Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 16.–18. júní 2015 Ég var auðveld bráð Ég á alltaf kökur Ég er ekki úr Breiðholtinu Þjóðhátíðardagur án reiði Jokka Birnudóttir var misnotuð í æsku. – DV Lilja Katrín prófar sig áfram með kökuuppskriftir. – DVValgeir Sigurðsson hélt listahátíð í Seljahverfi. – DV Af getspeki og lagasetningu Það vakti töluverða eftirtekt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir lögum á verk- fallsaðgerðir BHM og hjúkrunar- fræðinga síðast- liðinn föstudag. Fordæmalaust er að forsætisráðherra mæli ekki fyrir lögum af þessu tagi, taki þau til hópa sem snerta fleiri en eitt ráðuneyti. Þess í stað var sjávar- útegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhansson, dubb- aður upp í hlutverkið. Stefán Pálsson sagnfræðingur varpaði á Facebook-síðu sinni fram þeirri spurningu hvort möguleg ástæða væri sú að forsætis- og fjármála- ráðherra ætluðu sér að horfa á landsleik Íslands og Tékklands þá um kvöldið. Í ljós kom að Stefán, sem er með getspakari mönnum, reyndist hafa rétt fyrir sér og þeir Sigmundur og Bjarni Benediktsson voru vissulega á leiknum meðan þingmenn tókust á um lagasetn- inguna. Veik staða Árna Páls Naumur sigur Árna Páls Árnason- ar í formannskjöri á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir þremur mánuðum, þar sem hann hlaut einu atkvæði meira en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, staðfesti veika stöðu formannsins innan helsta valdakjarna flokksins. Sú staða þykir nú hafa veikst enn frekar í kjölfar þess að stjórnvöld kynntu vel heppnaða áætlun sína um los- un fjármagnshafta í liðinni viku. Í því samhengi hafa verið rifj- uð upp ummæli Árna Páls í að- draganda síðustu þingkosninga þar sem hann gagn- rýndi að talað væri „digurbarka- lega“ um að „af- skrifa eignir“ erlendra kröfuhafa gömlu bankanna. Á fundi sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í apríl 2013 með formönnum stjórnarflokkanna líkti hann hug- myndum Framsóknarflokksins við það þegar rætt hafi verið um að dótturfyrirtæki Magma, sem keypti HS Orku, myndi afskrifa eignir sínar. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll. Ekkert neyðarástand? Fréttastofu Ríkisútvarpsins er stundum legið á hálsi fyrir hlut- drægni í fréttaflutningi. Frétta- mönnum þar finnst sú gagnrýni oft mjög ósanngjörn, en margir hafa þó orðið til að vekja athygli á frétt- um helgarinnar þar sem skýrt var frá lagasetningu á verkföll, meðal annars heilbrigðisstarfsfólks. Ekkert í þeim fréttum eða við- tölum gaf til kynna ástæður laga- setningarinnar og formaður BHM sagði ekkert neyðarástand hafa kallað á slíkar aðgerðir. Vissu fréttamenn RÚV ekki af tveimur alvarlegum minnisblöðum land- læknis um stöðu mála? Og að hann hafi beinlínis krafist þess í minnisblaði til ríkisstjórnarinnar fyrir helgi að endir yrði bundinn á verkfallið þar sem komið væri upp neyðarástand og mannslíf væru í hættu? B reytinga er iðulega þörf, því það er svo bágt að standa í stað og vitanlega viljum við sem þjóð ganga áfram veg- inn til góðs. Viss íhaldssemi get- ur þó verið dyggð og ýmsar hefðir eru þess virði að í þær sé haldið. 17. júní nálgast, þjóðhátíðardagurinn þegar börn fara í skrúðgöngur með foreldrum sínum og syngja hástöf- um Öxar við ána. Fjallkonan mætir í skarti sínu á svalir Alþingishússins og flytur ljóð. Forsætisráðherrann heldur ávarp og minnir á fegurð landsins og samtakamátt þjóðar- innar. Sjálf þjóðin skartar sínu besta skapi þennan dag. Þetta árið er þjóðhátíðardagur- inn haldinn í skugga lagasetningar stjórnvalda á verkföll. Andrúms- loftið í íslensku samfélagi er ekki gott, ólga er í lofti og óvinsæl ríkis- stjórn er sökuð um að vinna ekki í þágu meginþorra landsmanna og uppnefnd „ríkisstjórn hinna ríku“. Reiðin er svo megn að það kann að hvarfla að einhverjum að hún sé komin til að vera. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á 17. júní, um svipað leyti og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, flytur þjóðhá- tíðarávarp sitt. Fram að þessu hefur ríkt þegjandi samkomulag í íslensku þjóðfélagi um að efna ekki til ófriðar á þessum hátíðisdegi. Sárafáir hafa orðið til að rjúfa það samkomulag en þegar það hefur gerst hafa mót- mælaraddirnar týnst í gleðinni sem þjóðin finnur á þessum degi. Það vefst sennilega fyrir mörgum að magna upp reiði innra með sér á degi þegar lög eins og þjóðsöngurinn og Hver á sér fegra föðurland? eru sungin, þar sem skilaboðin eru þau að við eig- um að vera stolt af landinu okkar og þykja vænt um það. Slík ást jafngild- ir ekki þjóðrembu, þótt of oft sé látið eins og svo sé. Vonandi mun þjóðin hvíla sig frá reiðinni á þjóðhátíðardaginn og sama gleði vera við völd nú í ár eins og síð- ustu áratugi. Þótt reiði ríki í íslensku samfélagi þá er samt ekki svo illa kom- ið að þjóðinni sé ómögulegt að sýna samstöðu. Á hverju ári sameinast hún í hinum sérkennilega áhuga sínum á því að vinna Eurovision og þegar það tekst ekki segir hún við sjálfa sig: Það gengur bara betur næst! Og þegar kemur að mikilvægum íþróttavið- burðum gleðst þjóðin innilega yfir sætum sigrum. Þjóð sem getur glaðst vegna söngvakeppni og íþróttaleikja á svo sannarlega að geta sameinast á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Hún á að halda upp á þann dag á sómasam- legan hátt, án gremju og reiði. Það er örugglega vilji meirihluta lands- manna. n Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Baráttan ber alltaf ávöxt U ndir síðustu vikulok voru sett lög á verkfall aðildarfé- laga BHM svo og hjúkrunar- fræðinga. Höggið á þau sem staðið höfðu í langvinnri verkfalls- baráttu – án launa og með tilheyr- andi álagi – var hart. Ríkisstjórnin segir að enn sé hægt að semja eða þar til gerðardómur hafi verið skipaður 1. júlí næstkomandi og í greinargerð með bannlögunum segir að þar til niðurstöðu er skilað af hálfu dómsins um miðjan ágúst sé einnig kostur að ná samningum. Hvað þarf að breyt- ast? Hvert mannsbarn sem fylgst hef- ur með þessari deilu veit þó að án afstöðubreytingar ríkisstjórnarinnar mun enginn árangur nást við samn- ingaborðið. Ríkisstjórnin lagði sig því miður undir straujárnið sem Sam- tök atvinnulífsins hafði hitað upp í samningum á almennum vinnu- markaði. Því miður höfðu aðildarfé- lög ASÍ fallist á tillögur atvinnurek- enda hvað þetta snertir: Verði samið umfram það sem atvinnurekendur á almennum markaði voru tilbúnir að semja um við viðsemjendur sína þá skulu allir samningar lausir og ófriður í landinu. Fyrir þessu lyppaðist ríkis- stjórnin niður. Þess vegna hafa engir samningar náðst. Þess vegna er það afstaða ríkisstjórnarinnar sem verður að breytast. Reiði og leiði En er þá öll von úti, munu engir samningar nást á sjúkrahúsum Ís- lands eða við starfsfólk á sýslumanns- skrifstofum eða öðrum starfssvæðum BHM? Því er til að svara að vonin er ekki úti einfaldlega vegna þess að barátta undangenginna vikna mun skila sér og er þegar farin að skila sér. Fyrir þessu hef ég sannfæringu. Í umræðu á Alþingi var reiði í röð- um stjórnarandstöðu og leiði í röð- um stjórnarmeirihluta. Mér fannst ég kenna að flestum þætti þetta slæm niðurstaða og var athyglisvert að heyra formann allsherjarnefndar þingsins túlka lögin rúmt og á þann veg að gerðardómi bæri að horfa til allra átta og vera rýmri í niðurstöð- um sínum en lagatextinn kvæði á um ef hann væri skoðaður þröngt og með nirfilsauga Samtaka atvinnulífsins. Leiðarljós Sjálfstæðisflokksins Það er grafalvarlegt mál að vega að verkfallsréttinum. Hann er öryggis- ventill í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er gripið til þessa vopns nema við ýtr- ustu aðstæður. Margrét Thatcher, hin illvíga og óbilgjarna járnfrú breskra stjórnmála er löngu komin undir græna torfu. En í íslenskum þingsal vorum við minnt á að arfleifð henn- ar lifi góðu lífi í íslenska Sjálfstæð- isflokknum. Formaður hans, Bjarni Benediktsson, sá ástæðu til að leggja sérstaklega lykkju á leið sína í umræð- um á þingi í síðustu viku til að mæra Thatcher. Sjálfur minnist ég henn- ar sem fréttaskýrandi á valdstjórn- arárum hennar hve mikið kapp hún lagði á að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum launafólks. Slæmt er til þess að vita að íslenskir stjórnmála- menn vilji gera hana að leiðarljósi í störfum sínum. Vafasamar dyggðir Allt sem kenna mátti við sam- starf og samvinnu var af hinu illa að áliti Thatchers en eigingjarnt brölt einstaklinga þótti henni lofsvert og þar með talin sjálf græðgin sem hún taldi til dyggða. Auðvitað vitum við betur. Sam- takamáttur og samvinna skiluðu Ís- lendingum og Norðurlöndunum öll- um þeim ómældu framförum sem urðu á öldinni sem leið og gerðu tutt- ugustu öldina að mesta framfara- skeiði sem mannkynssagan hafði þekkt. Andstreymi í sögulegu samhengi En andstæðingar þessarar hugsun- ar munu ekki hafa árangur sem erfiði ef við aðeins höfum þolinmæði til að setja tímabundið andstreymi í sögu- legt samhengi. Ég er nefnilega sann- færður um að samstaða og barátta ber alltaf ávöxt. Hún geri það á end- anum. Samfélaginu er nú öllu ljóst orðið að gegn kröfum launafólks sem lagði niður vinnu á þriðja mánuð verður ekki staðið til lengdar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær orðið verður við kröfum þess. Sendimenn á þingi Það er hins vegar dapurlegt að Samtökum at- vinnulífsins skuli hafa tekist að spilla þessum samningum og fá sendimenn sína á Alþingi til að ganga erinda sinna með því óheillaverki sem lögin á verkföllin eru. En kemur dagur eftir þennan dag. n Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Samfélaginu er nú öllu ljóst orðið að gegn kröfum launafólks sem lagði niður vinnu á þriðja mánuð verður ekki staðið til lengdar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.