Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 16.–18. júní 201516 Fréttir Viðskipti R ekstrarhagnaður sveitarfélaga á Íslandi dróst saman um 19% á milli áranna 2013 og 2014 og fór úr 67 milljörðum króna í 54 milljarða. Samdráttur hjá Reykja- víkurborg skýrir rúmlega helming samdráttar í rekstarhagnaði allra sveitarfélaganna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Íslandsbanki hefur gefið út um rekstur og fjárhagsstöðu hjá 61 sveitarfélagi sem spanna um 99% íbúa landsins. Dregið hefur úr skuldsetningu sveitarfélaganna en hlutfall skulda á móti eignum þeirra nam 61% á liðnu ári borið saman við 73% árið 2009. Flest sveitarfélaganna hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og að greiða niður skuldir. Hins vegar hafa heildarfjárfestingar og framkvæmd- ir sveitarfélaganna verið í lágmarki, en þó hafa nokkur sveitarfélög byggt hjúkrunarheimili á síðustu árum. Eru þau samvinnuverkefni milli ríkis og sveitarfélags þar sem ríkið gerir lang- tímaleigusamning við sveitarfélagið. Á árinu 2014 stóð rekstur 88% sveitarfélaga undir núverandi skuld- setningu miðað við A- og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta til eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en undir þann hluta falla lögbundin verkefni ásamt öðrum til- fallandi verkefnum. Í B-hluta eru fyr- irtæki/stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins eða að meirihluta á ábyrgð þess og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæð- ar einingar. Eru þær að mestu leyti fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Í skýrslunni kemur fram að íbúa- þróun hafi verið jákvæð undanfarin tvö ár. Hlutfallsleg fólksfjölgun hef- ur orðið á öllum landsvæðum nema tveimur, Vestfjörðum og Norður- landi vestra. Mest var aukningin á Suðurnesjum (3,9%) en þar á eftir komu höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Vesturland. Ef horft er á síðastliðin tíu ár kemur í ljós að mesta fjölg- unin á sér stað innan áðurgreindra landsvæða, þ.e. innan Suðurnesja (28,7%), höfuðborgarsvæðisins (14,7%), Suðurlands (11,8%) og Vest- urlands (7,9%). Framlag Jöfnunarsjóðs sem hlut- fall af heildartekjum sveitarfélag- anna hefur síðastliðinn áratug aukist úr 6,7% í 9,5%. Íbúar á Norðurlandi vestra fá mest í sinn hlut, þegar fram- lag Jöfnunarsjóðs á hvern íbúa eft- ir landshlutum er skoðaður, eða um 292 þúsund á mann. Íbúar á höfuð- borgarsvæðinu fá minnst, eða um 62 þúsund á mann. n Rekstrarhagnaður sveitarfélaganna minnkar um 13 milljarða 88 prósent sveitarfélaganna standa undir núverandi skuldsetningu sinni F jármálafyrirtækið Summa rekstrarfélag, í samstarfi með fjárfestinum Heiðari Má Guðjónssyni, er að ganga frá stofnun framtaks- sjóðs sem hefur það hlutverk að fjárfesta í ýmsum innviðum hér- lendis á komandi árum. Framtaks- sjóðurinn er fjármagnaður af líf- eyrissjóðum og verður sjóðurinn í upphafi um 5 til 10 milljarðar að stærð. Sigurgeir Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Summu rekstrarfé- lags, segir í samtali við DV að stofn- un sjóðsins sé á lokametrunum en hann geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Fram kemur í skýrslu stjórnar Summu í ársreikningi fé- lagsins fyrir árið 2014 að reiknað sé með því að sjóðurinn „fari af stað á fyrri hluta“ þessa árs. Á meðal þeirra lífeyrissjóða sem samþykkt hafa að leggja sjóðnum til hlutafé er Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Sam- kvæmt heimildum DV hyggst Líf- eyrissjóður verslunarmanna hins vegar ekki koma að stofnun sjóðs- ins. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, segir í samtali við DV að stjórn sjóðsins hafi gefið vilyrði sitt, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, fyrir um 400 til 500 milljóna hlutafjárframlagi í framtakssjóð- inn. Smærri innviðafjárfestingar Sjóðurinn mun sem fyrr segir ein- blína á fjárfestingar í margvísleg- um innviðum samfélagsins. Þar er einkum horft til fjárfestinga í sam- göngumannvirkjum – bæði vega- og hafnarframkvæmdum – og í orkuiðnaði á borð við hita- og raf- magnsveitur. Ólíkt Hagvaxtarsjóði Íslands, þrjátíu milljarða framtaks- sjóði sem átti að ráðast í stórar inn- viðafjárfestingar, þá mun sjóðurinn sem verður stofnaður af Summu og félagi á vegum Heiðars Más fyrst og fremst horfa til smærri innviðafjár- festinga. Óvíst er hvort verður af stofn- un Hagvaxtarsjóðs Íslands, sem átti að vera rekinn af Framtakssjóði Íslands og verða 30 milljarðar að stærð, eftir að ljóst varð fyrr á þessu ári að hvorki Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins (LSR) né Gildi, tve- ir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, hygðust leggja sjóðnum til hlutafé. Greint var frá því í Við- skiptaMogganum í nóvember á síðasta ári að búið væri að tryggja vilyrði lífeyrissjóða að fjárhæð um 15 milljarða vegna stofnunar Hag- vaxtarsjóðsins. Enn væri hins vegar beðið eftir afstöðu LSR og Gildi líf- eyrissjóðs. Í Morgunblaðinu um miðjan febrúarmánuð á þessu ári var síðan staðfest að ekkert yrði af þátttöku LSR og Gildis og stofn- un Hagvaxtarsjóðsins væri af þeim sökum „í uppnámi“. Í meirihlutaeigu Íslandsbanka Heiðar Már er ekki ókunnur því að koma að fjárfestingum í innvið- um samfélagsins en í ársbyrjun 2014 keypti félag á vegum hans ríf- lega þriðjungshlut í HS Veitum fyr- ir 3,14 milljarða króna af Orkuveitu Reykjavíkur og nokkrum sveitar- félögum. Það var samlagshluta- félagið Ursus I sem stóð að kaup- unum en tilgangur félagsins er að „fjárfesta í hlutafé fyrirtækja sem snerta innviði samfélaga“. Stærstu hluthafar Ursus I eru fjölmargir líf- eyrissjóðir, ásamt Tryggingamið- stöðinni, en hlutur Heiðars Más í félaginu er aðeins um 13%. Summa rekstrarfélag veitti með- al annars samlagshlutafélaginu Bakkastakka, sem eru í eigu á ann- an tug lífeyrissjóða og Íslands- banka, ráðgjöf vegna fjármögnun- ar þýsku fyrirtækjasamsteypunnar PCC á Bakka við Húsavík. Heildar- fjárfesting vegna verksmiðju PCC nemur um 300 milljónum Banda- ríkjadala, jafnvirði um 40 milljarðar íslenskra króna. Summa er í meirihlutaeigu Ís- landsbanka sem á 51% hlut í fé- laginu. Eignarhaldsfélagið Megind, sem er í jafnri eigu fjögurra starfs- manna Summu, á síðan 49% hlut í félaginu. Samkvæmt ársreikningi nam hagnaður Summu tæplega tólf milljónum króna á síðasta ári og nema eignir félagsins 81 millj- ón króna. Hreinar rekstrartekj- ur Summu meira en tvöfölduðust á milli ára og voru samtals 128,5 milljónir króna á árinu 2014. Eigin- fjárhlutfall Summu er tæplega 23%. Styrmir til Summu Þá mun Styrmir Guðmundsson, sem lét af störfum sem sjóðs- stjóri hjá Júpiter rekstrarfélagi fyr- ir skömmu, dótturfélagi MP banka, ganga til liðs við Summu á næst- unni, samkvæmt heimildum DV. Þar mun hann taka við starfi sjóðs- stjóra en Summa hefur heimild til að reka verðbréfa,- fjárfestinga- og fagfjárfestasjóði. Auk þess að hafa starfað hjá Júpiter var Styrmir áður sjóðsstjóri hjá vogunarsjóðn- um TF2 og forstöðumaður skulda- bréfa- og afleiðumiðlunar Straums- Burðaráss fjárfestingabanka og Glitnis á árunum 2003 til 2009. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Gunnar Baldvinsson Almenni lífeyris- sjóðurinn setur um 500 milljónir í sjóðinn. Mynd SkjáSkot / RÚV Lífeyrissjóðir stofna milljarða framtakssjóð í samstarfi við Heiðar Má n 5 til 10 milljarða sjóður sem einblínir á smærri fjár- festingar í innviðum n Almenni og Gildi taka þátt Ráðhúsið Samdráttur hjá Reykjavíkurborg skýrir að stórum hluta minni rekstrarhagnað sveitarfélaganna. Mynd BRaGi tHoR joSefSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.