Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 38
38 Fólk Vikublað 16.–18. júní 2015 Fæst í FK, Byko, Apótekum og öllum helstu leikfangaverslunum um land allt Safnaðu þeim öllum! Brjálað stuð í Hörpu Söngkonurnar gáfu Tinu Turner ekkert eftir T ónlistarsýningin Tina – drottning rokksins fór fram fyrir fullu húsi í Eld- borgarsal Hörpu á laugar- daginn. Söngkonurnar Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Erna Hrönn fóru algjörlega á kostum og gáfu Tinu sjálfri ekkert eftir, á kraftmikilli sýningu sem enginn var svikinn af. n Innlifun Regína Ósk er ansi vel sjóuð í tónlistarsýningum og kann til verka. Fór á kostum Bryndís Ásmundsdóttir lifði sig vel inn í hlutverkið. Flott Stefanía Svavarsdóttir var flott um hárið. Glæsileg Erna Hrönn er alltaf stórglæsileg og geislandi. „Svo þakklátur að ég gæti grenjað“ Arnar Freyr í Úlfi Úlfi er feminískur rappari V iðbrögðin hafa verið góð og ég er svo þakklátur að ég gæti grenjað,“ segir Arn- ar Freyr Frostason, annar meðlima rappsveitarinn- ar Úlfur Úlfur, en plata sveitarinnar, Tvær plánetur, kom út á dögunum. Engar berbrjósta stelpur Myndbönd sveitarinnar hafa vakið athygli og augljóst er að Úlfur Úlf- ur treystir ekki á „bling bling“ og berbrjósta stelpur til að vekja á sér athygli. „Það er rétt. Við erum að vinna með eitthvað allt annað en hvað það er veit ég ekki alveg. Við höfum einhverja nálgun á tónlist og textagerð sem við höfum haft frá því við vorum litlir strákar á Sauð- árkróki,“ segir hann og játar því að- spurður hvort hann sé femínisti. „Að sjálfsögðu. Það er það eina sem meikar sens. Ég læt mig dreyma um frjálsan og fordómalausan heim þar sem allir hafa jafnan rétt til alls og er til í að berjast fyrir því. Það er beisik. Ég gæti aldrei stutt það að kvenlík- aminn sé notaður til auglýsinga eða til að upphefja sjálfan mig. Blingið er hins vegar frábært. Við erum með keðjur og annað skart af því að það er skemmtilegt. Auðvitað erum við ekki moldríkir rapparar hér á Íslandi en það er ákveðið stöðu- tákn að hafa þor til þess held ég, eins og að klæða sig og hegða sér öðru- vísi einfaldlega af því það er gam- an. Þetta á rætur að rekja til sjálfs- trausts en að vera með sjálfstraust og hnausþykkan skráp er nauðsynlegur þáttur ef þú ert rapp- ari. Þetta er sport sem fólk hikar ekki við að gagnrýna og hakka í sig. Þá er fínt að geta bara hleg- ið og keypt sér nýja keðju.“ Þrjáhyggja og unun Mikil gróska hef- ur verið í ís- lensku rappi upp á síðkastið. „Það hafa náttúrlega alltaf verið til rapparar á Íslandi en núna fyrst er fólk að veita því athygli hvað íslensk rapptónlist er orðin góð. Rappið sjálft er orðið heilsteyptara en fyrst og fremst hafa hljómgæðin stóraukist. Við sem erum í þessu rembumst við að gera þetta fagmannlega og í dag er líka meira samstarf á milli ólíkra stefna. Þetta er orðið meira en bara rapp.“ Strákarnir í Úlfi Úlfi rappa á ís- lensku um íslenskan veruleika. „Við höfum einungis rappað á íslensku en ég hef ákveðna þráhyggju og unun af tungumálinu. Það er svo gaman að vinna með það, beygja í allar áttir og ögra forminu. Umræðu- efnið er íslenskur veruleiki, hvernig það er að vera milli tvítugs og þrí- tugs og eiga við þetta „shit“ á þessu landi þar sem við höfum það svo gott en á sama tíma er allt svo „fucked“. Þessi ríka þjóð sem sér ekki sólina í níu mánuði á ári veitir manni enda- lausan efnivið.“ Rappandi viðskiptafræðingur Arnar er með viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands í vasanum en hef- ur upp á síðkastið getað lifað á tón- listinni. „Þetta er blessun. Ég hef far- ið í bókmenntafræði, kennarann og í ritlist en tókst að klára viðskipta- fræðina. Fannst ég þurfa að gera eitthvað praktískt einu sinni. Það er ótrúlega hentugt að vera tónlistar- maður og í námi á sama tíma. Svo ef allt fer til fjandans þá er ég alla- vega með prófgráðu í rassvasanum,“ segir hann en neitar því að eiga sér drauma um frægð og frama á er- lendri grundu. „Við höfum aldrei stefnt þangað enda höfum við það mjög fínt hér á Íslandi og ég vil frekar hafa það fínt hér en að flytja út 27 ára gamall og ströggla.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þessi ríka þjóð sem sér ekki sólina í níu mánuði á ári veitir manni endalausan efni- við. Úlfur Úlfur Arnar og Helgi hafa spilað tónlist saman síðan þeir voru litlir strákar á Sauðárkróki. Arnar Freyr Arnar segist ekki hafa áhuga á að upphefja sjálfan sig á kostnað kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.