Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 16.–18. júní 2015 Sport 25 Graníthöllin Legsteinar Hér hvílir Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013 Minning þín er ljós í lífi okkar Hér hvílir Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013 Minning þín er ljós í lífi okkar Mikið úrval fallaegra Legsteina Opnunartími: mánudaga - föstudaga 900 til 1800 laugardaga 1100 til 1600 555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði Þarf að rétta af legsteininn? Graníthöllin tekur að sér að rétta af legsteina sem eru farnir að skekkjast. Hafðu samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar. Þarf að endurnýja letrið? Er letrið farið að mást úr? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð í endurmálun legsteinsins. n Margfaldir meistarar á lausu Brede Hangeland Aldur: 33 Staða: Varnarmaður Síðasta félag: Crystal Palace n Dagar norska turnsins á Englandi virðast brátt taldir. Hann bíður þess að sjá hvort Palace vilji gera við hann nýjan samning. Hangeland var mestmegnis á bekknum eftir áramót og bíður þess sem verða vill. Þessi öflugi varnarmaður hefur leikið í úrvalsdeildinni frá árinu 2008, lengst af með Fulham. Carlton Cole Aldur: 31 Staða: Sóknarmaður Síðasta félag: West Ham n Cole kveður nú hamrana eftir 260 leiki og liðlega 60 mörk. Hann spilaði 26 leiki í vetur og skoraði aðeins þrjú mörk. Það er einfaldlega ekki nógu gott fyrir framherja í efstu deild. Cole býr að mikilli reynslu þó hann hafi aldrei skorað meira en 10 mörk á keppnistímabili í úrvalsdeildinni. Wes Brown Aldur: 35 Staða: Varnarmaður Síðasta félag: Sunderland n Brown, sem í fimmtán ár lék undir stjórn Alex Ferguson hjá Manchester United, er kominn á lokametrana. Hann virðist ekki ætla að fá nýjan samning hjá Sunderland og má fara frítt. Hann býr hins vegar að mikilli reynslu og gæti reynst yngri leikmönnum vel, í rétta liðinu. Ron Vlaar Aldur: 30 Staða: Varnarmaður Síðasta félag: Aston Villa n Vlaar er frábær leikmaður þegar hann er heill heilsu. En það er dýrt að hafa menn á launum sem ætíð eru meiddir. Vlaar kom við sömu í 20 leikjum á leiktíðinni. Honum verður boðinn nýr samningur hjá Villa og hermt er að hann geti hugsað sér það. Spurningin er hins vegar hvort önnur félög freisti hans meira. Joey Barton Aldur: 32 Staða: Miðumaður Síðasta félag: QPR n Barton féll með QPR í vor og nýr maður er kominn í stöðuna hans, Massimo Luongo. Þó Barton eigi erfitt með skapið er hann góður leikmaður sem á heima í úrvals- deildinni. Minni spámenn í deildinni hljóta á endanum að bjóða honum samning. Hann á ennþá nokkur ár eftir. Jason Davidson Aldur: 23 ára Staða: Bakvörður Síðasta félag: WBA n Davidson þótti standa sig vel með landsliði Ástralíu á HM síðasta sumar. Hann fékk tæki- færi í fyrsta leiknum en svo varla söguna meir. Leikmaðurinn er á besta aldri en lék aðeins tvo leiki í vetur og fékk aldrei að sanna sig. „Ég á í viðræðum við fjögur félög í Evrópu. Ég ætla ekki að ana að neinu,“ sagði hann á dögunum. Esteban Cambiasso Aldur: 34 Staða: Miðjumaður: Síðasta félag: Leicester n Cambiasso hefur átt frábæran feril. Hann var á mála hjá Real Madrid áður en hann fór til Ítalíu og vann þar fimm meistaratitla, sem og Meistaradeildina með Inter Milan. Menn héldu að hann væri kominn að endi- mörkum ferils síns en hann afsannaði það með Leicester í vetur, þar sem hann spilaði eins og unglingur. 17 bestu bitarnir Micah Richards Aldur: 26 Staða: Varnarmaður Síðasta félag: Manchester City n „Ég get ekki skrifað undir nokkurra ára samning til þess eins að vera varamaður,“ sagði Richards nýlega. City hefur boðið honum áframhaldandi samning en Richards grunar að það sé einungis gert til að uppfylla lög um hlutfall enskra leikmanna. Hann gæti verið á leið til Aston Villa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.