Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 22
22 Skrýtið Þ að var á fallegum sumardegi sem tveir danskir herra- menn komu heim til okkar,“ segir Helene Thiesen. Árið var 1951 og hún bjó með fjölskyldu sinni í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Þeir töluðu við mömmu mína og eldri systur og ég hugsaði með mér: Hvað eru þeir að gera hér? Ég var mjög forvitin. Þeir spurðu mömmu hvort ég vildi fara til Danmerkur. Ég myndi læra dönsku og fá góða menntun,“ segir hún. Mamma hennar neitaði þeim um beiðnina en þeir héldu áfram að ýta á hana uns hún gaf loks eftir. Á fimmta áratug síðustu aldar var hópur inúítabarna tekin af heimil- um sínum á Grænlandi og þau flutt til Danmerkur þar sem átti að endur- mennta þau og gera líkari „dönskum millistéttarborgurum“. Helene Thie- sen var ein þeirra. Meira en 60 árum seinna krefj- ast þau afsökunarbeiðni af hálfu danskra yfirvalda fyrir misheppnaða tilraun sem leiddi til mikils og óbæt- anlegs skaða. Þessu greinir frétta- veitan BBC frá. Siglt með börnin á skipinu MS Disko og sett í sóttkví Yfirvöld í Danmörku höfðu ákveðið að bæta lífsskilyrði á Grænlandi. Margir höfðu lifibrauð sitt af sela- veiðum, fáir töluðu dönsku og margir voru veikir af berklum. Dönskum stjórnvöldum þótti besta leiðin til að betrumbæta ástandið á Grænlandi að búa til „hinn nýja Grænlending“. Áætlunin var mót- uð af góðgerðasamtökunum Save the Children í Danmörku en senda átti 6–10 ára börn til fjölskyldna í Danmörku svo þau fengju góða menntun. Margir foreldrar voru tregir til þess að senda börn sín til Danmerk- ur en að lokum gáfu sumir eftir. Í maí 1951 sigldi skipið MS Disko frá Nuuk með 22 grænlensk börn um borð til Danmerkur. Eftir komu barnanna til lands- ins var þeim tilkynnt að þau myndu verja sumrinu í sumarbúðum. „Seinna komst ég að því að við hefð- um verið í sóttkví. Sveitin var fjarri allri byggð.“ Fólk var hrætt um að þau bæru með sér smitsjúkdóma. Koma inúítabarnanna til lands- ins var talið svo mikilvægt verkefni að sjálf drottning Danmerkur heim- sótti þau. „Ég skildi ekki neitt. Var í upp- námi og gekk um alvarleg á svip. Það er hægt að sjá það á myndum af heimsókninni. Við hópuðumst öll í kringum drottninguna en ekkert okkar brosti.“ Næst voru börnin send til fóstur- fjölskyldna út um landið allt. Helene var feimin og hlédræg hjá fyrstu fósturfjölskyldunni sinni og gekk illa að aðlagast. Hún hafði fengið exem og því ákveðið að hún skyldi búa hjá lækni og fjölskyldu hans. Til að laga exemið makaði læknirinn svörtu smyrsli á olnboga hennar og bannaði henni að leika sér í stofunni til að eyðileggja ekki húsgögnin. Hún var flutt til annarrar fjöl- skyldu nokkrum mánuðum seinna. „Seinni fjölskyldan var mikið betri. Það var gott fólk.“ Aftur heim Árið eftir voru 16 af börnunum 22, Helene þar á meðal, send aftur til Grænlands. Samtökin Save the Children í Danmörku höfðu komið því til leiðar að hin börnin yrðu ætt- leidd af fósturfjölskyldum sínum. „Þegar skipið stöðvaði við höfn- ina í Nuuk greip ég litlu ferðatösk- una mína og hljóp heim í faðm móð- ur minnar,“ segir Helene. „Og ég talaði og talaði um allt sem ég hafði séð, en hún svaraði ekki. Ég horfði rugluð í augu henn- ar. Hún svaraði á máli sem ég skildi ekki. Ekki orð. Ég hugsaði með mér: Þetta er hræðilegt. Ég get ekki talað við mömmu mína lengur. Við töluð- um ólík tungumál.“ Á meðan Helene hafði verið í burtu höfðu önnur góðgerðasamtök, danski Rauði krossinn, byggt barna- heimili í Nuuk. Eftir að hafa búið á dönskum heimilum áttu börnin ekki að fara til baka til fjölskyldna sinna – í umhverfi sem var þeim ekki gott. „Nýja mamma okkar, forstöðu- maður munaðarleysingjahælis- ins, pikkaði í öxlina á mér og sagði mér að fara upp í bíl, við vær- um á leið á barnaheimilið. Ég hélt ég væri að fara til mömmu minn- ar. „Hvers vegna var farið með mig á svona heimili? Enginn svaraði. Þetta var á þeim tímum sem Græn- land var dönsk nýlenda. Og nýlend- urherrarnir stjórnuðu öllu. Þú mót- mæltir ekki Dana. Þú bara efaðist ekki um það sem þeir sögðu.“ Reynsla Helene hafði varanlegar afleiðingar. „Í gegnum lífið skildi ég aldrei hvers vegna ég væri oft leið og gréti mikið.“ Ekki fengið afsökunarbeiðni frá dönskum stjórnvöldum Það var ekki fyrr en 1996, þegar hún var 52 ára, að hún uppgötvaði af hverju hún hefði verið tekin af móð- ur sinni. Fréttirnar komu ekki frá dönsk- um stjórnvöldum heldur frá dönsk- um rithöfundi sem fann fjölda skjala á danska þjóðskjalasafninu. „Hún hringdi í mig og sagði: „Ertu sitjandi?“ og sagði mér síðan að ég hefði verið hluti af tilraun. Ég settist niður og grét.“ Helene og hin börnin hittast eins- taka sinnum en aðeins sjö þeirra eru á lífi. „Öllum finnst okkur þetta hafa verið rangt. Okkur skortir sjálfs- traust,“ segir hún. Börnin voru fjarri því að upplifa sig sem fyrirmyndir í samfélagi sem átti að betrumbæta í menningarlegu tilliti. Þau enduðu sem lítill, rótlaus og lítilsvirtur hóp- ur sem stóð utan við eigið samfélag. Árið 1998 fékk hún senda afsök- unarbeiðni þar sem Rauði krossinn kvaðst „sjá eftir öllu saman“ og hlut- verki þeirra í ráðabrugginu. Og loks, árið 2009, báðust forsvarsmenn Save the Children í Danmörku afsökunar. En rannsókn sem gerð var þar í landi sýndi fram á að sum skjalanna er vörðuðu sam- tökin hefðu horfið. Samtökin viður- kenna að þeim hafi vísvitandi verið eytt. „Þegar við horfum á það sem gerðist er ljóst að þetta var hreint brot á réttindum barna. Það er varla til regla sem ekki var brotin,“ segir Mimi Jacobsen, formaður samstak- anna Save the Children í Danmörku. „Vellíðan þeirra fékk að víkja fyrir því að tilraun yrði framkvæmd. Sam- tökin vildu vel en þetta endaði allt í tómu rugli. Ætli hugmynd þeirra hafi ekki verið sú að þeir vildu mennta börn og færa grænlenskt samfélag til betri vegar – veita Grænlendingum betri framtíð.“ Grænlensk yfirvöld báðu dönsku ríkisstjórnina um formlega afsök- unarbeiðni árið 2010. Danski sósíaldemókrataflokk- urinn, þá í minnihluta, talaði fyrir því að gerð yrði sjálfstæð rannsókn á málinu. Síðan, eftir að flokkurinn myndaði ríkissjórn með öðrum árið 2011, var ekki frekar um málið talað. Helene segir reynsluna þó hafa haft ákveðnar jákvæðar afleiðingar í för með sér, hún hafi eignast dansk- an eiginmann, þau eignast börn, stundað nám í Danmörku og síðan verið forstöðumaður barnaheimilis. „En hvað dönsk yfirvöld varðar þá er ég bitur og vonsvikin. Það mun ég vera þangað til ég dey.“ n Vikublað 16.–18. júní 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er „Hvers vegna var farið með mig á svona heimili?“ n Grænlensk börn tekin af heimilum vegna tilraunar n Danir vildu betrumbæta Grænlendinga „En hvað dönsk yf- irvöld varðar þá er ég bitur og vonsvikin. Það mun ég vera þangað til ég dey Helene ásamt eiginmanni og barni. Móðir og systkini Helene lengst til vinstri. Danadrottning ásamt grænlenskum börnum. Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.