Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 21
Umræða 21 Á vefnum Gamlar ljósmyndir birtist þessi mynd af ísbirni í Sædýrasafninu sem eitt sinn var í Hafnarfirði – lang- leiðina út undir álver. Þarna voru ýmis dýr í lengri eða skemmri tíma, en ísbirnirnir voru aðalað- dráttaraflið. En margir minnast þessa stað- ar með hryllingi. Aðbúnaðurinn var afar vondur, eins og reyndar má greina á myndinni. Ísbjörninn er ofan í þröngri steyptri gryfju. Sumir sem gera athugasemd við myndina á Facebook segja að starf- semin hafi verið til skammar. Um einn ísbjörninn segir: „Einn þeirra var orðinn geðveik- ur; gekk stanslaust sama hringinn með sömu hljóðunum.“ Og önnur ummæli eru svona: „Sóðaskapurinn meiri en orð fá lýst og greinilegt að dýrunum leið illa, enda var þessu á endanum lok- að. Þá glöddust margir.“ n Vikublað 16.–18. júní 2015 Það var bara frábært Mér datt ekki í hug að gera það fyrr Skordýr eru bragðgóð Katrín Jakobsdóttir var fyrsti ráðherra til að verða ólétt í embætti. – DV Sigríður Dúna gekk ekki í brjóstahaldara fyrr en hún byrjaði með barn á brjósti. – DV Búi Bjarmar hefur þróað orkustöng úr krybbum. – DV Myndin Við skyldustörf Eldur kviknaði í tjörupappa á nýju þaki í húsi Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni síðdegis á mánudag. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma. mynD Sigtryggur ari Mest lesið á DV.is 1 Fjölmenn brjóstabylting á Austurvelli Töluverður mannfjöldi var á samstöðufundi kvenna á laugardaginn undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna – berbrystingar sameinumst.“ Lesið: 34.800 2 Fingralöngu ferða-mennirnir skilja eftir sig slóð: Brutust inn á Ströndum Svissneskt frönskumælandi par braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði á dögun- um og földu þau góssið rétt hjá tjaldi sínu, skammt frá Krossneslaug. Lög- reglan hafði uppi á þeim og viðurkenndu þau innbrotið og þjófnaðinn. Lesið: 29.759 3 Eigandi Bæjarins bestu hjólar í verkalýðshreyf- inguna Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, er ósátt við að þurfa að fylgja prósentuhækk- unum sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum þar sem hún sé vön að greiða starfsfólki sínu langt yfir umsömdum launatöxtum. Enn fremur er hún óánægð með það viðmót sem hún mætir almennt hjá verkalýðshreyf- ingunni sem atvinnurekandi. Guðrún telur að hún þurfi að velta launahækk- ununum út í verðlagið hjá sér. Lesið: 27.037 4 Var kynlífsþræll föður síns í 30 ár og fæddi honum fjögur börn Kona í Ástral- íu hefur gefið út sjálfsævisögu þar sem hún lýsir ótrúlegu kynferðisofbeldi sem hún mátti þola af hendi föður síns langt fram eftir ævi. Lesið: 29.448 5 Mynduðu einelti á laun – kaþólskur skóli ætlar í mál við Jamie Oliver Kaþólskur skóli í Englandi hefur hótað framleiðslu- fyrirtæki Íslandsvinarins og ofur- kokksins, Jamie Oliver, málsókn eftir að nemandi í skólanum – stúlka á þrettánda aldursári – fór með falda mynda- vél í skólann í tvær vikur og festi á filmu eineltið sem hún þurfti að þola í skólanum. Oliver stendur fyrir þáttagerðinni. Lesið: 21.001 Markaðsbúskapur án markaðslausna Í sland er gott dæmi um þjóð- félag þar sem menn rembast við að reka markaðsbúskap án markaðslausna. Höftum, skömmtunum og lögum er beitt í stað þess að finna sameig- inlegar lausnir. Menn sömdu ekki um Icesave og ekki um markríl- inn og ekki hafa samningar náðs við hjúkrunarfræðinga en samn- ingar virðast ætla að takast við kröfuhafa enda hafa menn eytt ómældum peningum þar til að borga hæfum útlendingum til að semja við aðra útlendinga. En ástandið í heilbrigðismálum þjóðarinnar tekur nú glansinn af þessu afreki útlendinganna. Þetta sýnir líka forgangsröðunina – pen- ingar ofar heilsu. Það verður ekkert fyrsta flokks heilbrigðiskerfi rekið á Íslandi nema á markaðsverði. Það þýð- ir lítið að horfa í baksýnisspegil- inn og vona að fortíðin komi til- baka. Það gerist ekki. Menn verða að horfast í augu við raunveruleik- ann og viðurkenna að markaðsbú- skapur verður ekki rekinn nema að leyfa lögmálinu um framboð og eftirspurn að finna sinn far- veg. Það verður ekki vinsælt vegna þess hversu ríkisafskipti hérlend- is eru mikil og bjaga alla ákvarð- anatöku. En lausnin er ekki í órafjarlægð. Hana er að finna á hinum Norður- löndunum. Þar hafa menn ára- tuga reynslu af því að reka mark- aðsbúskap sem aðlagar sig að velferðarkerfinu án endalausra inngripa stjórnmálamanna. Hvers vegna geta Íslendingar ekki lært af nágrannaþjóðunum? Eru menn enn fastir í hugmyndafræði Ólafs Ragnars um yfirburði Íslendinga í einu og öllu? Sæt hugmynd en barnaleg í besta falli. n „Þetta sýnir líka forgangsröðunina – peningar ofar heilsu. andri geir arinbjarnarson Höfundur er verkfræðingur Af Eyjunni Egill Helgason silfuregils@eyjan.is Af Eyjunni Hið ömurlega sædýrasafn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.