 300 milljónir daglega í kassann S amkvæmt grófum útreikn- ingum DV veltir bílaleigu- iðnaðurinn á Íslandi á bil- inu 230 til 327 milljónum á dag yfir sumartímann. Skráð- ir bílaleigubílar eru í júní 2015 alls 17.260 talsins en þar af eru 16.358 í umferð. Mikill vöxtur er í útleigu hús- bíla og fjölmargar leigur sem sérhæfa sig á þeim markaði hafa sprottið upp. Fjölgun um 16,3% milli ára Alls eru 17.260 bifreiðar skráðar sem bílaleigubifreiðar í júní 2015. Þar af eru 16.358 í umferð, eða á númer- um, en 902 bifreiðar eru með innlögð númer. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Samgöngustofu við fyrir- spurn DV. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjón- ustu voru leyfi til bílaleigureksturs alls 151 talsins árið 2014. Þar af voru um 80 til 90 slík leyfi sannarlega virk á markaðinum. Fjöldi skráðra bíla- leigubíla árið 2014 var 12.179 sam- kvæmt sömu skýrslu en þá hafði verið ráðist í að lækka opinbera skráningu nokkuð en hún tilgreindi 14.841 bíl. Sé miðað við þá tölu þá hefur bíla- leigubílum hérlendis fjölgað um 16,3 prósent milli ára. Stærstu bílaleigurn- ar árið 2014 voru Bílaleiga Akureyr- ar með 3.333 bíla, Avis/Budget með 1.781 bíl og Hertz með 1.455 bíla. Húsbílar afar vinsælir Mikill vöxtur hefur átt sér stað í útleigu á húsbílum, sem er kannski ekki óeðlilegt sé horft til verðs á gisti- rýmum hringinn í kringum landið. Fjölmargar leigur sem sérhæfa sig í slíkum bílum hafa skotið upp koll- inum hérlendis, dæmi um slíkt fyrir- tæki er McRent sem titlar sig á heima- síðu sinni sem stærstu húsbílaleigu Evrópu. Af innlendu bílaleigunum er Camper Iceland stærstir. Þar má leigja tveggja manna bíl í vikutíma í júlí fyrir tæplega 1.000 evrur, eða 150.000. Dagurinn er því rúmlega 21 þúsund krónur. Dýrasti bíllinn, sem hentar fyrir 4–5 manna fjölskyldu, kostar 2.880 evrur, eða 427.500 krón- ur. Dagurinn kostar samkvæmt því 61 þúsund krónur. Meðalverð áætlað um 20 þúsund krónur á dag Nýleg könnun vefsíðunnar túristi.is vakti nýverið athygli en í henni var borið saman verðið á bílaleigubílum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og öðr- um evrópskum flughöfnum. Niður- staðan varð sú að langdýrast var að leigja bíl á Keflavíkurflugvelli af öll- um flugvöllum álfunnar. Til dæm- is kostaði fjórfalt meira að leigja bíl í Keflavík samanborið við verðið á sambærilegum bíl á Kastrup-flug- velli. Dagsverðið á dag í júlí og ágúst var 9.299 krónur hér á landi fyrir ódýrustu tegundina af fólksbíl. Verðið fer svo hratt upp miðað við stærð bíl- anna. Út frá því er ekki fjarri lagi að áætla að meðalverð á bíl, sé miðað við allar gerðir af bílum, um 20 þús- und á dag. Velta 230–327 milljónir króna á dag Erfitt er að áætla hvert nýtingarhlutfall- ið er á leigunum. Yfir háannatímann, frá maí og fram í september, er nýt- ingarhlutfallið gott. Miðað við 100 pró- sent hlutfall er mánaðarvelta bílaleigu- markaðarins 327 milljónir á dag, eða tæplega 10 milljarðar á mánuði. Hóf- legra hlutfall, eða um 70 prósent, þýð- ir að þessar tölur lækka í 230 milljónir á dag og tæplega 7 milljarða á mánuði. Sannleikurinn liggur einhvers staðar þarna á milli. Miðað við neðri mörk- in þá er bílaleigubransinn að velta 28 milljörðum yfir þessa fjóra lykilmánuði. Margar bílaleigur loka á veturna Yfir vetrarmánuðina draga fjölmargar bílaleigur saman seglin eða loka jafnvel alveg. Ástæðurnar eru aðallega færri ferðamenn og sú staðreynd að verðið sem er í boði getur verið allt að helm- ingi lægra en gengur og gerist yfir sum- armánuðina. Einnig aukast líkurnar á því að bifreiðarnar verða fyrir tjóni tals- vert yfir hörðustu vetrarmánuðina sem gerir reksturinn ekki eins aðlaðandi. Miðað við þetta er illmögulegt að skjóta á hver velta iðnaðarins er yfir vetrar- mánuðina. Hluti teknanna kemur aldrei til landsins Stór hluti bókanna fer fram í gegnum ferðaheildsala erlendis og þar til gerð- ar vefsíður. Samkvæmt heimildum DV má búast við því að þóknunin sem bíla- leigurnar þurfa að greiða sé á bilinu 10 til 20 prósent og þá eru neðri mörkin al- gengari. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ótrúleg fjölgun Um 150 bílaleigur hafa starfsleyfi á Íslandi. Mynd úr saFni Fæst hjá Jóni & Óskari. Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind. Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is. Norðurljós Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum. Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis. Northern lights PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 43 98 9 Men frá 16.900 kr. Lokkar 15.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.