Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 15
Fréttir 15Vikublað 16.–18. júní 2015 Yngsti Íslendingur- inn tveggja mánaða Þjóðhátíðarstemning í Toronto Þ að var sannkölluð þjóða- hátíðarstemning í Amos Waites Park í Toronto þar sem 17. júní var haldinn hátíðlegur. Fánum var veif- að, matur borinn á borð og grenj- andi rigning eins og á að vera. Kanadísk-íslenska félagið í Toronto hefur haldið 17. júní hátíðlegan síðan það var stofnað árið 1959. Á meðan Íslendingar í Winnipeg halda daginn sjálfan hátíðlegan er hér fagnað sunnudaginn á undan. Þótt Íslendingabyggðirnar í Manitoba séu hlutfallslega stærri eru um 300 fjölskyldur meðlim- ir í Íslendingafélaginu í þessari stærstu borg Kanada. Meðal með- lima eru bæði fólk sem á íslenskar langömmur eða langafa eða aðra forfeður, sem og Íslendingar sem eru nýfluttir til Kanada. Nýjasti meðlimurinn, Eyvindur, er rétt rúmlega tveggja mánaða gamall, og er mamma hans vestur-íslensk en pabbinn er aðfluttur Íslending- ur. Ræðismaður Íslands í Toronto, Gail Einarsson McCleery, hefur staðið í ströngu undanfarið. Ólaf- ur Ragnar Grímsson kom í heim- sókn í lok síðustu viku, en þetta er í fyrsta sinn í yfir 30 ár sem sitjandi Íslandsforseti heimsækir borgina. Hann hélt ræðu í Háskólanum um málefni Norðurslóða og sat hádeg- isfund hjá Íslendingafélaginu. Gail kemur upprunalega frá Gimli en hefur búið í Toronto í rúma hálfa öld. Langömmur og langafar hennar fluttu til Manitoba í kring- um 1880 og voru meðal þeirra sem stofnuðu Nýja-Ísland, en forfeður hennar eru allir íslenskir. Hún er búin að vera konsúll síðan 2003 og var sæmd Fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu félagsins, en hún varð 76 ára í upphafi árs. n Nýjasta viðbótin Nýjasti Íslendingurinn í Toronto, Eyvindur, er hér með foreldrum sínum, þeim Karen og Einari Johannesson. Annríki Ræðismaður Íslands í Toronto, Gail Einarsson McCleery, hér við hlið Vals Gunnarssonar, hefur staðið í ströngu undanfarið. Rigning Íslendingarnir létu örlitla rigningu ekki stöðva sig við hátíðarhöldin. Íslendingafélagið Í Íslendingafélaginu er bæði fólk sem á íslenskar langömmur eða langafa eða aðra forfeður, sem og Íslendingar sem eru nýfluttir til Kanada. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com O-GRILLÍ ferðalagiðÁ svalirnar Í garðinn á pallinn Allt árið O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.