Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 30
30 Menning Vikublað 16.–18. júní 2015
loksins á
Íslandi!
Verslun og Viðgerðir
Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is
Að drepa á daginn og grilla á kvöldin
The Good Kill fæst við firringu nútímahernaðar
N
ý tegund stríðs kallar á
nýja tegund stríðsmynda.
Jarhead sýndi hermenn
leita að Íraksher í Persaflóa-
stríðinu fyrra en ná ekki að hleypa
af skoti áður en flugherinn hafði
grandað öllum óvinum. Í Good Kill
þurfa menn ekki lengur að hlaupa
um eyðimörkina, heldur mæta á
skrifstofuna í Las Vegas og skjóta
menn með vélmennum úr fjar-
lægð. „Drónar eru ekki framtíð
hernaðar,“ segir skrifstofustjórinn.
„Þeir eru nútíminn.“
Það að undirbúa menn und-
ir stríð hefur alltaf verið nauðsyn-
legt samfélögum, hvort sem menn
sveifluðu sverðum á víkingatím-
um eða skapa öfluga liðsheild á
fótboltavellinum. Nú er hins vegar
svo komið að þeir sem eyða mest-
um tíma í tölvuleikjum eru best
búnir undir hernað, enda er hér
tekið fram að stýrikerfi flugdráps-
vélanna er lauslega byggt á X-BOX
til að auðvelda mönnum „leikinn“.
Leikstjórinn er Nýsjálendingur-
inn Andrew Niccol sem fer sjaldn-
ast fínt í sakirnar. Hann er einstak-
lega naskur á samtíma sinn og
hefur áður fjallað um samband nú-
tímatækni og raunveruleika sem
handritshöfundur að The Truman
Show og hefur fjallað um nú-
tímahernað í vopnasölumyndinni
Lord of War. Hér sameinar hann
þetta tvennt.
Persónur myndarinnar eru
flestar málpípur hinna mismun-
andi skoðana og er umræðuefnið
skoðað frá öllum hliðum. Við sjá-
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
The Good Kill
IMDb 6,3 RottenTomatoes 75% Metacritic 63
Handrit og leikstjórn: Andrew Niccol
Aðalhlutverk: Ethan Hawke og January
Jones
102 mínútur
„ Í Good Kill þurfa
menn ekki leng
ur að hlaupa um eyði
mörkina, heldur mæta á
skrifstofuna í Las Vegas
og skjóta menn með vél
mennum úr fjarlægð.
Bandóðar
risaeðlur
Risaeðlur í Reykjavík eftir Ævar
Þór Benediktsson (hinn vin-
sæla vísindamann) er saga fyr-
ir lesendur á öllum aldri. Þar er
meðal annars sagt frá sjö band-
óðum risaeðlum, stórhættuleg-
um unglingi, gagnsemi skotbolta,
strætóbílstjóra í lífshættu og
heimsins bestu félögum. Myndir í
bókinni eru eftir Rán Flygenring.
Gengið um
Þingvallasvæðið
Reynir Ingibjartsson er höfund-
ur bókarinnar 25 gönguleiðir á
Þingvallasvæðinu. Þar lýsir hann
gönguleiðum innan marka Þing-
vallaþjóðgarðs en einnig áhuga-
verðum slóðum annars staðar
við Þingvallavatn. Loks lýsir hann
gönguleiðum sem tengjast hinum
gömlu leiðum til Þingvalla. Hverj-
um gönguhring fylgir kort með
fjölda örnefna sem geyma sögu
svæðisins. Það ásamt leiðarlýs-
ingu og ljósmyndum gefur glögga
mynd af því sem fyrir augu ber.
Á eyjunni þar sem listir eru trúarbrögð
n Eyjan Naoshima við Japan er uppfull af nútímalistaverkum og söfnum n Arkitektúr og myndlist renna saman í magnaðri safnaupplifun
Þ
að er nánast trúarleg upp-
lifun að ganga inn í rýmið
– birtan í loftinu eins og úr
öðrum heimi og skjanna-
hvítir veggir, gólf og loft. Ég
stend í hvítum inniskóm á litlum
viðkvæmum hvítum marmaraflís-
unum. Starfsfólkið vísar manni vin-
samlegast úr skónum. Það er klætt í
hvíta sloppa eins og vísindamenn,
eða læknar, eða meðlimir í sértrúar-
söfnuði. Hönnun rýmisins er ætlað
að magna upp tilfinningu fyrir hinu
ægifagra, háleita, nánast guðlega
– krafbirtingarhljómi listaverksins.
Svona hef ég aldrei séð Monet – eða
yfirhöfuð nokkurt listaverk.
Chichu Art Museum, „Neðan-
jarðarsafnið“ á listaverkaeyjunni Na-
oshima á Seto-hafi úti fyrir strönd Jap-
ans, starfar eftir öðrum lögmálum en
hefðbundin listasöfn, hér hrúga sýn-
ingarstjórar ekki listaverkum inn í
hvítan kassa eftir handahófskenndu
stefi heldur er safnbyggingin hönnuð
til þess eins að magna upplifun áhorf-
andans af þeim níu listaverkum sem
eru hýst í safninu. Þarna eru fimm
vatnaliljumálverk eftir Monet, þrjú
ljósverk eftir James Turrell og innsetn-
ing eftir Walter de Maria. Byggingin,
eftir japanska stjörnuarkitektinn
Tadao Ando, er tíunda (og alls ekki
áhrifaminnsta) listaverkið í safninu.
Eins og höfuðstöðvar
Bond-illmennis
„Andleg en án trúarbragða.“ Þannig
lýsir hugmyndasmiðurinn listaverka-
eyjunni. Naoshima er hugarsmíð
milljarðamæringsins og eins ríkasta
manns Japans, Soichiro Fukutake,
stofnanda menntunar- og velferðar-
iðnaðarrisans Benesse Corporation.
Hugmyndin kom fram fyrir um þrem-
ur áratugum, reisa átti við hnign-
andi eysamfélögin á Seto-innhafinu
við Japan með nútímalist að vopni
og búa til litla paradís fyrir listunn-
endur. Fukutake hefur sagt að sam-
félag sem byggist einungis á við-
skiptum og efnahagslegum tengslum
skorti andleg auðæfi, þau telur hann
að nútímamaðurinn geti ekki fund-
ið í trúarbrögðum heldur í listinni
og náttúrunni. Hann vill því gefa til
baka af þeim auði sem honum hef-
ur áskotnast, hann vill raunar berj-
ast fyrir manneskjulegra samfélags-
skipulagi „almenningskapítalisma“
eins og hann kallar það.
Árið 1992 var fyrsta listasafn eyj-
unnar opnað, Benesse House. Húsið,
sem er á sama tíma safn og lúxushót-
el, er minimalískt og kalt og yfirfullt
af verðmætum nútímalistaverkum.
Þegar maður stígur inn í húsið kvikna
hugrenningatengsl við öll þau James
Bond-illmenni sem hafa byggt sér
höfuðstöðvar á ímynduðum eyðieyj-
um víðs vegar um heim. Þessi aug-
ljósu líkindi hrintu af stað undarlegri
víxlverkun: rithöfundurinn Raymond
Benson lét eina af Bond-bókum sín-
um gerast á eyjunni, sem leiddi svo til
þess að einhver sá sér leik á borði og
opnaði safn tileinkað njósnara henn-
ar hátignar á eyjunni.
Að baða sig í list
Chichu-listasafnið var næst opnað,
árið 2004 og safn tileinkað kóreska
myndlistarmanninnum Lee Ufan var
opnað þegar Setouchi-þríæringurinn
var haldinn í fyrsta skipti á eyjunni
árið 2010. Söfnin þrjú eru öll hönnuð
í áþekkum stíl af fyrrverandi boxar-
anum og sjálflærða arkitektinum frá
Osaka, Tadao Ando. Þau eru byggð
inn í landslagið í sama steinsteypta
naumhyggjustílnum. Gráir tómir
steypuveggirnir og gróðurinn í kring
mynda fallegar andstæður.
Þótt maður klári meginsöfnin þrjú
er eyjan langt því frá tæmd: skúlp-
túrar eftir heimsfræga nútímalista-
menn standa víðs vegar um eyjuna
og í austurbænum hefur Fukutake
keypt upp hús brottfluttra eða látinna
íbúa og fengið listamenn til að endur-
hanna þau sem innsetningar. Fyrir
skemmstu var svo almenningsbað-
hús opnað, hannað af listamannin-
um Shinro Ohtake í bænum. Lista-
æðið er jafnvel farið að dreifa sér til
næstu eyja, til dæmis Teshima, þar
sem verki eftir Ólaf Elíasson hefur
verið komið fyrir.
Verk Ólafs smellur eins og flís
við rass við fagurfræði eyjarinnar.
Verkin sem eru til sýnis á eyjunni er
abstrakt, verk og innsetningar sem
ögra skynjun mannsins, sem skapa
andakt og hálfdulrænar upplifanir.
Þarna eru hins vegar engin verk sem
takast á við eða gagnrýna þá samfé-
lagsgerð sem Fukutake hefur byggt
auðæfi sín á. Hvort listin hafi lífgað
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Veggirnir slúta
yfir mann, glugg
arnir mynda sterkar ská
línur og skugga eins og úr
þýskum expressjónískum
kvikmyndum millistríðs
áranna.
Grjót og steypa
Grár minimalismi
sem einkennir verk
japanska stjörnuarki-
tektsins Tadao Ando.