Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 16.–18. júní 2015
S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k .
b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s
Skoðaðu heimasíðuna okkar
ww
w.
bi
lo
.is
Ef
þú
er
t í b
ílahugleiðingum?
... með okkur!
FRÁ KR. 48.900
Bjóða peningagreiðslur
í stað fasteignaskatta
Þýska orkufyrirtækið EAB New Energy vill reisa vindorkuver í nokkrum sveitarfélögum hér á landi
F
ulltrúar þýska orkufyrirtæk-
isins EAB New Energy, sem
vill reisa fjóra til sex vindorku-
garða hér á landi á næstu tíu
árum, hafa boðið nokkrum
sveitarfélögum peningagreiðslur og
stuðning eins og uppbyggingu leik-
skólastarfs í ljósi þess að þau fá engar
beinar tekjur af vindmyllunum þar
sem mannvirkin eru ekki metin fast-
eignamati hér á landi. Fyrirtækið
þyrfti því ekki að greiða neina fast-
eignaskatta af mannvirkjunum en
hefur boðið sveitarfélögunum að
undirrita viljayfirlýsingar sem inni-
halda meðal annars hugmyndir að
því hvernig þau geti hagnast á vind-
myllunum.
„Þarna eru dæmi sem við tökum
fram um hvernig þetta er gert annars
staðar enda er ekki rukkaður fast-
eignaskattur af þessum mannvirkj-
um í öðrum löndum þar sem EAB er
með starfsemi. [...] Það er ekki víst að
allt þetta sé löglegt, og við vitum það
ekki ennþá, heldur erum við einung-
is að velta upp hugmyndum um hvað
hefur verið gert annars staðar og
hvað hægt er að gera. Okkur sýnist
það vera lögleg leið að bjóða sveitar-
félögunum leigutekjur af lóðum eða
að eignast hluti í orkugörðunum,“
segir Maurice Zschirp, forstjóri EAB
Nýrrar Orku ehf., íslensks dótturfé-
lags EAB.
Eingöngu óbeinar tekjur
Sveitarfélögunum Grindavík,
Norðurþingi, Rangárþingi ytra og
Reykjanesbæ hefur öllum borist
beiðni fulltrúa EAB um viðræð-
ur og undirritun viljayfirlýsinga um
samstarf á sviði vindorkunýtingar.
Rangárþing ytra hefur undirritað
viljayfirlýsingu við EAB og einnig
fyrirtækið Fallorka á Akureyri vegna
áforma um vindorkugarð í Eyja-
firði. Maurice segir fyrirtækið hafa
sent sömu viljayfirlýsingu á öll fjög-
ur sveitarfélögin fyrr á þessu ári en að
búið sé að bæta við klausu þar sem
þeim sé heimilt að koma með sínar
eigin hugmyndir að því hvernig þau
geti hagnast á mannvirkjunum.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri
Grindavíkur, segir viljayfirlýsinguna
sem sveitarfélaginu barst ekki hafa
innihaldið upplýsingar um hversu
miklir fjármunir gætu runnið til
sveitarfélagsins frá EAB fari svo að
framkvæmdir hefjist.
„Við höfum fjallað um umsókn
fyrirtækisins um viðræður við okkur
í skipulagsnefnd og bæjarráði en það
eru skiptar skoðanir á þessu. Þau hafa
kynnt okkur áform um vindorkugarð
en við gerðum strax athugasemdir og
gerðum þeim grein fyrir því að það
væri best að biðja um að vindmyll-
ur yrðu metnar fasteignamati hér á
landi og skili þannig sveitarfélög-
um fasteignasköttum,“ segir Róbert.
Hann bætir við að fulltrúum EAB hafi
verið boðið að halda íbúafund um
verkefnið.
„Þau þáðu það boð og hyggjast
halda slíkan fund en það verður ör-
ugglega ekki fyrr en eftir sumarleyfi,“
segir Róbert og svarar aðspurður að
svæði vestur af Reykjanesi, í kringum
Sílingarfell, komi helst til greina.
„Þá myndi fyrirtækið kaupa eða
leigja landið af ríkinu. En að óbreyttu
fengi sveitarfélagið ekki neinar bein-
ar tekjur heldur eingöngu mögu-
lega óbeinar tekjur af þeirri atvinnu
sem vindorkuverkin gætu mögulega
skapað.“
Gætu framleitt 100 MW
EAB New Energy er þýskt einkahluta-
félag sem hefur byggt samtals 231
vindorkuverk í Þýskalandi, Króatíu,
Tékklandi og Póllandi. Fyrirtækja-
samstæðan hefur einnig komið að
framleiðslu rafmagns með vindorku í
Kanada, Brasilíu, Úrúgvæ og Argent-
ínu.
Dótturfélagið EAB Ný Orka mun
hafa umsjón með uppbyggingu vind-
orkugarða og starfsemi fyrirtækisins
hér á landi. Áformað er að reisa garða
sem framleiði frá 20 og upp 100 MW
en algeng framleiðslugeta hverrar
myllu er 2,3 til 3 MW. Verkefnið hef-
ur verið í undirbúningi síðastliðin tvö
ár. Ef af áformum fyrirtækisins verð-
ur þarf fyrst að reisa mælingamöstur,
sem yrðu 60 til 80 metra há, þar sem
veðuraðstæður yrðu mældar í allt að
eitt ár. n
„það eru skiptar
skoðanir á þessu
Grindavík Fulltrúum EAB hefur verið boðið að halda íbúafund í Grindavík vegna áforma um vindorkugarð. Þeir héldu íbúafund á Húsavík í
síðustu viku þar sem verkefnið var kynnt og spurningum bæjarbúa svarað.
Bæjarstjóri Grindavíkur Fulltrúar EAB
boðuðu til íbúafundar í síðustu viku þar sem
áform þeirra um vindorkugarð í Norðurþingi
voru kynnt og spurningum svarað.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Funduðu án atbeina Illuga
Hafði ekki milligöngu um fundi forseta Íslands og Orku Energy
I
llugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, átti
ekki milligöngu um að einhver
þeirra tíu funda sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands, hefur átt
með forsvarsmönnum Orku Energy,
nú Arctic Green Energy Corporation
(AGEC), yrði haldinn. Menntamála-
ráðherra var ekki viðstaddur fund-
ina.
Þetta kemur fram í svari forseta-
embættisins við fyrirspurn DV. Kom-
ið hefur fram að forseti Íslands hef-
ur hitt stjórnendur fyrirtækisins tíu
sinnum á síðustu þremur árum.
Samkvæmt vefsíðu embættisins átti
Ólafur síðast fund með fyrirtækinu í
byrjun janúar á þessu ári þegar hann
hitti Hauk Harðarson, stjórnarfor-
mann og einn eigenda fyrirtækisins.
Ræddu þeir þá uppbyggingu hita-
veitna í Kína og fleiri löndum Asíu.
AGEC sérhæfir sig í uppbyggingu
og rekstri á hitaveitum og jarðhita-
virkjunum í Asíu. Samskipti Illuga
og fyrirtækisins komust í hámæli í
apríl síðastliðnum eftir að fjölmiðl-
ar greindu frá þátttöku nokkurra full-
trúa fyrirtækisins í opinberri heim-
sókn menntamálaráðherrans til
Kína. Síðar kom í ljós að Illugi seldi
Hauki íbúð sína og leigir hana nú af
stjórnarformanni orkufyrirtækisins.
Eins og kom fram í síðasta helgar-
blaði DV þá urðu nýverið breytingar
á eignarhaldi fyrirtækisins og var
nöfnum íslenskra dótturfélaga þess í
kjölfarið breytt. Samkvæmt svari fyr-
irtækisins við fyrirspurn DV var fjöl-
miðlaumfjöllunin um tengsl þess við
Illuga ekki ástæða þess að farið var í
nafnabreytingarnar. n haraldur@dv.is
Tíu fundir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hefur hitt fulltrúa Orku Energy tíu
sinnum. Illugi Gunnarsson menntamálaráð-
herra var ekki viðstaddur fundina.
Eldur í Skeifunni
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað út á mánudag vegna
elds í Skeifunni. Eldurinn logaði
í húsnæði Bílaleigu Akureyrar í
Skeifunni á efri hæð.
Húsnæðið sem um ræðir er
Skeifan 9 en iðnaðarmenn voru
við vinnu á þakinu þegar eldur-
inn kom upp og er hann sagður
tengjast þeirri vinnu. Engan sak-
aði og gekk slökkvistarf greiðlega.
Þrjú bakarí
voru sektuð
Neytendastofa hefur í kjölfar
eftirlits með verðmerkingum í
bakaríum á höfuðborgarsvæð-
inu sektað þrjú fyrirtæki vegna
ástands verðmerkinga.
Verðmerkingar voru skoð-
aðar í fjölda bakaría í febrúar
og svo aftur í apríl á þessu ári.
Í seinni eftirlitsferðinni höfðu
verðmerkingarnar batnað um-
talsvert, að því er sagði á vef
Neytendastofu.
Nokkur bakarí höfðu þó
ekki sinnt tilmælum Neyt-
endastofu með fullnægjandi
hætti og ákvað Neytendastofa
að leggja stjórnvaldssektir á
þau. Fyrirtækin eru Sveins-
bakarí, Fjarðarbakarí og Bak-
arameistarinn vegna verslana
í Glæsibæ, Húsgagnahöllinni
og Suðurveri.